Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 73
IDUNN Georg Brandes. 67 þessi æskuár slríðsárin í sérstökum skilningi. Þessi fyrsta og harðasta orrahrið var nú um garð gengin. Brandes hafði þegar int af hendi mikið starf og merkilegt. Norð- urlönd voru opnuð fyrir erlendum menningarstraumum. Ritskýringin sem list og sem »propaganda« hafði farið eldi um Norðurlönd í fyrsta skifti í sögunni og rumskað við sofandi sálum. Ahrifin voru þegar farin að koma í ljós og sýndu sig æ því betur, er fram liðu stundir. Starfsemi Brandesar varð orsök að miklu umróti í hug- um manna og mörgum breytingum á sviði andlegs lífs. En sjálfur stóð hann heldur ekki í stað. Með aldri og þroska tóku skoðanir hans á mönnum og málefnum ekki svo litlum stakkaskiftum, eins og seinna kom á daginn. Aratug þann, er fór á undan utanförinni 1877, hafði Brandes unnið eins og hamhleypa. Ritin fuku eins og skæðadrífa úr penna hans. Á þessum árum komu út bækurnar: »Æstetiske Studier«, »Kritiker og Portræt- ter«, »Den franske Æstetik i vore Dage«, »Danske Diglere«, »Sören Kierkegaard*, svo nokkrar séu nefndar. Frá 1872 tóku »Meginstraumar« að koma út, — sex þykk bindi alls. I öllum þessum bókum er Brandes samur við sig: djarfur. vígreifur, harðskeyttur, rökfasfur og rökfimur, ávalt stefnandi að ákveðnu marki (tenden- siös). Á Berlínarárunum, eftir að hann var kominn út úr þröngsýninni og þvarginu heima fyrir, er eins og mesti vígamóðurinn renni af honum. Og viðhorfið verður nokkuð annað. Frá hugrænum kenningum og bókmenta- stefnum beinist athygli hans meir að mönnunum, per- sónuleikanum, er stendur á bak við verkin. Nöfnin á bókum hans ein út af fyrir sig bera vitni um þetta. Áður hafði hann gefið út bókina um Sören Kierkegaard. Nú heldur hann áfram í þeirri grein og ritar persónulýsing- arnar: »Esaias Tegnér«, »Disraeli« og >Lasalle«. Og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.