Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 31
Sá efnilegasti Róbert Wessmann, framkvœmdastjóri Delta, er efnilegasti forstjórinn að mati forstjóranna 40 en hann hefur notfært
sér vel þau tœkifœri sem hafa boðist í þessi tvö til þrjú ár sem hann hefur stýrt Delta. í umsögn um hann segir að hann stefni hraðbyri upþ á
stjórnunarhimininn.
Róbert er efnilegastur
Róbert Wessmann, framkvæmdastjóri Delta, erefnileg-
astur afungu kynslóöinni í íslensku vidskiþtalífi, að mati
forstjóranna 40 sem tóku þátt í könnuninni. Björgólfur
Thor Björgólfison, athafnamaður og stjórnarformaður
Bravo og Pharmaco, er næstefnilegastur. Athygli vekur
að Björgóljur kemst ofarlega á blað bœði sem athyglis-
verður og efnilegur athafnamaður. Eins og sjá má á list-
anum hér til hliðar voru þeir margirsem hlutu tilnefn-
ingar sem efnilegasti forstjórinn eða athafnamaðurinn.
Annar efnilegasti Björgólfur Thor Björgólfsson,
stjórnarformaður Pharmaco og Bravo í Rússlandi. Björgólfur er
bæði á listanum yfir athyglisverðustu athafhamennina og sem sá efni-
legasti. Hann þykir hafa sjnt frábœran árangur við útrás Pharmaco
í Búlgaríu og söluna á Bravo til Heineken bjórfyrirtœkisins.
Efnilegir stjórnendur
Róbert lA/essmann, framkvæmdastjóri Delta.
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Bravó og Pharmaco.
Jón flsgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs.
Hregguiður Jónsson, fv. forstjóri Norðurljósa.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.
Þorsteinn Már Balduinsson, forstjóri Samherja.
Ágúst Guflmundsson, stjórnarformaður Bakkavör Group.
Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavör Group.
Eluar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar.
Hreinn Jakohsson, forstjóri Skýrr.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS.
Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela.
Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða.
Jóhannes Uiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjörukrárinnar.
Bjarni Ármannsson, forstjóri íslandsbanka.
Þórólfur Árnason, forstjóri Tals.
Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri (slenskrar erfðagreiningar.
Sagt um Róbert Wessmann
„Hann hefur verið hjá Delta í tvú til þrjú ár og nýtt sér vel þau
tækifæri sem þar hefur verið að finna, er búinn að stækka
fyrirtækið hratt og vel og hefur skitað góðri afkomu. Hann er
löngu orðinn ágætur stjórnandi og eiginlega kominn yfir það að
vera efnilegur. Það má segja að Róbert Wessmann sé kominn
upp á stjórnunarhimininn og stefni hraðbyri í það að verða
afburðastjórnandi. “
31