Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 18
SÉRFRÆÐINGflR 5Pfl í SPILIN
Spumingin tilJóhanns Inga Gunnarssonar síúfræðings er þessi:
Oft er sagt að sálræni þátturinn geri gæfumuninn varðandi árangur í
íþróttum. Hvað erþað sem afreksmenn á heimsmælikvarða í íþróttum hafa
fram yfirgóða íþróttamenn? Hver er munurinn á sigurvegurum ogþeim
næstbestu, hvort heldur í íþróttum eða viðskiptalifinu?
Hafa sjálfstraust. sýn
og ögrandi markmið
Jóhann Ingi Gunnarsson
sálfræðingur. Hugarfarið
skiptir miklu máli og hver
og einn verður að bera
ábyrgð á því hvernig
honum líður. Jákvæðni
einkennir alla sem standa í
fremstu röð. „Þegar
eitthvað fer úrskeiðis þá
kenna þeir ekki öðrum um
eða byrja að setja fram
afsakanir heldur líta í eigin
barm og spyrja sjálfa sig
að því hvað þeir geti gert
betur, hvað þeir ætla að
gera öðruvísi næst.“
Mín reynsla er sú að það megi heimfæra
einkenni þeirra, sem ná langt í afreksí-
þróttum, yfir á stjórnendur fyrirtækja og
það er oft gert í námskeiðahaldi. Sömu
hlutir einkenna alla þá sem ná langt. For-
sendan er að viðkomandi hafi öflugt og gott
sjálfstraust. Eiður Smári Guðjohnsen knatt-
spyrnumaður sagði t.d. í viðtali í Morgun-
blaðinu nýlega að hann hefði alltaf haft trú á
sjálfum sér og vitað að hann myndi feta í fót-
spor föður síns. Örn Arnarson sundmaður
og Ólafur Stefánsson handboltamaður hafa
einnig öflugt sjálfstraust, svo að nefndir séu
menn úr öðrum íþróttagreinum. Mjög ein-
kennandi fyrir alla þessa einstaklinga er að
þeir hafa bæði skýr og ögrandi markmið.
Aður fyrr var gjarnan talað um að setja sér
raunhæf markmið en ég held að viðkom-
andi þurfi þá ekki að leggja jafn mikið á sig
og þeir sem hafa ögrandi markmið. Örn
Arnarson sagði fyrir nokkrum árum að
hann ætlaði að standa á ólympíupalli árið
2004. Þetta sýnir sjálfstraustið og sýnina,
sem þessir íþróttamenn hafa, þessi skýru en
ögrandi markmið. Flestir myndu ekki þora
að segja þetta upphátt af ótta við að standa
ekki undir væntingum. Meðalmaðurinn
setur sér þægileg markmið sem hann getur
náð án þess að leggja mikið á sig þó að hann
hafi hæfileika til að gera betur.
Iþróttamenn átta sig fljótlega á að hugar-
farið skiptir miklu máli og reyna að bera
ábyrgð á eigin hugarfari. Þetta þýðir að
hver og einn ber ábyrgð á því að hann komi
með rétt hugarfar í hvert verkefni. Það er
ekki verkefni þjálfarans að byggja þetta
hugarfar upp heldur kemur íþróttamað-
urinn sjálfur með þetta hugarfar, það er
hann sem ber ábyrgð á því hvernig honum
sjálfum liður. Jákvæðni einkennir alla þá
sem standa í fremstu röð, bæði jákvæðni
gagnvart sjálfum sér og umhverfinu sem
þeir vinna í. Þeir líta á vandamál sem verk-
efni til að leysa. Annar gríðarlega stór
þáttur er sjálfshvatning. Þeir, sem standa í
fremstu röð, brýna sig sjálfir, hvetja sig
sjálfir áfram. í stað þess að láta aðra segja
sér fyrir verkum og hvetja sig áfram þá bera
þeir sjálfir ábyrgð á því. Þetta gera þeir með
innra tali og með því að koma sér alltaf í
þetta rétta hugarástand sem skiptir máli.
Margt annað mætti nefna í fari iþrótta-
manna. Iþróttamenn i fremstu röð eru líka
sjálfsgagnrýnir. Þegar eitthvað fer úrskeiðis
þá kenna þeir ekki öðrum um eða byrja að
setja fram afsakanir heldur líta í eigin barm
og spyrja sjálfa sig að því hvað þeir geti gert
betur, hvað þeir ætla að gera öðruvísi næst.
Þeir þekkja sjálfa sig vel, kosti sína og galla.
Þeir læra fljótlega að hugsa og einblína á
styrkleika sína en ekki veikleika. Þeir þola
ekki ósigur og gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að standa uppi sem sigurveg-
arar. Þetta þýðir þó ekki að þeir kunni ekki
að taka ósigri.
Fleira mætti telja. Sigurvegararnir eru til-
búnir að axla ábyrgð, taka af skarið og hafa
frumkvæði en þeir eru jafnframt agaðir og
nýta tímann sinn vel og eru tilbúnir að leggja
á sig ýmislegt aukalega til að ná settu marki.
Þeir eiga yfirleitt gott með að vinna með
öðru fólki. Þeir hafa sannfæringarkraft gagn-
vart sjálfum sér og verkefninu sem þeir
takast á við, njóta sín vel í vinnu og átökum.
Þeim finnst mest gaman þegar pressan er
sem mest og njóta sín best við slíkar
aðstæður meðan aðrir kikna undan álaginu.
Þeir eflast og styrkjast við mótlæti. Hl]
18