Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 70
■64
Georg Brandes.
IÐUNN
þyrfti að endurnýja frá rótum. Og sú endurnýjun varð
að koma utan að.
Arið 1870 varði hann dokforsritgerð sína um franska
fagurfræði. Skömmu eftir fór hann suður í lönd. A
þessari útferð kyntist hann mörgum stórmennum:
frönsku rithöfundunum Taine og Renan, Englendingn-
um Sfuart Mill, Norðmanninum Henrik Ibsen og fleir-
um. Haustið 1871 kom hann heim aftur. Nú hafði hann
kynst andlegum straumum álfunnar, átt samræður við
marga af helztu andans jöfrum tímans, viðað að sér
þekkingu úr mörgum áttum. Nú var hann búinn til her-
ferðar, — líklega betur búinn en nokkur í Danmörku
fyrir hans daga. Svo steig hann í ræðustól og flutti
fyrirlestra sína: Meginstraumar í bókmentum 19. aldar,
þá, er svo frægir urðu.
Fyrirlestrar þessir ollu straumhvörfum í andlegu Iífi
Norðurlanda, og þar er að flestra dómi að leita þunga-
miðjunnar í lífsstarfi Brandesar. Það mun og víst, að
ekkert annara ritverka hans hafi haft jafnskjót og víð-
tæk áhrif eins og »Meginstraumar«. Með þeim kemst
andlegt líf Norðurlanda inn á nýjar brautir. Norðurlönd
voru orðin aftur úr, orðin utan við meginstrauma heims-
menningarinnar. Einangrunar- og útkjálkabragur á flestu.
Brandes hratt öllum hurðum og gluggum upp á gátt.
Hann rauf einangrunarmúrinn og straumar nýrra hug-
mynda og nýrrar þekkingar fundu veg til útkjálkanna.
Nýr skilningur og ný viðhorf mynduðust.
En þetta varð vitanlega ekki gert með öðru móti en
því, að koma við kaunin heima fyrir. Og Brandes var
ekki þannig skapi farinn, að hann sæist fyrir eða vefði
skoðanir sínar inn í bómull. Nú er það, að hann rís
öndverður gegn öllu, er bar á sér helgi hefðar og valda
og dáð var og dýrkað með þjóðinni. Frjáls rannsókn!