Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 24

Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 24
FORSÍÐUGREII /fyrsta lagi er leiðin grýtt og maður þarf að vilja þetta mjög mikið, mann þarf að langa mikið til að komast á toþþinn og vera reiðubú- inn að láta allt annað víkja. Jón Sigurðsson brstjóri Össurar Jón Sigurðsson hafði m.a. verið viðskiptafulltrúi Útflutn- ingsráðs íslands í New York, fjármálastjóri hjá Álafossi hf. og forstöðumaður hjá Eimskipum þegar hann tók við for- stjórastarfi hjá Össuri árið 1996. Á þeim tíma sem liðinn er hefur Össur keypt og sameinast öðrum fyrirtækjum í Banda- ríkjunum og á Norðurlöndum; Flex-Foot Inc., Century XXII Innovations Inc, Pi Medical og Karlsson&Bergström. Jón hætti snemma í skóla og byijaði að vinna en náði sér svo í menntun sem símvirki, B.S.-gráðu í rekstrartæknifræði og meistara- gráðu í viðskiptafræðum. Hann segist alla tíð hafa verið mjög metnaðarfullur. „Ég ætlaði alltaf að ná á toppinn þó að ég gerði mér ekki grein fyrir þvi þá. Ég sé núna að ég var tilbúinn til að leggja mikið á mig fyrir starfið og einkalifið hefur borið keim af þvi. Öllu hefur alltaf verið fórnað fyrir starfið," segir hann. Jón er fæddur árið 1956 á Selfossi. Afskiptalítill Stiórnandi Jón Sigurðsson er talinn afskiptalítill stjórnandi, forstjóri sem reynir að sjá til þess að stefna fyrir- tækisins sé skýr, afmörkuð og öllum ljós og að skipulag og mönnun fyrirtækisins sé í samræmi við stefnu þess. Starfs- menn Össurar hafa mikið sjálfstæði og gott svigrúm til að koma með frumkvæði. Sem stjórnandi reynir Össur að hafa opin samskipti þar sem öll málefni eru uppi á borðinu og gerir þá kröfu að starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins vinni að málum af fullum heilindum þó að skoðanaskipti séu fijálsleg og jafnvel sé tekist harkalega á um málefnin. Árangur fyrirtækis- ins segir Jón að sé kominn til af samspili margra, allir vinni sam- an í einni heild. „Ég get ekki gert þetta allt einn og verst þætti mér ef ég færi að trúa því sjálfur að ég gæti það,“ segir hann. Hjá Össuri er reynt að bera virðingu fyrir fólki, hvort heldur það eru viðskiptavinir eða samstarfsmenn. Jón segist reyna að gefa gott fordæmi í starfi sínu. Fyrirtækjamenninguna verði að skapa og halda við því að hana sé hægt að missa niður. Sveigja en ekki beygja Eitt af því erfiðasta við allar þær sam- einingar, sem við gengum í gegnum árið 2000 og 2001, var að skapa þessa fyrirtækjamenningu upp á nýtt því að auðvitað hrekkur allt til baka við svona mikla breytingu eins og varð á fyrirtækinu á þessum árum. En ég held að það hafi tekist mjög vel tfl. Fyrir ijórum árum reyndum við að bijóta til mergjar hvaða menning væri í Össuri hf. og hvaðan hún kæmi. Þá var Össur Kristinsson hættur að starfa hjá fyrirtækinu en persóna hans mótaði enn fyrirtækið miklu meira en við gerðum okkur grein fyrir. Hann er auðvitað frumkvöðullinn, hann byrjaði með fyrirtækið og andi hans svífur yfir vötnunum. Það er mikilvægt að skilja og skynja menninguna í fyrirtækinu. Henni er ekki hægt að breyta í einu vetfangi og það á ekki að gera. Maður á að sveigja en ekki beygja,“ segir hann. 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.