Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 20
EFNflHAGSMflL GENGI KRÓNUNNflR lur kostaði um 75 krónur í byrjun júní í fyrra en núna um 100 krónur. Þetta er um 33% hækkun á einu ári. Sterlingspundið var á 113 krónur en er núna á um 144 krónur. gengishrap krónunnar og aukin verðbólga munu lækka raun- laun fólks, draga úr kaupmætti þess. Framhjá því verður ekki komist eigi atvinnustig áfram að haldast hátt. Svona er ferlið En hvað gerist þegar gengið fellur og launahækkanir fylgja ekki í kjölfarið? Allt miðast að því að minnka viðskiptahallann - sem raunar hækkar fyrst eftir gengslækkunina en síðan slær á hann, lyfið fer að virka. Fimm ár í röð hefur verið viðskiptahalli og nemur hann núna uppsafnaður, þessa árs meðtalinn, um 230 miUjörðum. Helming- ur hans verður útskýrður með óhagstæðum vöruskiptajöfnuði og helmingur vegna vaxtagreiðslna á erlendum lánum. En lítum á það hvernig ferlið lítur út Gagnvart almenningi: Erlendar vör- ur hækka í verði, verðbólga fer upp og kaupmáttur minnkar. Af- leiðing: Minni kaupmáttur dregur úr viðskiptahallanum. Gagn- vart fyrirtækjum: Erlendar skuldir og aðföng hækka í verði. Gjaldeyristekjur útflutningsfyrirtækja aukast hins vegar meira. Sömuleiðis batnar samkeppnisstaða innlendra framleiðenda og innlendrar ferðaþjónustu sem vinna markaði innanlands á kostn- að td. innfluttra vara og utanlandsferða. Afleiðing: Það dregur úr viðskiptahallanum. Fjárfestar flyja til Útlanda Fullt frelsi tjármagnsflutninga komst á í ársbyrjun 1995. Það hefur haft þau áhrif að íslenskir íjárfestnr eiga núna 186 milljarða í erlendum verðbréfum en útiendingar hafa ekki sýnt íslandi sama áhuga, eiga hér um 7 milljarða í verð- bréfum. Um einstreymi út úr landinu er nánast að ræða. Þegar miklu meiri vilji er til að kaupa gjaldeyri og selja krónur getur út- koman ekki orðið nema á einn veg; gjaldeyrir hækkar í verði. Þannig geta td. kaup íslendinga á erlendum fyrirtækjum - útrás- in svonefnda - hæglega sett pressu á gengi krónunnar. Þess vegna hafa sprottið upp hugmyndir í öllu gengistalinu að undan- förnu um að nauðsynlegt sé að selja stóra hluti í Landssímanum og ríkisbönkunum til útiendinga til að fá innstreymi gjaldeyris og styrkja krónuna. Þetta hljómar ekki vel. í raun ættu menn frekar að leggja höfuð í bleyti og spyija sig að því hvers vegna útiend- ingar vilja ekki fjárfesta í íslensku atvinnulífi og hvers vegna stór- ir íslenskir fjárfestnr, eins og lífeyrissjóðirnir, flýja með hluta fjár- magns síns til útianda þótt það sé undir yfirskriftinni að dreifa áhættunni. Er sorgarsaga krónunnar á enda? Saga krónunnar er sorgar- saga. Er sú saga núna á enda? Er krónan ónýt? Er hún of lítil mynteining og er best að taka upp evru? Þetta eru spurningar sem hafa fengið byr að undanförnu. En breytir það einhveiju að taka upp nýja mynt? Verða peningar ekki alltaf eitthvert tæki sem menn hafa komið sér upp til að auðvelda sér að eiga viðskipti? Er það ekki framleiðni framleiðsluþáttanna tveggja - vinnuafls og fjármagns - sem ræður ferðinni þegar á hólminn er komið, þ.e. hæfileiki þjóðarinnar til að framleiða ódýrt og hagkvæmt? Það að geta flutt út vörur og þjónustu til annarra landa, eða komið í veg fyrir mikinn innflutning, mun alltaf snúast um að standast öðrum þjóðum snúning í framleiðslu. Þá er ekki átt við að standa jafn- Evran var á 71 krónu í júníbyrjun í fyrra en er núna á um 89 krónur. fætis þeim heldur að vera betri en útlendu keppinautarnir, fram- leiða hagkvæmar. Það er og verður alltaf undirstaða utanríkisvið- skipta. Arðbær fyrirtæki, sem framleiða hagkvæmt, eru það afl sem togar í erlenda fjárfesta á meðan óvissa í gengismálum og óstöðugleiki i atvinnulifinu dregur úr þeim að koma. Engu að síð- ur þykir íslenskt hagkerfi mjög traust erlendis og oft berast sögur af háum einkunnum þess hjá útiendum hagfræði- og lána- stofnunum. En þessar háu einkunnir duga bara ekki til. Skattalækkanir á fyrirtæki Forsætisráðherra hefur viðrað skatta- lækkanir á fyrirtæki á undanförnum vikum. Hann setti þær fyrst fram á Viðskiptaþingi Verslunarráðs snemma árs og endurtók þær síðan á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á dögunum og minntist þá einnig á lækkun skatta á einstaklinga. Þetta er hið besta mál. Hins vegar verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli þegar á hólminn verður komið því mikil þensla hefur verið í rikis- útgjöldum. Tekjuafgangur ríkissjóðs á undanförnum árum, og geta hans til að greiða niður skuldir, stafar af því að skatttekjur hafa verið miklu meiri en gert var ráð fyrir í góðæri undanfarinna 6 milljarðar urðu að 36 milljörðum á einum degi „Svarti miövikudagurinn" 2. maí. Hvað geröist raunverulega þennan dag? Hversu vegna urðu bankarnir svo gráð- ugir í erlendan gjaldeyri? Talið er að um 6 milljarða raunþörf bankanna á gjaldeyri þennan dag hafi orðið að 36 milljarða þörf vegna þess að þeir eru viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði og skyldugir til að kaupa af hver öðrum. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.