Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 66
IÐUNN
Georg Brandes.
Þá er Þór glímdi við fósiru Útgarðaloka forðum,
kom hún honum á kné. I viðureign sinni við Georg
Drandes varð Elli kerlingu ekki einu sinni svo mikið
ágengt. Brandes varð aldrei gamall, þótt áratugirnir
hlæðust að höfði honum. Að minsta kosti ekki í þeim
skilningi, að hann þreyttist og gæfist upp. — Margir
mætir menn hafa átt sér sorglegan æfiferil. I æsku rót-
tækir frjálshyggjumenn, vakandi og víðsýnir umbóta-
menn. I ellinni fórnir afturhvarfs og íhalds, er fótum
tróðu allar sínar æskuhugsjónir, — steinrunnin nátttröll,
er steyttu hnefann móti sólrenningunni.
Þessa smán lét Georg Brandes aldrei yfir sig ganga.
I tvo mannsaldra hefir staðið gnýr um nafn hans á
Norðurlöndum. I tvo mannsaldra hefir hann ávalt verið
að finna þar, sem bardaginn var heitastur. Þegar rang-
sleitnin og heimskan óðu uppi og sýndust alvaldar og
flestir voru hugdeigir og þögðu, þá lét hann raust sína
gjalla. Oþreytandi sýndist hann og ótæmandi. Áratug
eftir áratug vann hann af hinu sama kappi og sömu
elju — jós úr nægtahorni sínu. Hvert ritverkið rak
annað. Og þótt skoðanir hans á mönnum og málefnum
tæki ýmsum breytingum, eftir því sem árin liðu, er þó
línan í starfsemi hans einkennilega bein og óbrotin. I
því sambandi er vert að benda á það, að síðustu bækur
hans: »Hellas«, »Munnmælin um ]esú« og sú allra síð-
asta — um frumkristnina — er kom út nokkrum dög-
um áður en hann andaðist, fjalla einmitt um þau efni,
er honum voru hugleikin þegar á unga aldri. Og í að-