Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 92
FJflRIVIfll VIÐTflL VIÐ BRIflN S. MflTTES Verðið rík - hægt Verðabréfasjóðafyrirtœkið Vanguard Group, sem rekur svonefnda vísitölusjóði, hefur vakið athygli vestanhajs að undanförnu fyrir að standa sig vel í niðursveiflu síðustu mánaða. Brian S. Mattes, blaða- fulltrúi fyrirtœkisins, var hér á dögunum. Hann segir að til lengra tíma litið takist sárafáum almennum fjárfestum„að sigra markaðinn“og hveturfólk til að líta svo á að sígandi lukka sé best. „Verðið rík - hægt og sígandi, “ segir Brian. (Get rich slowly). Eftír Jón G. Hauksson Myndir: Geir Olafsson Nýlega tjallaði tímaritíð Fortune um bandaríska verðbréfa- sjóðafyrirtækið Vanguard Group undir yfirskriftínni að tvær eldgamlar hugmyndir - lágur kostnaður og vísitölu- sjóðir - gerðu það að einhverju athyglisverðasta verðbréfasjóða- fyrirtæki Bandaríkjanna um þessar mundir. Fortune segir að í niðursveiflu undanfarinna mánuða á hlutabréfamarkaði sé Vanguard að skila sjóðfélögum sínum betri ávöxtun en aðrir verðbréfasjóðir. Ennfremur segir tímaritíð að ljóst sé að vísitölu- sjóðir standi sig vel í niðursveiflunni vegna mikillar áhættudreif- ingar. Þeir beití hlutlausri og sjálfvirkri eignastýringu í takt við markaðinn, en sjóðirnir eigi hlutabréf í þvi sem næst sömu hlut- föllum og eru í þeirri vísitölu sem miðað sé við, og nái fyrir vik- ið a.m.k. sama árangri og markaðurinn. „Þegar tíl langs tíma er litíð tekst afar fáum almennum íjárfestum að sigra Herra Mark- að (Mr. Market),“ segir Fortune. VÍB og Vanguard Group Skömmu eftir að greinin í Fortune birtist kom Brian S. Mattes, blaðafulltrúi Vanguard Group, hingað til lands í boði VÍB. En VÍB hóf samstarf við Vanguard Group á haustmánuðum 1998 og býður viðskiptavinum að fjárfesta í þremur vísitölusjóðum sem skráðir eru í kauphöll- inni í Dublin á Irlandi. Sjóðirnir taka mið af hlutabréfavísitöl- um Morgan Stanley Capital International og S&P 500 Index. Islenskir fjárfestar hafa fjárfest í sjóðum Vanguard fyrir um 15 milljarða á þessum rúmu tveimur árum. Þess má geta að S&P 500 hlutabréfavísitalan hækkaði um 14,14% á ári á ár- unum frá 1980 til 1990 og um 14,91% á ári frá 1990 til 2000, en þar af var árleg hækkun hennar 26,17% á árunum frá 1995 til 1999. Þegar Brian S. Mattes, sem starfað hefur hjá Vanguard Group í sautján ár, kom hingað til lands hafði hann nýverið verið í Japan. Þetta var fyrsta heimsókn hans til Islands. Hann segir að niðursveifla á hlutabréfamörkuðum heims undanfarna mánuði hafi enn og aftur kennt almenningi þá lexíu að fjárfestingum í hlutabréfum fylgi áhætta. „Það verður alltaf áhætta, en það er hægt að draga úr henni eins og frekast er kost- ur. Niðursveiflan undanfarna mánuði hefur beint sjónum manna í auknum mæli að vísitölusjóðum.“ Á að borga einhverjum lyrir að lapa? Og Brian bætír við: „Til hvers ættu menn að ráða tíl sín framkvæmdastjóra yfir verð- bréfasjóði sem skilar minni ávöxtun tíl langs tírna en markaður- inn? A að borga honum fyrir að tapa? I vísitölusjóði veist þú að þú færð sömu ávöxtun og markaðurinn. Það er málið.“ Vanguard Group var stofnað árið 1974. Stofiiandi þess var John C. Bogle. Um 11 þúsund starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Vanguard er annað stærsta verðbréfasjóðafyrirtækið í Banda- ríkjunum og þar með í heiminum, kemur nokkuð á eftír Fidelity. Það er hins vegar það verðbréfasjóðafyrirtæki sem hefur vaxið einna örast undanfarin ár. I sjóðum þess eru 51 þúsund milljarð- ar íslenskra króna. Það er svo stjarnfræðilega há tala að hún seg- ir flestum lítíð, svo erfitt er að skynja umfang hennar. Fortune leiðir að því líkum að Vanguard eigi eftír að sigla fram úr Fidelity á næstu árum en Brian vill sem minnst gera úr samanburðinum við Fidelity. Viðskiptavinirnir eiga Sjóðina Brian er spurður um þær tvær eldgömlu hugmyndir sem Fortune segir að sé lykillinn að ávöxt- un Vanguard Group, lágur kostnaður og vísitölutenging sjóða. „Lágur kostnaður við rekstur sjóðanna er lykilatriði hjá okkur. Það skiptír miklu máli hvort rekstrarkostnaður sé 2% meiri eða minni, hvort ávöxtunin sé td. 10 eða 12% á ári að jafhaði. 2% ávöxtun á ári í 40 ár þýðir að viðkomandi upphæð tvöfaldast, 1 milljón verður að 2,2 milljónum. Þetta er miklu meiri ávöxtun en flestir gera sér í hugarlund." Hann segir ennfremur að eignafyrirkomulagið að Vanguard sé einn af hornsteinum fyrirtækisins og skeri sig þannig úr gagnvart öðrum verðbréfasjóðafyrirtækjum. „Viðskiptavinirnir - sjóðsbréfaeigendur - eiga rekstrarfyrirtækið og hagnaður sem myndast af rekstrinum rennur þvi beint tíl þeirra og skilar sé i bættri ávöxtun." Verðið rík - h<egt og Sígandi Að sögn Brians skýrist hlutí af vel- gengni Vanguard undanfarna mánuði af því að sjóðir fyrirtækis- ins fjárfestu ekki mikið í netfyrirtækjum þegar sú bóla reis sem hæst og þeir njótí núna góðs af því. „Það var sagt við okkur að við værum gamaldags og varkárir þegar við héldum að okkur „Það er rétt, menn fá ekki stóra vinninginn en þeir tapa heldur ekki miklu í niðursveiflum. Menn geta svo sem farið til Las Vegas og sett allt á rautt - og haft heppnina með sér - eða reynt að ná sér í happ- drættisvinning með því að setja allt sitt fé í eitt áhættusamt fyrirtæki - og líka haft heppnina með sér. En reynslan sýnir að almenningur sigrar sjaldnast markaðinn þegar til langs tíma er litið.“ 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.