Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 28
Skrifað undir samning milli HI og Landspítala-Háskólasjúkrahúss þ. 10. maí sl. F.v: Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Magnús Pétursson, framkvæmdastjóri Landsþítala-Háskólasjúkrahúss, Páll Skúlason háskólarektor og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. „Vandinn í þessu er sá aö þetta er oft líkast því sem verið sé að aka rútu á fullri ferð. Þá er hætt við að ekki iíði öllum jafn vel í rútunni. Þðtt sumir sáu sáttir og skemmti sér hið besta eru aðrir með hnút í maganum og svo eru sumir sem hreinlega hristast af bílnum. Aðrir eru ráðvilltir eða ósáttir við akstursmátann. Við því er að búast að árekstrar verði þegar svo hratt er ekið og þegar við bætist að bílstjórinn er ekki alltaf með það á hreinu hvert ekið er gerir það vandamálið enn stærra," segir Reynir Tómas Geirsson kvensjúkdómalæknir. ef við ætlum að færa okkur frá þessari gömlu 38. grein þá verði það gert með því að prófessorarnir verði sviðsstjórar í viðbót við það sem þeir gerðu fyrir, bættu sviðstjórninni á sig og deildu svo út verkefnum til annarra samstarfsmanna. Þetta er reyndar víða gert á spítalanum nú, þótt það geti verið mjög mikil vinna að hafa bæði með höndum stjórnun sviðs og halda nútímalegum dampi í kennslu og rannsóknarvinnu. Hins veg- ar gæti stundum verið betra að mynda þrískipta stjórn sem ynni vel saman og væri skipuð sviðsstjóra lækninga, sviðstjóra hjúkrunar og svo háskólatengdum starfsmanni sem væri bæði forstöðulæknir og prófessor. Það hefur spítalastjórnin átt svolítið erfitt með að að sætta sig við, en vonandi breytist það og þeir sjá að í aðild háskólamannsins að stjórnun felst styrk- ur. I nýju samningunum, sem verið er að gera milli spítalans og háskólans, er í reynd talað um að ekki sé hægt að slíta sundur rannsóknir og vísindi, kennslu og rekstur.“ Ekið á fuliri ferð „I þessu sameiningarferli hefur þess ekki alltaf verið nægjanlega gætt að samráð sé á milli háskólans og spítalans að öllu lejdi og farið hefur verið út í það að sameina og sundra án nægjanlegrar umræðu eða yfirsýnar. Á ýmsum deildum hafa komið upp erfiðar stöður, t.d. á krabbameins- deildunum þar sem í stað þess að sameina var ákveðið að bæta við ákveðinni sundrunaraðgerð. Þar var gerð breyting sem margir eru verulega ósammála um og hefur valdið aug- ljósum vandkvæðum sem enn er ekki búið að leysa,“ segir Reynir Tómas. „Þarna geta yfirmenn spítalans notað sér þekkingu háskólamanna til að finna leið til sátta. Víða hefur þó tekist góð sátt um sameiningartillögur þrátt fyrir að farið hafi verið í breytingar með miklum hraða. Vandinn í þessu er sá að þetta er oft líkast því sem verið sé að aka rútu á fullri ferð. Þá er hætt við að ekki líði öllum jafn vel í rútunni. Þótt sumir séu sáttir og skemmti sér hið besta eru aðrir með hnút í maganum og svo eru sumir sem hreinlega hristast af bíln- um. Aðrir eru ráðvilltir eða ósáttir við akstursmátann. Við því er að búast að árekstrar verði þegar svo hratt er ekið og þeg- ar það bætist við að bílstjórinn er ekki alltaf með það á hreinu hvert ekið sé, þá gerir það vandamálið enn stærra. Margt af því sem gert hefur verið er þess eðlis að mér finnst að spítala- stjórnin hefði átt að leggja markmiðin fyrir hlutaðeigandi og spyija svo starfsmennina að því hvernig best væri að fara að því að ná þeim markmiðum. Nota hið lýðræðislega ferli sem alltaf gefst best og leyfa starfsmönnunum í krafti sérþekking- ar sinnar á viðkomandi fagsviði að segja til um bestu leiðina. Stundum hefur hinsvegar lítið eða ekkert verið látið uppi um fyrirhugaðar framkvæmdir fyrr en að þeim kom og engu varð þokað þótt öll skynsemdarrök hnigu í aðra átt. Margir af kol- legum minum eru t.d. mjög ósáttir við þá framkvæmd að fella félagsráðgjöf á öllum spítalunum undir eitt svið án þess að taka tillit til röksemda þeirra sem á móti því voru og svara þeim tæpast. Á kvennadeild eru til að mynda ákaflega sér- hæfðir félagsráðgjafar sem unnið hafa hér í fjölda ára. Þessir félagsráðgjafar telja sig starfsmenn þessarar deildar og vilja vera hluti af heildinni áfram. Við á þessu sviði viljum halda því að vera eitt svið og viljum ekki láta skera af okkur þennan handlegginn eða hinn. Því meira sem við fáum að starfa sem ein heild, því betra er það fyrir starfsemina.“ Kostirnir Reynir Tómas segir það langoftast góðan kost að sameina ef um tvær litlar einingar sé að ræða því það sé vont að vera með tvítekningar. „Það er ekki raunhæft að tveir spít- alar í lítilli höfuðborg í litlu landi geti verið að keppa sín á milli,“ segir hann. „Betra er að hafa sérgreinar saman á ein- um stað og nýta tæki og aðstæður, færni, þekkingu og mann- afla sem best. Það liggur í augum uppi að betra er að sam- eina og nota það fé og fólk sem til er á einum stað en tveim- ur - úr því fæst mikil hagræðing. Kvennadeildin er gott dæmi um að vel var hægt að komast af með eina deild án þess að 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.