Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 81
idunn Georg Brandes. 75 Hjá þessari þjóð fæddist einn góðan veðurdag drengur með dökt hár. Þann háralit höfðu Skít-Madsarnir aldrei fyr séð. Vfir þessu svarla hári urðu þeir slegnir undrun og ótta, og drengurinn var nefndur Svarti-Pétur. Eng- inn Skít-Mads vildi hafa neitt saman við Svarta-Pétur að sælda. En Svarti-Pétur var einföld og barnsleg sál, er þráði góðleik og samúð, og hann furðaði mjög á þessu og grét sig í svefn nótt eftir nótt. Aftur og aftur reyndi hann í einfeldni sinni að komast í kunningskap við Skít-Madsana, en varð altaf frá að hverfa. Þeir fyrir- litu hann og höfðu andstygð á honum vegna svarta hársins, ráku hann úr hópnum með háðung, eltu hann á röndum og æptu: Svarti-Pétur, Svarti-Pétur, svei! Tímar liðu og Svarti-Pétur tók að eldast. Hann hafði starfað mikið um dagana og sumstaðar úti um heiminn könnuðust menn við nafn hans. Það kom fyrir að einum og öðrum Skít-Madsi var sýndur sómi vegna þess, að hann var fæddur með sömu þjóð og Svarti-Pétur. — Svo var það einn dag, að Skít-Madsarnir fóru að at- huga Svarta-Pétur nánar. Og sjá, hann var orðinn gam- all og hvítur fyrir hærum. Þá var eins og þeir vöknuðu af draumi. Nú sáu þeir að Svarti-Pétur var enginn Svarti-Pétur lengur. Hann var orðinn eins og þeir: ósvikinn og ekta Skít-Mads og hafði líklega aldrei verið neitt annað. Og þeir komu heim til hans í flokkum og sýndu honum allan sóma. En Svarti-Pétur, sem hafði þráð samúð um löng og erfið ár, fann nú sér til mikillar undrunar, að vinsemdin og virðingarmerkin létu hann ósnortinn. Og með söknuð > huga sá hann og vissi, að viðurkenningin var komin Þegar hann ekki lengur þurfti hennar með. Þessi smásaga gefur innsýn í særða og beiskjufulla sál. Ellin hefir ekki léð þessum manni mildi og ró, ekki

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.