Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 42
BflUGSVELDIÐ ÞENST ÚT haust hætti hann hjá Olís eftir skamma dvöl og réðst til Baugs sem framkvæmdastjóri Lyfjabúða sem á þeim tíma ráku lyijaverslan- ir undir heitinu Apótekið. Um áramótin sam- einuðust Lytjabúðir og Lyija undir heiti Lyiju og er Arni þar nú stjórnarformaður. Mikið mæðir á Arna Pétri núna í hlutverki fram- kvæmdastjóra matvörusviðs Baugs því undir hans svið heyra Bónus, Nýkaup, 10-11, Að- föng og verslanir Lyiju. Skemmtileg mynd í vöruskemmunni. Frá vinstri: Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jón Scheving Thorsteinsson, framkvœmdastjóri þróunarsviðs, Jón Björnsson, framkvæmdastjóri sérvörusviðs, Arni Pétur Jónsson, framkvœmdastjóri matvörusviðs, og Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs, sem situr við stjórnvölinn í lyftaranum og er tilbúinn til að lyfta félögum sínum upþ. JÓn flsgeir Jóhannesson En lítum betur á feril iimmmenning- ana í framkvæmdastjórn Baugs. Jón Asgeir Jóhannesson, for- stjóri félagsins, er 33 ára að aldri og hefur um nokkurt skeið ver- ið einn af nafntoguðstu mönnum viðskiptalífsins. Hann útskrif- aðist úr Verslunarskóla íslands árið 1989 og stofiiaði Bónus það sama ár ásamt föður sínum, Jóhannesi Jónssyni. Afar lítið bar á Jóni Asgeiri út á við fyrir hönd Bónuss fyrstu árin - þar var faðir hans í aðalhlutverkinu. Það breyttist hins vegar um mitt árið 1998 þegar ijárfestingarfélag Bónusijölskyldunnar, Gaumur, keypti, með Kaupþingi og FBA, iyrirtækin Hagkaup, Nýkaup og helminginn í Bónusi og úr varð risinn Baugur. Jón Ásgeir varð forsdóri Baugs en Jóhannes, faðir hans, dró sig út úr sviðsljós- inu og stjórnar hann Baugi núna meira úr fjarlægð sem einn helsti eigandi iyrirtækisins og maðurinn sem tendraði eldana iyrir þrettán árum og hóf ævintýrið ásamt ijölskyldu sinni. JÓn Björnsson Jón Björnsson, 32 ára, fram- kvæmdastjóri sérvörusviðs Baugs, vakti iýrst athygli í viðskiptalífinu iýrir um níu árum sem markaðsstjóri Nóa-Síríusar. Hann var síðan framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara á árunum 1995 til 1996 er hann tók við sem innkaupastjóri Hagkaups. Á árinu 1998 varð hann fram- kvæmdastjóri Hagkaups og nú liggur leið hans í starf framkvæmdastjóra sérvörusviðs Baugs. Þess má geta að Hagkaup, Útilíf, Debenham, Arcadia á Islandi og Arcadia á Norðulöndum heyra undir sérvörusvið Baugs sem Jón stýrir. Jón er menntað- ur í stjórnun frá Rider University, New Jersey í Bandaríkjunum. Jón Scheving Thorsteinsson Jón Scheving Thorsteinsson, 38 ára, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Baugs, vakti fyrst at- hygli í viðskiptalífmu fyrir ijórtán árum er hann varð fram- leiðslustjóri Sólar. Hann varð síðan verksmiðjustjóri Sólar og meðeigandi þar árið 1994 og síðan markaðsstjóri á árunum 1996 til 1997. Jón er sonur Davíðs Scheving Thorsteinssonar, eins kunnasta manns í íslensku viðskiptalífi undanfarna ára- tugi. Hann varð markaðsstjóri Hagkaups árið 1997 og síðan framkvæmdastjóri þróunarsviðs Baugs um mitt árið 1998. Jón er stærðfræðingur og með meistarapróf í aðgerðagrein- ingu frá Stanford háskóla í Kaliforníu. Tryggvi Jónsson Tryggvi Jónsson, 46 ára, aðstoðarforstjóri Baugs, var um árabil einn þekktasti endurskoðandi landsins. Hann var einn af eigendum KPMG Endurskoðunar hf. og kom það verulega á óvart þegar hann söðlaði skyndilega um og hóf störf sem aðstoðarforstjóri Baugs um mitt árið 1998. Því starfi hefur hann gegnt síðan. Auk þess að vera aðstoðarforstjóri Baugs annast hann ijármálastjórn fyrirtækisins. Tryggvi varð viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands árið 1981 og hlaut lög- gildingu sem endurskoðandi árið 1984. flrni Pétur Jónsson Árni Pétur Jónsson, 34 ára, viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands, komst nokkuð ungur í sviðs- ljós viðskiptalífsins er hann varð framkvæmdastjóri Skipaaf- greiðslu Jes Zimsen fyrir um tíu árum. Hann gegndi síðan starfi forstjóra Tollvörugeymslu Zimsen frá 1996 til 2000. Snemma á síðasta ári réð hann sig til Olís og tók þar við starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs heildsölu Olís. En í íýrra- Baugur í sviðsljósi fjölmiðla Óhætt er að segja að fá fyrir- tæki hafi verið eins mikið í sviðsljósi ijölmiðla undanfarnar vikur og Baugur. Eftir að Baugur eignaðist 20,1% í Arcadia Group plc og meirihlutann í Bonus Stores Inc. í Bandaríkjun- um, eignarhaldsfélags Bonus Dollar Store og Bill's Dollar Store, stefnir í að fyrirtækið verði það langstærsta hérlendis, með áætlaða veltu upp á um 114 milljarða á þessu ári. Þetta skiptist þannig að um 30 milljarða velta kemur frá Baugi hér- lendis, 30 milljarðar frá Bonus Stores Inc. í Bandaríkjunum og 54 milljarðar frá Arcadia Group plc í Bretlandi sem veltir um 250 milljörðum á þessu ári. Hlutdeild Baugs í áætluðum 6 milljarða króna hagnaði Arcadia fyrir skatta á yfirstandandi rekstrarári verður um 1,2 milljarðar. Þessi stökkbreyting íýr- irtækisins á sér ekki hliðstæðu hérlendis. Ekkert íslenskt fýr- irtæki hefur áður farið í kaup á hlutabréfum í erlendum fýrir- tækjum með jafn stórtækum hætti og nær fjórfaldað veltu sína á einu bretti, hvað þá þegar verið er að tala um veltu úr um 30 milljörðum í 114 milljarða. Það er, og verður alltaf, erfitt að stýra stórum fyrirtækjum erlendis frá íslandi. Vissulega má ekki horfa fram hjá því að veruleg reynsla og viðskiptatengsl á alþjóðlegum vettvangi eru núna fyrir hendi innan Baugs - bæði í rekstri verslana og í fjárfestingum. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.