Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 14
Rex og Susan Mongold með íslensku fjárhundunum Ely og Ike við jjár- flutningabíl býlisins. FRÉTTIR býli, rækta garð, byggja hús, hlöðu, útihús og girðingar og því ákváðu þau að kaupa gamalt. Eftir mikla leit fundu þau einmitt rétta býlið skammt fýrir utan Miles borg í Montana. En hvern- ig átti búskapurinn að vera? Susan segir frá því á heimasíðu býl- isins, www.icelandicsheep.com, að þau hafi snemma gert sér ljóst að þau yrðu að búa með litla grasætu, sem hún gæti séð ein um, þvi að Rex sé ekki mikið fýrir dýr þó að hann sé frábær vélamaður, smiður og þúsundþjalasmiður. Sauðkindin uppfýllti þessi skilyrði en hvaða kyn átti að velja? Það var úr vöndu að ráða. Susan kannaði málið vandlega og einhvern veginn tókst henni að grafa upp nafnið á Stefaníu Sveinbjarnardóttur-Dign- um, bónda í Kanada. Frá henni fékk hún allar upplýsingar um íslensku sauðkindina og lét heillast. Forystusauðir Hún lýsir íslensku sauðkindinni í mörgum fögrum orðum og telur greinilega að þar sé kominn hinn full- komni búfénaður sem eigi fullt erindi til bænda í Bandaríkjun- um. Hún bendir á að aðeins sterkustu og vitrustu dýrin hafi lifað af í villtri náttúru Islands. Islenska sauðkindin hefur að- eins örfáum sinnum verið flutt til Bandaríkjanna og er þar því nánast óþekkt. Susan og Rex eru með 150 ær, 100 gimbur, 30 Islenskt sauðfé í Villta vestrinu Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur etta hefur gengið frábærlega. Islenska sauðkindin er enn mjög sjaldgæf í Bandaríkjunum og flestir Bandaríkjamenn hafa ekki einu sinni séð íslenska kind en þeir sem hafa kynnst henni likar hún mjög vel. Lambakjötinu hefur verið vel tekið og þeir sem spinna eru mjög hrifnir af ullinni. Við eigum ekki í neinum vandræðum með að selja ullina, kjötið eða aðrar afurðir. Eg sel kjötið hér á svæðinu og eitthvað af því í gegnum Netið. Kjötmarkaðurinn á Netinu fer ört vaxandi með hveiju ár- inu sem líður en vandamálið er að flylja kjötið um langan veg. Kjötið þarf að flytja mjög hratt og flutningarnir eru svo dýrir að flutningskostnaðurinn verður jafnhár og verðið á kjötinu. Það er því algjör lúxus þegar kjötið er keypt á þennan hátt Hér á svæð- inu hefur kjötinu verið vel tekið og ég sel allt kjöt í gegnum markaðinn sem við bændurnir hér erum með á okkar snær- um,“ segir Susan Mongold, bóndi á Tongue River Farm, býli í Montana í Bandaríkjunum. Sauðkindin er litrík og falleg Susan og eiginmaður hennar, Rex, seldu býlið sitt í Nevada fýrir nokkrum árum og tóku sér eitt ár í að ferðast um vest- urríki Bandaríkjanna og ákveða hvað þau vildu gera við árin eftir fimmtugt. Þau útilokuðu strax líkamlega erfiða vinnu. Þau vildu hefla búskap sem krefðist mikillar skipulagningar og hugsunar, göngu, lítils vélakosts og þá einna helst léttra handverkfæra og raf- magnsgirðinga sem auðvelt væri að færa til. Þau vissu af reynslunni hve langan tíma það tekur að byggja upp hrúta og 30 lambhrúta á býli sínu og til slátrunar fara um 150 lömb á ári. Dýrunum er slátrað í sláturhúsi sem hefur verið skoðað og vottað af bandarískum yfirvöldum. Kjötinu er pakkað í lofttæmdar plastumbúðir þannig að það fer betur í frysti. Allt kjöt er selt fryst. - Hverjir kaupa af yltkur? „Spunafólk kaupir ullina. Hornin eru keypt af þeim sem hafa áhuga á að búa eitthvað til úr þeim. Gyðingar búa t.d. til horn sem þeir nota í trúarlegum at- höfnum. Handverksfólk notar hornin til ýmiss konar fram- leiðslu. Ullin er notuð í ýmislegt, s.s. fatnað og teppi. Fólk hef- ur samband við okkur í gegnum Netið svo að ég veit ekki ná- kvæmlega í hvað þetta er notað eða hvaða hópar þetta eru,“ svarar Susan Mongold. - Hvernig er verðið? „Verðið á ullarbandi er sambærilegt við verð á ullarbandi frá Islandi. Kjötið er selt á sambærilegu verði og innlent lambakjöt en það ætti að vera hærra því að það er miklu bragðbetra. Það mun smám saman hækka í verði þegar eftirspurnin eykst og fólk upp- götvar hve gott það er. Vandamálið er að flestir hér hafa smakkað lambakjöt frá Astralíu eða innlent lambakjöt. Inn- lenda lambakjötið er mjög bragðsterkt og lyktar illa og fólki likar það alls ekki. Eg hef því orðið að fræða fólk um þetta lambakjöt. Fólki sem heldur að það borði ekki lambakjöt finnst hið íslenska mjög gott þegar það hefur smakkað það. Eg er því að fara í gegnum nokkurs konar endurmenntunarferil með kjötið mitt,“ segir Susan. 33 Susan Mongold í góðum félagsskap. Myndir úr einkasafiii 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.