Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 44
NÆRMYND HREINN LOFTSSON
Hreinn tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 1990 en náði ekki
miklum árangri. Síðustu árin hefur áhugi hans einkum beinst að einkavæðingu
ríkisfyrirtækja. Hefur hann litið á vinnu sína í þeim efnum sem sitt pólitíska framlag til
þjóðfélagsþróunarinnar.
kvæmur, skipulagður í hugsun og vinnu og gengur rösklega
til verks þegar hann tekur eitthvað að sér en verður að hafa
mikinn áhuga til að setja kraft í málið. Hann er nákvæmur og
hefur ákveðnar skoðanir, sérstaklega á stjórnmálum, og er
þar mikill og vinnusamur hugsjónamaður. Hann vinnur
mikið, yfirleitt langt fram á kvöld og um helgar. A yngri árum
var hann mjög feiminn maður, svo feiminn að segja má að það
hafi háð honum framan af ævi, en í dag honum lýst sem
dulum manni. Hann er maður sem er frekar innhverfur en
úthverfur, - maður sem vill vinna sín verk hávaðalaust en vílar
ekki íyrir sér að standa í pólitísku hávaðaroki ef málin þróast
þannig. Metnaðargjarn er hann án þess þó að ætla sér sér-
stakan frama í stjórnmálum annan en þegar er. Hann hefur
mikinn fræðilegan áhuga og hefur unnið af krafti að sínum
hugmyndum í stjórnmálunum, þá fyrst og fremst einkavæð-
ingu ríkisíyrirtækja, með miklum árangri. Hreini verður ekki
auðveldlega snúið með rökræðum en hann kann þó að taka
rökum. Hann er afar áreiðanlegur, segja þeir sem til hans
þekkja. Arni Sigfússon, bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í
Reykjanesbæ, er einn af æskuvinum Hreins úr Vestmanna-
eyjum. Hann segir að allt sem Hreinn segi standist og því sé
honum treyst fyrir mörgum mikilvægum verkefnum. Hreinn
er ijölskyldukær maður og ijölskylda hans er mjög samheldin
og góð. Magnús, bróðir hans, segir að Hreinn sé opinn gagn-
vart þeim sem hann þekkir, en það taki nokkurn tíma að
komast inn fyrir skelina. Þegar þangað sé komið sýni hann á
sér nýjar hliðar, húmor og skemmtilegheit. „Eg hef heyrt að
hann sé skemmtilegur í góðra vina hópi og haldi iýndnar
Fæðinyardagur: 12. janúar 1956.
Foreldrar: Loftur Magnússon kaupmaður og Aðalheiður Steina Guð-
jónsdóttir Scheving hjúkrunai'ffamkvæmdastjóri.
Fjölskylda: Kvæntur Ingibjörgu Kjartansdóttur, meinatækni og heild-
sala. Þau eiga þijú börn, Ernu, Loft og Kjartan.
Menntun: Stúdentspróf ifá MH. Cand. juris. frá Háskóla íslands 1983.
Framhaldsnám í réttarheimspeki við University of Oxford 1984-1985.
Ferill: Blaðamaður á Vísi og Morgunblaðinu með námi og á sumrin.
Deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu 1983-1984. Aðstoðarmaður við-
skiptaráðherra frá júní til október 1985, aðstoðarmaður utanríkisráð-
herra Jfá janúar 1986 til júlí 1987 og aðstoðarmaður samgönguráð-
herra 1987-1988. Rak eigin lögmannsstofu 1988-1989. Hefur síðan
starfað á lögmannsstofunni, Höfðabakka 9, að undanskildu rúmu ári
1991-1992 þegar hann var aðstoðarmaður forsætisráðherra. Stofnaði
nýja lögmannsstofu á sama stað í ársbyijun 2000.
Áhugamál: Stjórnmál og þá sérstaklega einkavæðing ríkisiýrirtækja,
bækur, líkamsrækt og veiðiskapur.
við framhaldsnám í réttarheimspeki við Oxford háskóla í
Bretlandi 1984-1985. Hann hlaut réttindi til málflutnings fyrir
héraðsdómi 1988 og fýrir Hæstarétti 1993.
Ferill Hreinn var blaðamaður á Vísi og Morgunblaðinu með
námi og sumarið 1983 og hafði þá m.a. skrifað bókina
Valdatafl í Valhöll, sem vakti mikla athygli því að hún ljallaði
um átökin milli Gunnars Thoroddsens og Geirs Hallgríms-
sonar í Sjálfstæðisflokknum. Hreinn var deildarstjóri í
viðskiptaráðuneytinu í rúmt ár frá haustinu 1983. Hann var
nokkrum sinnum aðstoðarmaður ráðherra, iýrst aðstoðar-
maður viðskiptaráðherra frá júní til október 1985, svo utan-
ríkisráðherra frá janúar 1986 til júlí 1987 og loks var hann
aðstoðarmaður samgönguráðherra í rúmt ár frá júlí 1987.
Hreinn rak eigin lögmannsstofu í Reykjavík frá október 1988
til desember 1989 að hann gerðist meðeigandi lögmannsstof-
unnar að Höfðabakka 9. Hann hefur starfað þar síðan ef undan
er skilið tímabilið frá júní 1991 til september 1992 þegar hann
starfaði sem aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hreinn
stofnaði nýja lögmannsstofu á sama stað í ársbyrjun 2000. Sem
lögmaður hefur hann sérhæft sig í störfum fyrir fyrirtæki, þ. á
m. Landsvirkjun, Vífilfell o.fl., en einnig verið með nokkurn
málflutning þó að úr því hafi dregið hin síðari ár.
Persúna Hreinn er sam-
viskusamur, greindur og
vel lesinn, tryggur, greið-
vikinn, sjálfum sér sam-
Nafn: Hreinn Loftsson.
44