Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 71
FEIMNISIVIÁL VIÐ RÁÐNINGflR ekki bara út af barneignum. Tímarnir eru breytt- ir. Barneignir eru oft skipulagðar hjá fólki í ábyrgðarstöðum og því hef ég orðið vör við að konur ráða sig síður í störf þar sem kæmi sér illa ef viðkomandi myndi hverfa á brott um lengri tíma, ef slík mál eru á dagskrá. Reyndar hefur það aukist á síðari árum að konur um fertugt eignist börn engu síður en þær yngri.“ Fer eftir aðstæðum Starfsmenn stéttarfélaganna verða hins vegar í vaxandi mæli varir við að kon- ur séu spurðar um fyrirhugaðar barneignir og tel- ur Elías Magnússon, starfsmannastjóri hjá VR, að það hafi færst í vöxt á undanförnum misserum að þessi spurning sé lögð fyrir konur. Það merkir hann af því að konur hafa í auknum mæli sam- band við félagið vegna þess að þeim hafi þótt sér misboðið með svo persónulegum spurningum um einkahagi. Hann segir að konur velti fyrir sér hvort þessar spurningar séu eðlilegar, hvort þeim beri að svara og þá á hvaða lund sé réttast að gera það. Elías kveðst ráðleggja konum að svara á heiðarlegan og hreinskilinn hátt, sérstaklega ef þær eru þungaðar, en auðvitað verði þær alltaf að taka tillit til aðstæðna hveiju sinni. Olafur Jón Ingóljsson, starjsmannastjóri hjá Sjóvá-Almennum. „I eina skiptið sem ég hefrætt þessa hluti við kvenmann var þegar égfyrirhugaði að senda konu í þjálfun- arbúðir til Ameríku vegna verkefnis sem átti að standa yfir í meira en eitt ár. Viðkom- andi var á góðum aldri, barnlaus og í sambúð ogþvífannst mér eðlilegt að rœða þetta oþinskátt við hana. “ - Þú mælir þá með því að kona segi það hreint út ef hún ætlar að koma sér fvrst fyrir í vinnu og eignast svo barn eftir td. tvö ár? „Ég held að í því tilfelli skerði hugsanlega hrein- skilið svar möguleika konunnar á að hreppa starf- ið og það verður hún að meta líka. Ég er ekki sannfærður um að konan eigi endilega að svara þannig því að margt getur gerst á tveimur árum. Mér finnst í sjálfu sér í lagi að spurningin komi fram en það er einstaklingsbundið hvort og hvernig á að svara. Konur eru ekki skyldugar að svara spurn- ingunni því að þetta er einkamál hverrar konu,“ svarar hann. Þjálfunin borgar Sig ekki Menntun getur skipt talsverðu máli hvað spurninguna um fyrirhugaðar barneignir varðar og er hugsanlegt að spurningin sé oftar lögð fyrir lítið menntaðar konur en menntakonur. Þær síðarnefndu hafa lagt í mikla ijár- festingu með menntun sinni og hyggjast þvi oft halda sig á vinnumarkaði eftir barneignir. I slíkum tilfellum hverfa konurn- ar gjarnan á brott í skamman tima og segir Ólafur Jón að fyrir- tækin séu tilbúin til að bíða í þann tíma, minni líkur séu á að fyr- irtæki missi starfskrafta háskólagenginna kvenna og þvi sé spurningin síður lögð fyrir þær. Meiri hætta sé hins vegar á því að minna menntaðar konur hverfi alfarið úr fyrirtækinu eða af vinnumarkaði og þvi séu þær kannski frekar spurðar að þessu. í sumum tilfellum borgi sig ekki að þjálfa þær upp í starfið ef þær hverfa fljótlega á braut og koma ekki aftur. Spurningin um fyrirhugaðar barneignir er „tabú“, eins og áður hefur komið fram, en starfsmannastjórarnir, sem Fijáls verslun ræddi við, útiloka ekki að spurningin sé lögð fyrir vel menntaðar konur sem sækjast eftir ábyrgðar- og stjórnunarstörfum. Karlar verði líka spurðir! Með nýjum lögum um fæðingarorlof karla má búast við að karlar verði í jafn miklum mæli spurðir um fyrirhugaðar barneignir því að atvinnurekendur gera sér grein fyrir að karlar eiga rétt á sínu barns- burðarleyfi eða þurfa að vera heima vegna barna í jafn miklum mæli og konur. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.