Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 25

Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 25
/s Sagt um Jón • „Jón er góður stjórnandi. Hann hefur byggt upp fyrirtækið og rekið það vel, séð réttu móguleikana og beitt sér þar sem réttu markaðirnir eru. Þeir eru annars staðar en margir myndu haida, ekki á stríðshrjáðum svæðum heldur í velmegun Vesturlanda þar sem menn borða á sig syk- ursýki og aðra velmegunarsjúkdóma. Þar hafa menn efnin. Ég held að Jón hafi rekið fyrirtækið mjóg vel." • „Það er mikið afrek að koma upp stór- veldi á heimsvísu í lækningatækjum. Jón hefur sótt út og gert sig gildandi á alþjóða- markaði. Það virðist ætla að ganga upp. Eitt er að leggja af stað, annað er að kom- ast í höfn eins og þeir tveir, hann og Kári, virðast ætla að gera. Það er ekkert erfitt að fara út í heim og eyða peningum en að láta það ganga upp, það er alltaf erfitt. “ • „Ússur hefur náð miklum vexti en fyrir- tækinu hefur líka tekist að halda uppi hagn- aði. Þegar mörg fyrirtæki eru keypt og sameinuð þá fá menn oft timburmenn sem lýsa sér í því að erfiðlega gengur að vinna úr kaupunum og samrunanum. Jóni hefur tekist það. Hann hefur hvorki misst niður sö'lu né framlegð. Hann vinnur í öðru umhverfi en við þekkjum hér heima því að það er allt annað að reka fyrirtæki á íslandi við íslenskar aðstæður en fyrirtæki sem er að kljást við aðrar aðstæður erlendis. Mér finnst hann hafa náð miklum árangri. Hann kom á sínum tíma inn í einkafyrirtæki í ákveðnum sárum og leiddi fyrirtækið í gegnum það, fékk inn áhugaverða stjórnar- menn og náði að vinna sig í gegnum for- tíðina, eignarumhverfið og á nýjan markað. Hann fór í gegnum umtalsverða stækkun á fyrirtækinu og rekstrinum og hefur haldið vel utan um þessa þróun." „Ég ætlaði alltaf að ná á toppinn þó að ég gerði mér ekki grein fyrir því þá. Ég sé núna að ég var tilbúinn til að leggja mikið á mig fyrir starfið og einkalífið hefur borið keim af því. Öllu hefur alltaf verið fórnað fyrir starfið,“ segir Jón Sigurðsson. - Hvernig skapar maður svona fyrirtækjamenningu? „Með því að marka ákveðna stefnu, skrifa hana niður og gera öllum ljóst hvert hlutverk fyrirtækisins er og hvaða gildi séu við lýði í fyrirtækinu. Þetta er það sama og gerist í menningu þjóðríkja. Menning þjóðríkja er miklum breytingum háð og það verður sífellt að halda henni við. Hún er stöðugt að breyt- ast og þróast og á að gera það. Það sama gerist hjá fyrirtækj- um. Menningin breytist og þróast með tilliti til stefnumörkun- ar fyrirtækisins sjálfs.“ - Hvernig er fyrirmyndarstjórnandi? „í fyrsta lagi er leiðin grýtt og maður þarf að vilja þetta mjög mikið, mann þarf að langa mikið til að komast á toppinn og vera reiðubúinn að láta allt annað víkja. í öðru lagi þarf maður að hafa breiðan bakgrunn, ekki vera sérfræðingur á þröngu sviði heldur vita lítið um nánast allt. I mínu tilviki hefur „Ég var í tvö sumur í Heysholti í Landssveit. Par svaf ég í bað- stofu og atvinnuhættir voru ákaflega fornir. Pegar ég var 12 ára gamall man ég eftir því að við vorum eitt sinn að slá með orfi og Ijá. Það var erfið vinna. Ég fékk orf og Ijá og var látinn slá þó að ekki væru gerðar miklar kröfur um afköst. Ég var alltaf að kvarta yfir mínum „græjum" og man eftir því að bóndinn skipti umorðalaust við mig á „græjum". Ég man að hann sló og sló með mínum „græjum" en ég réð náttúrulega ekkert við hans. Ég þrjóskaðist við og lærði mikið á þessu, t.d. það að maður gerir það sem manni er sagt og á ekkert að mögla. Maður verður bara að klóra sig út úr verkefnunum." 1. sæti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er athyglisverðasti for- stjórinn að mati 40 forstjóra helstu fyrirtœkjanna í landinu. Um hann er sagt: „Þegar mörg Jýrirtæki eru keyþt og sameinuð þá fá menn oft timburmenn sem lýsa sér í því að erfiðlega gengur að vinna úr kauþ- unum og samrunanum. Jóni hefur tekist það. “ menntun mín hjálpað til því að ég hef bæði viðskiptamenntun og tæknimenntun. í þriðja lagi þarf maður að geta umgengist fólk. Manni má ekki líða illa innan um annað fólk því að stjórnun er eðlilega meira eða minna samskipti við fólk. Það er ekki þannig að menn fæðist inn í þetta hlutverk. Eg hef þá trú að flestir geti þetta,“ svarar hann. - Margir segja að eitt sé að eyða peningum, annað að kom- ast í höfn. „Eg er sammála þessu. Við keyptum fyrirtæki fyrir tæpa 13 milljarða árið 2000 og ég er stoltastur af því að hafa skilað árangri árið 2001 því að það er það sem skiptir máli, ekki það að hafa keypt öll þessi fyrirtæki. Það geta allir eytt pening- um,“ segir hann og telur árangur fyrirtækisins byggjast m.a. á því að stefna fýrirtækisins hafi alltaf verið ljós auk þess sem samstarfið innan fýrirtækisins og stjórnarinnar sé mjög gott. „Þetta gerist ekki nema með því að það sé gagnkvæmt traust á milli manna.“ B!1 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.