Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Síða 86
80
Georg Brandes.
IÐUNN
Á stríðsárunum og þar á eftir skrifaði Brandes fjölda
ritgerða, er hann síðan safnaði í tvær bækur: »V/erdens-
krigen* og »Tragediens anden Del« (friðarsamningarnir).
Þessar bækur bera því sterkt vitni, hvílíkur andlegur
þróttur bjó í þessum öldungi á áttræðisaldri og hve víð-
sýnn hann var og sjálfstæður. I iðustraumi ófriðaræsing-
anna stóð hann eins og klettur í hafi, í fullum öruggleik
um eigið verðgildi og dómgreind. Aðeins einu hliðstæðu
dæmi man eg eftir — dæmi, sem vér Islendingar ætt-
um sízt að gleyma: Klettafjallaskáldið, sem um sama
leyti og út frá sömu forsendum kvað Vígslóða.
Á þessum stað er ekki unt að gera nánari grein fyrir
þessum bókum Brandesar, sem óhætt er að telja meðal
hinna meiri háttar afreka hans. Enginn maður, sem leita
vill sannleikans um þessi efni, getur gengið fram hjá
þeim. Brandes kemtir víða við og hikar ekki við að
segja mektarmönnum þessa heims til syndanna. Með
nístandi kaldhæðni talar hann t. d. á einum stað um
öskurapann og mun sá kafli eiga sérstakt erindi við
enska þjóðmálagarpinn Lloyd George:
Oskurapinn telst til hinnar breiðnefjuðu apagreinar, er
óvenju þrekvaxinn og höfuðstór. Á tungubeini hans er
blöðrukent æxli, sem eykur raddstyrkinn að miklum mun.
Mestan hluta æfi sinnar er hann að öskra. Þess á milli
étur hann og sefur.
1 dýrafræðinni skipar öskurapinn samt sem áður
fremur lágan sess. Á sviði stjórnmálanna leikur hann
aftur á móti risahlutverk. Stjórnmála-öskurapinn þekkist
frá frænda sínum úr dýrafræðinni fyrst og fremst á
pyngjunni, sem hægt er að fylla, í öðru lagi á heilanum,
sem hægt er að æsa. Stjórnmála-öskurapinn endurtekur
í sífellu það hremmyrði, sem honum hefir verið kent
síðast. Með drynjandi röddu og af móði miklum romsar