Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 67
FJÁRMÁL JÓN DANÍELSSON 1 LONDON þá hefur meðalraunávöxtun í Bandaríkjunum verið 8%, þótt sum árin hafi ávöxtun verið 30% í plús og önnur ár hafi hún ver- ið neikvæð um 30%. „Það er eðlilegur fylgifiskur verðbréfavið- skipta að tapa oft miklum peningum." íslenskir fjölmiðlar brugðust Á íslandi má segja að hluta- bréfamarkaðurinn sé ný uppgötvun. Fyrir ijórum árum talaði varla nokkur maður um hlutabréfakaup. Þegar góðærið stóð sem hæst var varla hægt að koma á hárgreiðslustofu án þess að fá ábendingar um góð hlutabréf til kaups. En Jón bendir á að um leið hafi íslendingar heldur ekki mikla reynslu af hluta- bréfaviðskiptum. „Fólk virtist ekki átta sig á að hlutabréfaviðskipti eru áhættuviðskipti. Það þótti sjálfsagt að einstaklingar tækju lán til hlutabréfakaupa, og dæmi eru um að ijölmiðlar hafi hvatt til hins sama. Eg er hræddur um að almenningur hafi ekki feng- ið rétta mynd af eðli verðbréfaviðskipta. Hlutabréfakaup eru langtímaijárfesting og ef hagnaðurinn eftir nokkra áratugi er að meðaltali 8% á ári þá er það góð ijárfesting.“ En hver á að uppfræða fólk? Hlutverk bankanna er breytt og þeir eru ekki lengur aðeins staður til að geyma fé, heldur selja þeir íjárfestingarafurðir, eins og hlutabréf, þar sem þeir bæði ráðleggja og selja. Jón álítur þó ekki að bankarnir hafi neina sér- staka upplýsingaskyldu. „Bankarnir eru sölumenn og þeir eru ekki sérstaklega skyldugir til að upplýsa. Hins vegar álít ég að fjölmiðlarnir hafi upplýsingaskyldu." Skýringin er að mati Jóns sú að á íslandi vanti reynslu af hlutabréfaviðskiptum. Þar hefur aðeins verið ein uppsveifla effir að fólk fór að kaupa hlutabréf í stórum stfl. Bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi muna menn margar uppsveiflur og margar kreppur. „Eðli markaðarins er alls staðar eins,“ hnykkir Jón á. Jaftivel þó að Steingrímur Her- mannsson hafi haldið þvi fram að lögmál markaðarins gildi ekki á íslandi þá er það ekki rétt. Dæmi eru um að starfsmenn ís- lenskra banka hafi hvatt fólk til að taka lán til hlutabréfakaupa og það er óábyrgt.“ En að hvaða marki eiga söluaðilar að vara við? „Það er til nóg af upplýsingum um áhættuna, nóg af bókum og tímaritum um þau efni, svo það er varla hægt að tala um upplýsingaskort. Ef fólk er gráðugt þá er ekkert sem stöðvar það, en fjölmiðlar og neytendasamtök eiga að fræða fólk um áhættuna. Það er reyndar heldur ekki bönkum í hag að fólk taki of mikla áhættu, því það er kostnaður fýrir þá. Þetta er spurning um traust: Hvort treystir maður betur 23 ára sölumanni með sleikt hár og í rándýrum jakkafötum eða ábyrgum fjölmiðli? En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að kenna neinum einstökum aðila um. Hér fór saman reynsluleysi, bæði ijölmiðla, banka, al- mennings og yfirvalda, sem þekktu aðeins uppsveiflu á mark- aðnum en ekki samdrátt.“ Markaður með innbyggða bjartsýni Einn af þeim geirum, sem hafa blásið gríðarlega út í uppsveiflunni undanfarið er síma- og samskiptageirinn. En líkt og vonirnar voru glæstar þá eru áhyggjuraddirnar nú áberandi. Jón tekur undir að síma- markaðurinn sé erfiður. „Símafyrirtækin tóku ákvarðanir, sem reyndust rangar eftir á, ekki síst varðandi þriðju kynslóð far- síma. Markaðurinn tók veðmáli, sem féll. Það er vont fyrir þá sem áttu hlutabréfin og á endanum verða það eigendur þeirra sem bera kostnaðinn. Þetta er miklu mettaðri markaður en menn hafa haldið og ekki hægt að búast við að hann vaxi enda- laust um þijátíu prósent á ári.“ Bjartsýni, sem nálgast óðabjartsýni, virðist oft einkenna markaðinn, en Jón álítur það að vissu leyti byggt inn í hann. „Fyrirtækin reyna alltaf að auka verðmæti hlutabréfa sinna, því annars falla hlutabréfin í verði og yfirmennirnir missa stöðuna. Fyrirtæki eru ýmist skammsýn eða langsýn og það er í raun ekkert betra að vera langsýnn, því um leið er hætta á að vand- inn verði langtímavandi líkt og tilhneiging er til í Japan og sums staðar í Evrópu. Hér eru íýrirtæki skammsýn. En fyrir- tæki, sem taka ekki áhættu, eru ekki til. Sumir vinna, aðrir tapa, en það er ekki samfélagslegt vandamál." En þegar fyrirtæki þurfa að segja upp starfsfólki eins og nú getur að lesa daglega á viðskiptasíðunum getur tap fyrirtækja óneitanlega orðið samfélagslegur vandi, eða hvað? Jón tekur ekki undir það sjónarmið, heldur bendir á að þessi störf væru ekki til ef fyrirtækin hefðu ekki skapað þau. Hér skipti önnur atriði máli. „Ein helsta ástæðan fyrir því að það er lítið atvinnu- leysi á íslandi er vísast að það er auðvelt að segja upp fólki þar. Það er tvímælalaust betra og skapar fleiri störf að vinnulöggjöf- in sé sveigjanleg.“ En Jón álítur þó ekki að ríkið hafi engu hlutverki að gegna. „Hlutverk þess er að vera sá aðili sem smiðar reglur hagkerfis- ins. Á íslandi er ríkið enn með puttann í öllu, hvort sem er heil- brigðismál eða menntun. í dag myndi enginn búa til svona kerfi. Hveijum dytti í hug að setja upp ríkisrekið dagblað - og af hveiju á þá frekar að vera með ríkisrekið sjónvarp, útvarp, spítala og skóla? Best rekni hlutinn af íslenska heilbrigðiskerfinu er sá hluti, sem er utan spítalanna, eins og Krabbameinsfélagið og Hjartavernd, sem eru gríðarlega virðingarverðar stofnanir og sýna hvað er hægt að gera með markaðslausnum. Það vantar því miður hliðstæður í skólakerfinu. Ein helsta ástæðan fyrir því að Ríkisútvarpinu gengur vel í samkeppninni er að það getur feng- ið fólki stungið inn í fangelsi ef það borgar ekki fyrir reksturinn." En hvað þá með þjóðfélagsumhyggju og aðstoð við þá sem ekki standa sig? Jón bendir á að hér sé mikilvægt að gera greinarmun á því hvort ríkið sjái um þjónustuna eða greiði fyr- ir hana og fái aðra til að framkvæma hana. „Þetta eru tveir að- skildir hlutir. Hvort ríkið greiðir svo fyrir þjónustuna eða nið- urgreiðir hana er pólitísk spurning sem er allt annars eðlis.“ Einhver heyrir kannski örla á frjálshyggjutóni. Þótt Jón hafi lagt pólitíkina á hilluna segist hann hafa styrkst í skoðunum af þvi sem hann hefur lært í hagfræðinni. „Besta skipulagið er markaðurinn. Ríkið hefur ekki burði til að skipuleggja allt. Markaðurinn vinnur betra starf en ríkið getur gert og hagffæð- in hefur kennt mér að skilja eðli hagkerfisins og af hveiju það virkar eins og það gerir. En frjálshyggjan hefur líka orðið við- tekin skoðun, svo ég telst ekki lengur öfgamaður.“ SS Ábyrgð fjölmiðla Það er reyndar heldur ekki bönkum í hag að fólk taki of mikla áhættu, því það er kostnaður fyrir þá. Þetta er spurning um traust: Hvort treystir maður betur 23 ára sölumanni með sleikt hár og í rándýrum jakkafötum eða ábyrgum fjölmiðli? 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.