Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 22
Könnun Frjálsrar uerslunar
Forstjórar uelja athyglisuerðustu forstjórana
forstjórar og athafnamenn í íslensku uiðskiptalífi
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Olafsson
Forstjórarnir Jón Sigurðsson, Össuri, Kári Stefánsson,
íslenskri erfðagreiningu, Þorsteinn Már Baldvinsson, Sam-
herja, og Sigurður Einarsson, Kaupþingi, eru athyglisverð-
ustu forstjórarnir og eða athafriamennirnir í íslensku viðskipta-
lífi að mati 40 forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins en samtals
fengu 37 forstjórar og athafnamenn tilnefiiingu í könnuninni.
Jón Sigurðsson, forsljóri Össurar, bar sigur úr býtum, lenti í
fyrsta sæti með talsverðum yfirburðum. Hann hlaut 15 atkvæði
kollega sinna. Kári Stefánsson, forstjóri og stjórnarformaður
íslenskrar erfðagreiningar, kom þar á eftir með 11 atkvæði, Þor-
steinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja á Akur-
eyri, fylgdi honum þétt á eftir með 10 atkvæði og í ljórða sæti er
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, með 7 atkvæði.
Bræðurnir í Bakkavör, Agúst og Lýður Guðmundssynir, menn
ársins 2001 í íslensku viðskiptalifi, komust ofarlega á blað, eða í
5.-6. sæti, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni
Bravo International og Pharmaco. í sjöunda til tíunda sæti með
fjögur atkvæði hver eru svo Valur Valsson, forstjóri íslands-
banka, Þórólfur Arnason, forstjóri Tals,
Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, og
Hörður Arnarson, forstjóri Marels.
Frjáls verslun hafði samband við 40
forstjóra og lagði fyrir þá eftirfarandi
spurningu: Nefndu 1-3 forstjóra eða
athafnamenn sem þér þykja athyglis-
verðastir eða þú hefur mestar mætur
á í íslensku viðskiptalífi? I könnun sem
þessari er í fæstum tilfellum hægt að notast við beinharðar ár-
angurstölur því að ekki er auðvelt aðgengi að þeim og því var
brugðið á það ráð að biðja forstjórana um rökstuðning með til-
nefiiingum sínum og miða þá við tilfinningu þeirra um árang-
ur viðkomandi. Beðið var um stutta umsögn með hverri til-
nefningu og hafa þær umsagnir í mörgum tilfellum verið not-
aðar í umfjöllun eins og sjá má hér síðar í greininni.
Af svörum forstjóranna er greinilegt að útrás íslenskra
fyrirtækja og umsvif þeirra á erlendri grundu er þeim ofar-
lega í hug þegar athyglin, áhuginn og tilfinningin fýrir ár-
angri er annars vegar. Þannig eiga sex efstu forstjórarnir það
sameiginlegt að hafa leitt fyrirtæki sín og þar með íslenskt
viðskiptalíf í útrás með einhverjum hætti. Jón, Kári, Þor-
steinn Már, Sigurður, bræðurnir í Bakkavör og Björgólfur
Thor hafa allir verið að kaupa eða byggja upp starfsemi er-
lendis þó að í mismiklum mæli sé. Athyglisvert er að Sam-
herji, fyrirtæki úr þessum hefðbundna atvinnuvegi þjóðar-
innar, kemst svo ofarlega á blað og kannski hefur þar hagn-
aðurinn eitthvað að segja en hann virðist
hjálpa til við að fleyta mönnum ofar á list-
ann ef eitthvað er. I samræðum blaða-
manns við forstjórana kom greinilega í
ljós að í flestum tilfellum reyndu þeir að
hafa langtíma árangur í huga við valið og
tilnefna menn sem hafa verið við stjórn-
völinn í nokkur ár að minnsta kosti og
sýnt góðan árangur.SU
Sex efstu forstjórarnir eiga
það sameiginlegt að hafa leitt
fyrirtæki sín og þar með
íslenskt viðskiptalrf í útrás
með einhverjum hætti.
22