Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Þú eða nágranni þinn? Umræðuefnið var alvarlegs eðlis, en engu að síður braust fram bros hjá mörgum lesendum þegar breska tímaritið Spectator velti því fyrir sér í for- ystugrein fyrir um níu árum hvaða orð ætti eigin- lega best við þegar sagt væri frá niðursveiflu í efna- hagsmálum. „Samdráttur, kreppa eða hrun: Hvert þessara orða á eiginlega best við?“ sagði í greininni og bætt var við: „Öll hafa þau verið notuð á víxl á síðustu vikum þegar harðnað hefur verulega á dalnum í efnahagsmálum. En hvað merkja þau í raun? I augum kaffihúsaspekinga er munurinn einfaldur: Samdráttur er það þegar nágranni þinn verður atvinnulaus; kreppa þegar þú sjálfur missir vinnuna.“ Svo mörg voru þau orð. Þau koma ósjálfrátt í hugann núna þegar krepputal færist í vöxt í kjölfar þess að gengi krónunnar hefur hrapað undanfarna mánuði og tugþúsundir Islendinga hafa gengið í gegnum sína fyrstu hluta- bréfakreppu á íslenskum hlutabréfamarkaði. Það hefur dregið ský fyrir sólu en það er engan veginn svartnætti framundan. At- vinnuleysi hefur ekki hreiðrað um sig í viðskiptalífinu og það er kjarkur og kraftur í fólki og fyrirtækjum. Utlit er fyrir að svo verði áfram þar sem spáð er um 2% hagvexti á næstu árum. Það er minni hagvöxtur en undanfarin ár en stefna linunnar er samt enn upp. Það fer þó ekki á milli mála að spennan á vinnumark- aði er að sjatna. Hún mátti raunar við því, hún er eitt þeirra afla sem vakið hafa upp verðbólgudrauginn. Ohóflegt krepputal En það eru fleiri angar á hinu svonefnda krepputali. Að undanförnu hafa sést skemmtilegar ábendingar um það hvernig sérfræðingar á fjármálamarkaði skuli tjá sig um efnahagsmál - og hamrað á mikilvægi þess að sýna raunsæi og ábyrgð og mála ekki skrattann upp á vegg að óþörfu, tala af skynsemi en um leið á tónum bjartsýninnar, annað dragi úr væntingum og tiltrú fólks og magni fyrir vikið vandann. Góður maður komst raunar vel að orði þegar hann í kaldhæðni nefndi þennan boðskap „skynsemi með ábyrgð“. Eflaust er margt til í þvi að óhóflegt og óþarft krepputal dragi kjark úr fólki og að bjartsýni sé einu sinni það sem drífur fólk áfram. En það má heldur ekki ofmeta áhrif af upphrópunum stjórn- málamanna og svonefndra sérfræðinga um að allt sé annað hvort að fara til íjandans eða allt sé í himnalagi. Almenningur horfir svolítið í gegnum slikt. Hann bregður fyrir sig eigin mælistikum, raunar tvenns konar stikum, þegar hann metur stöðuna í efnahagsmálum. Önnur stikan mælir til- finningar og væntingar en hin stikan mælir raun- verulega reynslu á degi hveijum. Sálræna mæli- stikan mótast eflaust af fréttum ijölmiðla af viðskiptalifinu, stöð- unni á verðbréfamarkaðnum - sem og upphrópunum stjórn- málamanna og annarra. Mælistika raunveruleikans Mælistika raunveruleikans markast hins vegar af buddunni; hvort t.d. utanlandsferðin, brauðið og bensínið hafi hækkað í verði, eða þá hvort greiðslu- byrði lána hafi þyngst. Sáfræna mælistikan spinnur frekar upp áhyggjur eða gleði af því sem kann að henda eftir nokkra mán- uði - til langs tíma litið. Verst verður lesningin af þessari stiku taki hún að mæla stöðugan ótta við að missa vinnuna. Þótt til- finningar fólks til hlutabréfakaupa séu blendnar um þessar mundir óttast almenningur sem betur fer ekki atvinnuleysi - ekki enn sem komið er. Innst inni trúir hann enn á sterkt at- vinnulif hvað sem upphrópunum manna um afleiðingar 26% gengishraps eða 230 milljarða viðskiptahalla liður - og það þrátt fyrir að hann taki sjálfur þátt í þessu krepputali annað slagið í kunningjahópnum. Hann skilur líka mælistiku raunveru- leikans, budduna, betur. Eins og hvort bensínlítrinn hafi hækk- að um 10 krónur eða utanlandsferðin um 10 þúsund krónur, það eru stærðir sem hann kann á. Fyrst og fremst skynjar hann þó hvort launin komi reglulega inn á hefdð hans um hver mán- aðamót. Fyrr er ekki komin kreppa hjá honum, hvað sem hver segir. Eða, eins og Spectator sagði fyrir níu árum: „Samdráttur, kreppa eða hrun: Hvert þessara orða á eiginlega best við? Sam- dráttur er það þegar nágranni þinn verður atvinnulaus; kreppa þegar þú sjálfur missir vinnuna." Jón G. Hauksson jpr 1.7 M f f J _} _ rrm ^i u ILli Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólajsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁHYRGÐAR.MAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir ÁSKRIFEARVERÐ: kr 3.310.- íyrir 1.-5. tbl. - 2.979- ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. BLAÐAMAÐUR; Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimurhf. RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSIA: DREIFING: Heimur hf„ sími 512 7575 FILMUVTNNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LITGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.