Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 9
Á næstunni mun fyrirtækið bjóða upp á IP-þjónustu þannig að notendur geta tengst staðarnetum frá tölvu f farartækjum sínum hafi þeir til þess sam- hæfðan TETRA búnað. fyrir talstöðva- eða farsímasamskipti á landsvísu. Eigin- leikar TETRA nýtast t.d. hjá fyrirtækjum með dreifða starfsemi, hjá flutnings- og dreifingarfyrirtækjum, við fólksflutninga o.fl. Raunar alls staðar þar sem fólk þarf að tala saman vinnu sinnar vegna eða stjórna þarf ein- hverjum flota eða hópum. „Meðal viðskiptavina okkar eru nú tvö af stærstu veitufyrirtækjum landsins, flutninga- fyrirtæki og fyrirtæki í ýmiss konar þjónustu, svo sem ferðaiðnaði, öryggisþjónustu og fleiri greinum." Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stiklu ehf., með nýja Nokia TETRA tækið í hönd. Skörun milli GSM og TETRA „við lítum ekki á TETRA sem beina ógnun við GSM, en óneit- anlega kann að verða um skörun að ræða. Fyrirtæki ættu að geta séð hagkvæmni þess að nota TETRA í stað GSM í sumum tilfellum, t.d. í samskiptum stjórnanda og hóps. Pað er einfaldlega staðreynd að margs konar samskipti manna á milli eru miklu markvissari og taka styttri tíma þegar notuð eru hópsamskipti eins og i TETRA, í stað þess að hringja eitt símtal til hvers og eins. Hvað varðar NMT farsímakerfið gegnir öðru máli: NMT tæknin er hliðræn tækni, orðin nokkuð gömul og á eflaust ekki mörg ár eftir hérlendis frekar en í öðrum löndum. Við höfum fullan hug á að þeir sem nú nota NMT farsíma færi sig í framtíðinni yfir f TETRA kerfi okkar, enda eiga menn að fá þar mjög álíka þjónustu- svæði og í NMT-kerfinu, en talgæðin eru hins vegar mun meiri. Nú þegar er orðið erfitt að fá „alvöru" bíltæki fyrir NMT-kerfið, og því höfum við haldið því fram að þurfi menn að skipta um tæki, eigi menn hiklaust að færa sig í TETRA." IP þjónusta boðin „Við fórum af stað með við- skiptaáætlun sem byggði á vönduðum markaðsrannsóknum og ekki síður á þekkingu og reynslu af viðfangsefninu. Hins vegar varð framboð af notendabúnaði, þ.e. hand- og bíltækjum, miklu minna en búist hafði verið við, sem endurspeglaðist í seinkun á tekjum." Nú standa þau mál til bóta, því í haust kemur nýtt Nokia hand- tæki á markaðinn, á stærð við GSM-síma og telur Guðmundur að það muni valda straumhvörfum í markaðsstarfsemi fyrirtækisins. Á næstunni mun það bjóða upp á IP-þjónustu þannig að notendur muni geta tengst staðarnetum frá tölvu í farartækjum sínum hafi þeir til þess samhæfan TETRA búnað. „TETRA kerfið sjálft hefur reynst afar vel, bæði miðstöð og móð- urstöðvar, og er áreiðanleiki kerfisins mjög góður. Þar skiptir mestu máli val okkar á framleiðanda og vönduð skipulagning kerfisins." Höfuðstöðvar Stikiu eru að Hlíðasmára 11, Kópavugi. Framtíðin „í dag eru fjórir fastir starfsmenn hjá Stiklu, en það er Ijóst að þeim þarf að fjölga innan tíðar. Við kaupum alla uppsetningavinnu af verktökum og aðilum sem tengjast okkur á ýmsan hátt. Hlutverk starfsmanna okkar er að reka kerfið, sjá um skipulagningu og uppbyggingu þess ásamt markaðssetningu og sölu á TETRA þjónustunni." Áætlanir gera ráð fyrir því að TETRA þjónustan okkar verði í boði á landsvísu fyrir lok þessa árs, þ.e. á vegum og byggðum bólum, auk miðhálendisins og helstu ferðamannasvæða. „Þá höfum við fyrir löngu gert okkur Ijóst að framtíð TETRA felst ekki síst í þeim lausn- um sem búa þarf til fyrir tæknina, þ.e. hinum ýmsu vél- og hugbún- aðarlausnum sem nota munu TETRA sem flutningsleið," segir Guð- mundur. „Því höfum við átt í samstarfi við nokkur innlend hugbún- aðar- og tæknifyrirtæki um þróun ýmissa lausna í þessu skyni.“B!i wmmm 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.