Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 36

Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 36
FRÉTTASKÝRING HM 2002 HM breytt í peninga Norðurljós greiða 85-90 milljónir króna jyrir útsendingar- réttinn á HM í knattspyrnu 2002 og 2006, par affara 25 milljónir í gervihnattakostnað. Peningana hyggst fyrirtækið fá til baka með kostun, auglýsingasölu og fleiri áskrifendum. Það olli íslenskum áhugamönnum um knattspyrnu tals- verðu hugarangri í vetur þegar þær fréttir bárust frá Ríkisútvarpinu að ekki væri fjárhagslegt bol- magn til að tryggja sér sýningarréttinn á Heims- meistaramótinu í knattspyrnu 2002, sem fram fer í Japan og Suður-Kóreu í sumar. Um skeið leit út fyrir að landinn myndi missa af HM í beinni og því er ekki ólíklegt að mörgum hafi létt þegar fjölmiðlafyrirtækið Norðurljós skaust inn í samningavið- ræðurnar og samdi við þýska fjölmiðlafyrir- tækið Kirch Media um sýn- ingarréttinn á HM 2002 Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur HM-útsendingarrétturinn kostar Norðurljós 85-90 milljónir króna. Rétturinn að HM 2006 er dýrari en HM 2002 enda sýnd á besta sjón- varpstíma. Gróflega áætlað má búast við að HM 2002 kosti Norðurljós um 40 milljónir króna og HM 2006 þá um 45-50 milljónir. Við bætist markaðs- kostnaður og framleiðslukostnaður. og 2006. Niðurstaðan varð sú að leikirnir verða sýndir beint - ekki hjá Ríkissjón- varpinu eins og áður hefur tíðkast - heldur á Sýn og Stöð 2. Opnunarleikurinn, undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn, samtals ijórir leikir, verða sýndir í opinni dagskrá en að öðru leyti verða leikirnir og þáttaraðir, sem gerðar hafa verið í tilefni mótsins, sýndar í læstri dagskrá á Stöð 2 eða Sýn. Beinu útsendingarnar verða á morgnana og fram yfir hádegi og þvi er greinilegt að HM raskar tæplega áhorfinu á heimilum landsmanna að þessu sinni nema kannski þegar end- ursýningarnar eru annars vegar og aðeins er eitt sjónvarp á heimilinu. Metnaður hjá Sýn Það voru tveir menn hjá Norðurljósum sem öðrum fremur stóðu fyrir því að samningur var gerður við Kirch Media, nefnilega Hreggviður Jónsson, fv. forstjóri Norðurljósa, og Hermann Hermannsson, framkvæmda- stjóri sjónvarpssviðs. Segja má að þetta hafi verið þeim sérstakt áhugamál. Þeir lögðu áherslu á að samið yrði um bæði HM 2002 og HM 2006 - því að væntingar myndu fljótlega vakna um keppnina 2006 ef aðeins yrði samið um keppnina í vor - en Kirch Media var ekki til viðræðna um þetta fyrr en í janúar. Þá skyndilega small allt iman og samningurinn var undirritaður. Hermann segir að HM sé að hluta til spurning um ímynd en Norðurljós hafi líka mikinn metnað fýrir hönd Sýnar sem íþróttarásar enda sé Sýn í dag ein besta íþrótt- arás í Evrópu. „Við ætlum að gera þetta betur en nokkru sinni hefur verið gert á íslandi. Með því einu að sýna alla leikina beint erum við búin að gera betur en áður hefur verið gert. Við tökum Sýn að miklu leyti undir HM á þessu tímabili og byrjum að hita upp í mars. Við erum með þrjár þáttaraðir í mars, apríl og maí þannig að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.