Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 94

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 94
88 Rilsjá. IÐUNN inu írlandi, sem hlýtur þau illu örlög, að verða frilla heiðins höfðingja hér norður í fásinninu. Þá vil eg nefna „Alfana í Tungu- stapa"; eru tveir síðari þættir þess beztir. Jóhannes er snillingur í því, að greypa forn viðlög og setning- ar inn í kvæði sín, svo alt virðist af sama bergi brotið. Orðsnjall er hann mjög og faguryrður; þó skýzt honum á stundum. Osmekk- Iegt er að láta náttúruna „nöldra með náköldum æðaslögum" (bls. 97), og óviðkunnanlegt að tala um að „verma hjartastað11 ein- hvers (bls. 112). Jóhannes er tilfinningaauðugur og skilur vel skaphöfn manna. Bjartsýnn er hann og samúðarfullur. En honum er ljóst, að ekki fer gifta eður vangifta hér í heimi eftir verðleikum: Margur fær þó maður breyzkur mikinn skamt af hlutnum bezta. Einkisnýtur úrtýningur öðlast stundum heimslán mesta. jjóhannes yrkir auðsæilega af innri þörf. Það verður varla sagt, að kvæðin yfirleitt séu stórfengleg. Skáldið kemur fram sem barnið bljúga, er ógnar hamfarir höfuðskepnanna og baráttan á leikvelli lífsins. Sjaldan er bitið á jaxl eða bölvað í hljóði. Mun bókin Ijóðvinum kærkomin. Krístín Sigfúsdóttiv: Óskastundin. Skáldkonan Kristín Sigfússdóttir er þegar orðin landskunn fyrir sögur sínar og leikrit. Kom fyrsta bók hennar, „Tengdamanna", út 1923. Síðan hefir hver bókin rekið aðra: „Sögur úr sveitinni", „Gestir" og nú síðast leikritið „Óskastundin". Kristín er húsfreyja í sveit; en ekki virðast búsumsvifin hamla henni frá að rækja hugðarefni sitt, skáldskapinn. Er hún óvenju starfhæf og mikilvirk. Hún er eigi skólalærð. Hefir hún eigi verið borin á höndum, heldur átt við alla þá örðugleika að búa, sem títt er um fátækt sveitafólk. Sjást þess Ijós merki, hve sveitamenn- ing vor er lífseig. En hætt er við að ómenning sjóþorpanna kæfi hana niður von bráðar, ef ekki verður hafist handa til viðreisnar sveitunum. — I þessu sambandi get eg ekki látið hjá Iíða að geta ummæla próf. Sig. Nordals í Iðunni 1925, bls. 7Ú, þar er honum farast svo orð:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.