Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 66
Ef við horfum öld aftur í tímann þá hefur meðalraunávöxtun í Bandaríkjunum verið 8%, þóttsum árin hafi ávöxtun verið 30% íþlús og önnur ár hafi hún verið neikvœð um 30%. „Það er eðlilegur fylgi- fiskur verðbréfaviðskipta að taþa oft miklum þeningum. “ Reglum af þessu tagi er aðeins breytt mjög sjaldan, það tekur langan tíma að koma þeim á og því mikilsvert að vel takist til. Jón hefur verið mjög gagnrýninn á hugmyndir bankans, sem hann álítur að muni ýta undir fremur en draga úr óstöðugleika. Skoðun hans má meðal annars sjá í grein á www.riskre- search.org, heimasíðu hans. „Nýju tillögurnar miðast að því að allt eigið fé ijármálastofn- ana verði ákvarðað með áhættulíkönum, þar sem til viðbótar við hefðbundna áhættuþætti, skuldir og markaðsáhættu, er einnig tekið tillit til framkvæmda- og lausafjáráhættu. Því mið- ur virðast nýju reglugerðartillögurnar ekki vera neitt miklu betri en núverandi kerfi og að mörgu leyti verri,“ segir Jón. Gagnrýni Jóns hefur einkum beinst að tveimur atriðum í reglugerðartillögunum. „Bæði eru áhættulíkön mun verri en BIS vill viðurkenna, og þeir virðast algjörlega hafa horft fram hjá aukaáhrifum reglnanna, bæði á einstaka banka sem og hag- kerfið í heild sinni. Við erum nokkrir kollegar hér við LSE, sem erum að rannsaka hugsanlegar afleiðingar nýju reglugerðar- innar og eigum gott samstarf við Bank of England, breska ijár- málaeftírlitið, BIS og aðra sem vinna að þessum málum. Við höfum smíðað haglíkan þar sem sést svart á hvítu hvernig BIS reglurnar skaða hagkerfið. Vandamálið við gerð reglnanna er ekki það að BIS og skyldar stofnanir vití ekki hvað þau eru að gera, heldur að reglurnar eru samdar á pólitíska sviðinu en ekki því fræðilega." úr öskunni í eldinn Áhrif reglugerða á hegðun er miðlægt rannsóknarsvið í hagfræði. Jón bendir á að sú einfalda staðreynd að þungbúinn himinn hvetji fólk til að fara út með regnhlíf eigi líka við í hagfræði. „Ef þú trúir á kreppu þá reynirðu að stemma stigu við áhættunni, selja áhættusamar eignir eða kaupa trygg- ingar (e. hedges). Munurinn er sá að sú staðreynd að ég fari út með regnhlif hefur engin áhrif á líkurnar á rigningu, en ef ég FJÁRMÁL JÓN DANÍELSSON í LONDON kaupi íjármálatryggingu (hedge) hef ég bein áhrif á áhættueig- inleika markaðarins." En hver eru þá áhrif reglugerða á áhættu? „I reglulausu um- hverfi sækja sumir í áhættusamar aðgerðir, aðrir ekki, en með reglugerðum er haldið aftur af þeim áhættusæknu. Ef það er kreppa og áhættureglugerðir við lýði þá er haldið aftur af mönn- um við kaup á áhættueignum. Það eru einmitt þeir áhættu- sæknu sem draga úr áhrifum verðbréfahruns, en ef reglur halda aftur af þeim verður hrunið einfaldlega dýpra og meira langvar- andi. Þess vegna eru BIS reglurnar byggðar á röngum grunni og vanskilningi á hagkerfinu. Þeir sem semja reglurnar eru ekki tilbúnir tíl að skilja að hagkerfið er samsafn einstaklinga og regl- urnar kalla fram samskonar viðbrögð hjá þeim öllum.“ ; En er þá best að hafa engar reglur? Hér svarar fræðimaður- inn því til að það sé pólitísk ákvörðun og þá spurningu vilji hann ekki ræða. „Málið er ekki hvort það eigi að vera reglur eða ekki, heldur hvernig kerfið eigi að vera svo það virki sem best. Reglukerfið þarf að taka tillit til áhrifanna sem það hefur. Núverandi kerfi magnar hagsveiflur og nýja kerfið mun gera það enn frekar, en það getur ekki verið tilgangurinn. Við viljum að viðkomandi yfirvöld taki sér lengri tíma til að íhuga nýju reglurnar. Þeir sem ráða nýju reglunum eru seðlabankastjórar stærstu hagkerfanna og stjórnendur stærstu bankanna svo reglurnar eru sniðnar að hagsmunum þessara aðila. Þær henta ekki hagsmunum meðalstórra banka og heldur ekki hagkerf- inu í heild. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að það verði farið úr öskunni í eldinn.“ Kerfi sem matjnar kreppu Island er að sjálfsögðu ekki undan- þegið alþjóðlegum reglum um eigið fé banka. Jón bendir á að það verði erfitt fyrir Island, líkt og fleiri, að beita reglunum, því lítið sé vitað um áhættuna og það kreljist mikilla upplýsinga um eðli markaðarins. Til þess að meta aðstæður og framfylgja regl- unum þurfi bankarnir sérhæft og dýrt starfsfólk. Vandinn fyrir hið opinbera sé hinn sami: Það þurfi dýrt starfsfólk. „Nýja kerfið hentar allra stærstu bönkunum og jafnvel fyrir meðalstórt Evrópuríki er erfitt að framfylgja nýju reglunum, hvað þá minni ríki. Það eru aðallega Bandaríkin, Bretland og Japan, sem hafa áhrif á reglurnar, sem önnur iðnriki þurfa síð- an að framfylgja,“ segir Jón. í stórum dráttum beinist áhugi Jóns að því hvað gerist í kreppu, ekki ffá degi til dags, heldur að 1 fjármálahreyfingum við aðstæður eins og í skandinavísku kreppunni í kringum 1990, Asíukreppunni og hliðstæðum at- burðum. Athyglin beinist þar að samspili reglugerða og sam- dráttar, hvort reglugerðir magni eða dragi úr samdrætti. Alykt- un hans er að fleiri reglur nú en áður, og sérstaklega aukin notkun áhættulíkana, magni samdrátt og nýja kerfið um eigið fé banka muni gera horfurnar enn verri. En hvaða augum lítur kreppusérfræðingurinn aðstæður nú þegar svo margir tala um samdrátt og komandi kreppu? „Ef við lítum átján mánuði aftur í tímann þá má sjá að það var mikill hagnaður og hagsagan kennir okkur að þegar hagnaður er mikill þá er áhættan líka mikil. Ef við horfum öld aftur í tímann Kerfi sem magnar kreppu Jón hefur verið mjög gagnrýninn á hugmyndir Bank of International Settlements, BIS, um nýjar reglur um eigið fé banka. Þeim er ætlað að hindra að bankakerfið hrynji þegar áföll ganga yfir. Jón álítur að nýju reglurnar muni ýta undir fremur en draga úr óstöðugleika. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.