Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 29
FORSÍÐUGREIN SflMEINING SJÚKRAHÚSfl það hefði áhrif á gæði vinnunnar, því í faglegu tilliti keppum við og tökum mið af sambærilegum sjúkrahúsum í ná- grannalöndunum.“ Valið tíl Stjórnar „Varðandi val stjórnenda sjúkrahússins er það svo að hér erum við með stjórn fimm pólitískt kjörinna manna sem ekki vilja láta frá sér völdin - sem þeir þó í raun hafa ekki. í dag er stjórnarnefnd fyrst og fremst stimpilpúði fyrir það sem framkvæmdastjórn ákveður og hún hefur lítil tök á því að skynja eða skilja það sem fram fer hér innan dyra. Eg man að minnsta kosti ekki eftir því að hafa séð neinn þeirra sem þar sitja nú, utan formanninn, hér á þessari stóru deild skoða að- stæður eða kynna sér málin þar sem tveir þriðju íslenskra barna fæðast og vilja þeir þó halda í réttinn til að ákveða hvern- ig endanlegri stjórnun er háttað. Það sama gildir varðandi val á yfirlæknum deilda. Hvernig eiga menn, sem enga þekkingu eða skilning hafa á störfum tiltekinnar deildar, að ákveða hverj- ir séu hæfastir til að stjórna þar? Er ekki betra að þeir sem með mönnunum eiga að vinna og hafa faglega þekkingu á viðkom- andi sérsviði fái að koma að valinu og ákveða að undangengn- um hæfnisdómi hvað henti best? Við höfum hjá læknadeild stigið það skref í vetur að búa til nýtt valfyr- irkomulag í stöður sem vinnur á öðrum grunni. Nefnd sérfróðs fólks og stjórnenda, ásamt fulltrúum ólíkra hagsmuna, s.s. væntanlegs samstarfsfólks, kemur að því að ákveða hver fær stöðuna sem um er að ræða, en valið er ekki á hendi eins manns. Það kerfi að einn aðili, t.d. lækningafor- stjóri, ákveði hver verði yfirlæknir á grunni hæfnismats frá aðilum sem ekki endilega hafa sérþekkingu á sérgreininni, er bæði ófullkomið og ófullnægjandi." Háskólamenn Reynir Tómas segir fólk- ið, sem kemur inn á spítalana úr háskólan- um að öllu jöfnu, mjög vel menntað fólk sem hafi meiri þekkingu og færni, og oft á tíðum meiri víðsýni, en þeir sem ekki koma þaðan. Þetta fólk leiði spítalann sjálf- krafa inn í forystuhlutverk hér á landi, og á alþjóðavettvangi ef því er að skipta. Því sé mikilvægt að halda háskólafólkinu í stjórnunarstöðum innan spítalans og leyfa því að taka fullan þátt í að leiða hann áfram. „Kennsla og rannsóknir eru for- sendur fyrir gæðum, því til að gera vel verða menn að standa vel og framarlega í sinni sérgrein. Prófessor, sem stendur á gati gagnvart nemendum sínum sem leita nýjustu upplýsinga, er í vondum málum. Aðkoma háskólamenntaðs fólks, sem hef- ur reynslu af stjórnun kennslu og rann- sókna, tryggir að alltaf sé til staðar ný þekking og þekkingarleit.“ Sparnaður „Ef tekst vel upp á sviðunum við að halda sig innan fastra Ijárveitinga og spara - þá fá þeir sem það gera ekki að njóta þess. Á síðasta ári var það sem við spöruðum tekið af okkur og meira til. Ef fé vantar þá ætti líka að mega færa til fjárveitingar. Eg benti okkar ágæta fyrrver- andi heilbrigðisráðherra á það að til væru ónotaðar heimildir utan Reykjavíkur vegna ljósmæðra og fæðingarlækna. Af hverju fáum við þetta ekki? Við fáum erfiðustu tilfellin og eig- um því að vera betur mannaðir en aðrir og hafa til þess fé, en svo er ekki. Er rétt að hafa 50% fleiri skjólstæðinga á hvern fæðingalækni hér en annars staðar á sambærilegum sjúkra- húsum erlendis og allt að 4-6 sinnum fleiri en utan höfuðborg- arsvæðisins? Getur slíkt talist fullnægjandi frá öryggissjónar- miði? Er þetta vegna þess að þingmenn Reykvíkinga eru veik- ir og gæta ekki hagsmuna síns fólks? Það hefur enginn heil- brigðisráðherra í meira en áratug komið úr röðum þing- manna Reykvíkinga." „Eg held að það séu allar forsendur til þess að hægt sé að búa til virkt og gott háskólasjúkrahús í sameiningaferli spítalanna í Reykjavík, en það verður að ger- ast með þeim hætti að stjórnendur spítalans séu óhræddir við að hleypa háskólamönnum að í stjórnun og ákvarðanatöku varðandi spítalann og að þeir líti á háskólamennina sem styrkleika en ekki veikleika, sem tækifæri en ekki sem ógn- un,“ segir Reynir Tómas Geirsson. BH Við höfum yfirsýn... .yfir allar flutningsleióir www.samskip.is SAMSKIP Holtabakka við Holtavegur, IS-104 Reykjavík Sími 569 8300, Fax 569 8327 samskip@samskip.is - www.samskip.is 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.