Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 45
Stuart Rose, forstjóri Arcadia Group, á morgunverdarfundinum á Hótel Borg á dögunum.
Hann segir fyrirtækib eiga „mikið inni“ og hægt verði að hagræða í rekstri sem og grynnka á
skuldum þess á næstu misserum. Eigið fé fyrirtækisins er um 54 milljarðar tslenskra króna og
gert er ráð fyrir að hagnaður þess verði um 6 milljarðar króna fyrir skatta á yfirstandandi
rekstrarári sem lýkur 30. ágúst nk.
þótt lágvöruverðskeðjurnar Bonus Doll-
ar Store og Bill's Dollar Store í Banda-
ríkjunum verði sameinaðar í eitt félag,
Bonus Stores Inc., sem Baugur á meiri-
hluta í og er núna dótturfélag þess, verði
þær reknar áfram undir sömu nöfnum.
Bill's Dollar Store rekur 410 verslanir
vestanhafs. Þar er mikið verk óunnið við
að koma þeirri skútu á gott skrið. Fyrir-
tækið fór í greiðslustöðvun í janúar sl.
eftir að hafa farið í mikla uppbyggingu
án þess að hafa tryggt sér ijármagn til
þess. Baugsmenn hafa núna endurijár-
magnað keðjuna og eru vongóðir um að
hún skili hagnaði þegar á þessu ári og
sömuleiðis á því næsta. Helstu keppi-
nautar Bill's Dollar Store í Bandaríkjun-
um eru Dollar General, með yfir 5 þús-
und verslanir, Family Dollar, með tæp-
lega 4 þúsund verslanir, Dollar Tree,
með um 1.700 verslanir, Variety Wholes-
alers, með um 500 verslanir og 99 Cents
Only Stores, með yfir 100 verslanir.
Bill's Dollar Stores eru í Suðurríkjum
Bandaríkjanna og verður Jim Schafer,
forstjóri Bonus Dollar Store, forstjóri hins sameinaða fyrirtæk-
is, Bonus Stores Inc.
Aukinn hagnaður Baugs Þótt Baugur eigi 20,1% í Arcadia
Group og sé stærsti einstaki hluthafinn af 25 þúsund hluthöf-
um í fyrirtækinu verður hluturinn í Arcadia inni í samstæðu-
reikningi Baugs. Aætlaður efnahagsreikningur Baugs í lok
þessa árs verður um 35 milljarðar króna, þar af eigið fé í kring-
um 15 milljarðar. Á áðurnefndum morgunverðarfundi á Hótel
Borg með íslenskum ijárfestum og Stuart Rose, forstjóra
Arcadia, upplýsti Jón Ásgeir að áætlaður hagnaður Baugs á
hlut eftir skatta myndi aukast úr 48 aurum árið 2000 í um 70
aura á þessu ári, eða um 45%. Það er myndarleg aukning og
verður að teljast vel að verki staðið náist sá árangur.
Baugsbréf hafa ekki hækkað við útrásina Það vekur nokkra
athygli að þrátt fyrir að velta Baugs muni nær ijórfaldast á
þessu ári með kaupunum í Arcadia Group og meirihlutanum í
Bonus Stores Inc. í Bandaríkjunum og spáð sé auknum hagn-
aði hefur það ekki skilað sér í hækkandi gengi Baugsbréfa á
Verðbréfaþingi íslands. Undanfarna mánuði hefur gengið
sveiflast á milli 11,50 og 12,50. Þegar þetta er skrifað, 22. maí,
er gengi bréfa í Baugi 12,30. Þetta sýnir að íslenskir ijárfestar
hafa einhverra hluta vegna ekki tekið við sér gagnvart bréfum
í Baugi þrátt iýrir útrás fýrirtækisins. Einhveijir kynnu að út-
skýra það þannig að þeir hefðu takmarkaða trú á útrásinni - eða
þá að hlutabréfamarkaðurinn hér heima sé enn daufari og
daprari en haldið hefur verið fram til þessa.
Frá því aðalfundur Baugs var haldinn hefur félagið aukið
hlutafé sitt um 463 milljónir að nafnverði til að standa straum af
kaupunum á hlutnum í Arcadia. Hin nýju útgefnu bréf í Baugi
skiptast á eftirfarandi: Kaupþing um 192 milljónir, Gaum um
148 miljónir, Íslandsbanka-FBA um 82 milljónir og Gildingu
um 41 milljón. I raun gerðist þetta þannig að þessir aðilar áttu
87% í A. Holding SA og Baugur 13%. Það var A. Holding sem
stóð að kaupunum á 20,1% hlutnum í Arcadia Group, samtals
37.980.450 hlutum í iýrirtækinu. Og fyrir þessi 87% greiddi
Baugur með hlutabréfum í Baugi að nafnverði 463 milljónir.
Lítil shonsa verður að alþjóðaævintýri Það eru breyttir tímar.
Ævintýrið, sem hófst í lítilli skonsu við Skútuvoginn fyrir tólf
árum, hefur undið hressilega upp á sig undir forystu Baugs-
sveitarinnar. Áhættan með útrásinni er mikil - en þannig verður
það vist alltaf í viðskiptum og þannig byrja oft ný ævintýri. ffl
#>Ecrix -VXA- •
PANDA
vírusvarnar-
forrit - Öflug
leiö til þess að
halda tölvunni
lausri viö vírusa.
AFRITUNAR- ^EcrÍX
STÖÐVAR -VXA-
Stærðspólu: 66 GB þjöppuð / 32 GB óþjöppuð.
Afköst: 6 MB/sek. „Interface": SCSI UltraWide2 LVD
68 pinna. Gagna þjöppun: ALDC vélbúnaður. Villuleið-
rétting: 4-layer Reed Solomon ECC. Líftími les/skrif
haus: 30.000 klst. Samhæfni: Windows, Linux, Novell,
Unix, MacOS (listinn er ekki tæmandi).
HTT
Heildarlausnir i tölvu- & tæknibúnaði
HT&T ehf. Sætún 8, 125 Reykjavík
Sími 569 1400, Fax 569 1554, www.htt.is
45