Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 22

Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 22
Könnun Frjálsrar uerslunar Forstjórar uelja athyglisuerðustu forstjórana forstjórar og athafnamenn í íslensku uiðskiptalífi Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Olafsson Forstjórarnir Jón Sigurðsson, Össuri, Kári Stefánsson, íslenskri erfðagreiningu, Þorsteinn Már Baldvinsson, Sam- herja, og Sigurður Einarsson, Kaupþingi, eru athyglisverð- ustu forstjórarnir og eða athafriamennirnir í íslensku viðskipta- lífi að mati 40 forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins en samtals fengu 37 forstjórar og athafnamenn tilnefiiingu í könnuninni. Jón Sigurðsson, forsljóri Össurar, bar sigur úr býtum, lenti í fyrsta sæti með talsverðum yfirburðum. Hann hlaut 15 atkvæði kollega sinna. Kári Stefánsson, forstjóri og stjórnarformaður íslenskrar erfðagreiningar, kom þar á eftir með 11 atkvæði, Þor- steinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja á Akur- eyri, fylgdi honum þétt á eftir með 10 atkvæði og í ljórða sæti er Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, með 7 atkvæði. Bræðurnir í Bakkavör, Agúst og Lýður Guðmundssynir, menn ársins 2001 í íslensku viðskiptalifi, komust ofarlega á blað, eða í 5.-6. sæti, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni Bravo International og Pharmaco. í sjöunda til tíunda sæti með fjögur atkvæði hver eru svo Valur Valsson, forstjóri íslands- banka, Þórólfur Arnason, forstjóri Tals, Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, og Hörður Arnarson, forstjóri Marels. Frjáls verslun hafði samband við 40 forstjóra og lagði fyrir þá eftirfarandi spurningu: Nefndu 1-3 forstjóra eða athafnamenn sem þér þykja athyglis- verðastir eða þú hefur mestar mætur á í íslensku viðskiptalífi? I könnun sem þessari er í fæstum tilfellum hægt að notast við beinharðar ár- angurstölur því að ekki er auðvelt aðgengi að þeim og því var brugðið á það ráð að biðja forstjórana um rökstuðning með til- nefiiingum sínum og miða þá við tilfinningu þeirra um árang- ur viðkomandi. Beðið var um stutta umsögn með hverri til- nefningu og hafa þær umsagnir í mörgum tilfellum verið not- aðar í umfjöllun eins og sjá má hér síðar í greininni. Af svörum forstjóranna er greinilegt að útrás íslenskra fyrirtækja og umsvif þeirra á erlendri grundu er þeim ofar- lega í hug þegar athyglin, áhuginn og tilfinningin fýrir ár- angri er annars vegar. Þannig eiga sex efstu forstjórarnir það sameiginlegt að hafa leitt fyrirtæki sín og þar með íslenskt viðskiptalíf í útrás með einhverjum hætti. Jón, Kári, Þor- steinn Már, Sigurður, bræðurnir í Bakkavör og Björgólfur Thor hafa allir verið að kaupa eða byggja upp starfsemi er- lendis þó að í mismiklum mæli sé. Athyglisvert er að Sam- herji, fyrirtæki úr þessum hefðbundna atvinnuvegi þjóðar- innar, kemst svo ofarlega á blað og kannski hefur þar hagn- aðurinn eitthvað að segja en hann virðist hjálpa til við að fleyta mönnum ofar á list- ann ef eitthvað er. I samræðum blaða- manns við forstjórana kom greinilega í ljós að í flestum tilfellum reyndu þeir að hafa langtíma árangur í huga við valið og tilnefna menn sem hafa verið við stjórn- völinn í nokkur ár að minnsta kosti og sýnt góðan árangur.SU Sex efstu forstjórarnir eiga það sameiginlegt að hafa leitt fyrirtæki sín og þar með íslenskt viðskiptalrf í útrás með einhverjum hætti. 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.