Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 77
iðunn
Georg Brandes.
71
og starfsemi hans. Út í þá sálma skal ekki farið hér;
til þess skortir þann, er þetta ritar, öll skilyrði. En ekki
væri það ósennilegt eða ómaklegt, að einhver hinna
yngri mentamanna fyndi sér þar verkefni og ynni sér
doktorsnafnbót við það, að rekja áhrifaferil Brandesar á
andlegt líf Islendinga.
Þótt Brandes á sínum tíma leiddi stefnu sína til sig-
urs, að minsta kosti í bili, og hlyti að lokum fulla viður-
kenningu og jafnvel heimsfrægð, átti hann þó lengst af
undir högg að sækja. Andúðin gegn honum hefir aldrei
horfið, að minsta kosti ekki í Danmörku. Danir hafa að
vísu hylt Brandes við mörg tækifæri og þannig vottað
honum þakklæti sitt fyrir hirtingarnar. Tilhneigingin að
kyssa á refsivöndinn er nú einu sinni rík í mannlegu
eðli. En sviðinn undan vendinum gleymist furðu seint,
ekki sízt ef sá, er vendinum beitir, er af öðru sauðahúsi
en þeir, sem fyrir hirtingunni verða. Svo var einmitt um
Brandes. Hann var af öðru kyni, hann var aðskotadýr
-— rótlaus flakkari, sem gerði sig heimakominn og vildi
umturna öllu. Hvaða rétt hafði hann til að bera refsi-
vöndinn reiddan um öxl með þessari þjóð, sem hann að
ætterni ekki heyrði til? Eða — eins og hans var vandi
~~ til að árétta refsinguna með ekki alt of löngum
uiillibilum ?
Það var í sjálfu sér ekkert kynlegt, þótt andúðin og
hatrið æstist gegn Brandes svo mjög, að fjandskapurinn
við hann varð mÖrgum manni nær því að trúaratriði.
Úann var voðamaður í þeirra augum og hlaut að vera
Það. Allir, sem vilja eitthvað nýtt og berjast fyrir því
eru voðamenn. Þeir koma ávalt á óréttum tíma og ávalt
þangað, sem þeirra er minst þörf — að dómi þeirra,
er á þeim tíma Iifa og þann stað byggja. Brandes valdi
Ser lítið land, þar sem grátt þokuloftið grúfði yfir sund-