Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 50
ÖRYGGIÐ Á NETINU ■v -S' •' Ef villan er í nafnamiðlara getur hakkari náð valdi á tölvunni og þar með léni viðkomandi fyrirtækis. Sem dæmi um alvarleika málsins má taka bankalén. Ef hakkari nær valdi á léni bankans getur hann beint viðskiptavin- um bankans inn á rangan miðlara, sem lítur út á svipaðan hátt og heimasíða viðkomandi banka, og villt um fyrir þeim þannig að þeir láti af hendi notandanafn, aðgangsorð og slíkar upplýsingar. Eftir það er leikur einn fyrir hann að svíkja út peninga á Netinu. FV-myndir: Geir Ólafsson / Islensk Jyrirtæki eru vel á verði hvað öryggi í nafnamiðlun á Netinu varðar. Könnun, sem hug- húnaðarfyrirtækið Menn og mýs vann fyrir Frjálsa verslun, sýnir að einungis þrjú fyrirtæki af 100 styðjast við óöruggan nafnamiðlara. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Hugbúnaðarfyrirtækið Menn og mýs, sem sérhæfir sig í nafnamiðlunarhugbúnaði, hönnun, ráðgjöf og kennslu, tók að sér að kanna öryggi nafnamiðlara 100 fýrirtækja á Islandi. Fijáls verslun tók saman lista yfir fyrirtækin, tæp- lega 60 fyrirtæki sem eru skráð á Verðbréfaþingi og eiga það sameiginlegt að vera með starfsemi á Netinu, auk ríflega 20 netverslana, nokkurra hýsingarfyrirtækja eða kerfisleiga, helstu ijármálafyrirtækjanna í landinu og fjögurra stórra fýr- irtækja sem fara með viðkvæmar upplýsingar um einkahagi einstaklinga. Ekki var um neitt innbrot að ræða. Starfsmaður Manna og músa sendi einfaldlega fyrirspurn um útgáfunúm- er DNS miðlarans á lén viðkomandi fyrirtækja og fékk svar til baka. Könnunin leiddi svo í ljós að staðan er mjög góð hvað nafnamiðlunina varðar. Einungis þrjú fyrirtæki á listanum styðjast við óöruggan nafnamiðlara af gerðinni BIND v.8.2.2., þar af eru tvö fyrirtækjanna á Verðbréfaþingi og eitt er net- verslun. Staðan er því afar góð hjá þessum fyrirtækjum hvað nafnamiðlunina varðar, ekki síst þar sem starfsmaður Manna og músa lét fýrirtækin þrjú vita og búast má við að hugbún- aðurinn hafi verið uppfærður. A valdi hakkara „Fyrir ijórum mánuðum fannst villa, sem felst í því að hugbúnaður, sem stór hluti fýrirtækja á Netinu nýtir sér til að tengja sig við Netið, er gallaður. Þegar þessi villa er iýrir hendi geta einhverjir utanaðkomandi náð valdi á tölvunni og þar með léni viðkomandi fyrirtækis. Það getur haft afar slæmar afleiðingar. Við getum tekið bankastofnun sem dæmi. Ef einhver nær valdi á léni bankans getur hann beint viðskiptavinum bankans inn á rangan miðlara, sem lítur út á svipaðan hátt og heimasíða viðkomandi banka, og villt um fýrir þeim þannig að þeir láti af hendi notandanafn, að- gangsorð og slíkar upplýsingar. Þessar upplýsingar er svo hægt að nota til þess að tæma reikninga viðskiptavinanna," Alvarlegasta öryggisveilan Villa fannst í nafnamiðlaranum BIND v.8.2.2. í byrjun ársins og var þar um að ræða eina alvar- legustu öryggisveilu sem komið hefur upp á Net- inu. Þessi villa gerði að verkum að tölvuhakkarar gátu búið til eftirlíkingu af vefsíðum, gripið glóð- volga viðskiptavini á leið inn á heimasíður við- komandi fyrirtækja og svikið út úr þeim korta- númer, reiknings- og leyninúmer í banka og aðrar mikilvægar persónuupplýsingar. segir Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfýrir- tækisins Manna og músa. Fyrirtæki virðast almennt ekki vel vakandi hvað öryggi í DNS-uppsetningum varðar. Það vakti t.d. mikla athygli í byrj- un ársins þegar heimasíður Microsoft fýrirtækisins lágu niðri í næstum því heilan sólarhring. Því olli galli í DNS-uppsetn- ingu fyrirtækisins. Könnun Manna og músa leiddi í ljós að 50 o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.