Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 45

Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 45
NÆRMYND HREINN LOFTSSON ræður en menn þurfa að þekkja hann vel til að sjá þá hlið. Hann nær ekki að opna sig gagnvart öllum því að hann er frekar varkár á fólk,“ segir Magnús. Sem lögmaður þykir Hreinn traustur og góður, vinnusamur og öruggur - maður sem vinnur vandlega og að vel yfirlögðu ráði. Hreinn er þægi- legur í samstarfi. Gallar Sem galla má benda á að Hreinn er ekki frænd- rækinn og getur virkað fráhrindandi. Eins og áður segir hleypur hann fólki ekki mjög nærri sér enda er hann einfari og feimnin getur óneitanlega talist til galla. Hann vinnur mikið, gjarnan fram eftir kvöldi og um helgar. Hann er ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu og hefur ekki tamið sér að vera með neinn fagurgala eða smjaður. Magnús Loftsson segir að Hreinn sé mjög harður í afstöðu sinni og það geti talist til galla. „Ég get trúað því að Hreinn taki það nærri sér ef honum tekst ekki 100% upp,“ segir Árni Sigfússon. „Það getur verið að það hái honum að einhverju leyti hvað hann gerir harðar og miklar kröfur til sjálfs sín og umhverfisins. Það getur kallað á mikið álag.“ Áhugamál Hreinn var bókaormur sem barn, las mikið og var snemma þjóðfélagslega meðvitaður. Hann les enn mikið og safnar bókum og á orðið töluvert safn af sérhæfðum bókum, lagabókum sem geymdar eru í vinnunni og bókum um stjórnmál sem geymdar eru heima. Hann hlustar talsvert á klassíska tónlist. Hreinn stundaði knattspyrnu og frjálsar íþróttir í Yestmannaeyjum en íþróttaiðkunin minnkaði með árunum og lagðist niður á fullorðinsárum. I Kópavogi blómstraði hins vegar hinn pólitíski áhugi og hefur gert æ síðan. Strax í gagnfræðaskóla var Hreinn genginn í Heimdall og í MH var hann byrjaður í pólitískum slag. A öðru ári í MH var hann ritstjóri skólablaðsins og atti þá m.a. kappi við Guðmund Magnússon, síðar forstöðumann Þjóðmenningar- hússins, sem var mikill vinstrimaður á þeim árum. A háskóla- árunum tók hann þátt í að stofna Félag frjálshyggjumanna ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor, Gunn- laugi Sævari Gunnlaugssyni, framkvæmdastjóra UVS, og fleiri mönnum. Fyrir utan ljölskylduna eru stjórnmálin innan- lands og utan aðaláhugamál Hreins. Hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 1990 en náði ekki miklum árangri. Síðustu árin hefur áhugi hans einkum beinst að einkavæðingu ríkisfyrirtækja og hefur hann litið á vinnu sína í þeim efnum sem sitt pólitíska framlag. Baugur tók upp á því fyrir nokkrum árum að beina starfsmönnum í líkams- rækt. Hreinn tók virkan þátt í því og hefur nú stundað stíft líkamsrækt þrisvar sinnum í viku í tvö ár. Meðal annarra áhugamála má nefna lax- og silungsveiði á sumrin fyrir vestan og gönguferðir með tíkinni Lísu en honum hefur hvorki tekist að tileinka sér áhuga á golfi né gönguskíðamennsku. Telur hann hvort tveggja of tímafrekt. Félagsstörf Hreinn hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1975-1977 og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna þrjú tímabil, 1977-1979, 1981-1983 og 1985-1989. Hann var varaformaður 1987-1989. Hann var einn af stofnendum og var í stjórn Félags frjáls- hyggjumanna 1979-1985. Hann hefur setið í miðstjórn, verið formaður utanríkismálanefndar flokksins og svo var hann formaður einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar 1992- 2002. Hann var formaður nefndar um fortíðarvanda ríkis- sjóðs 1991-1992 og formaður nefndar um ijármál stjórnmála- flokkanna 1996-1998. Hann hefur verið að hasla sér völl á við- skiptasviðinu síðustu árin. Hann var í stjórn Vífilfells ehf. 1995-1997, Sólar-Víkings 1997-2000, Þórsbrunns hf. 1993- 2000, Hvíta hússins 1999-2001 og ísvár 1999-2002. Hann hefur verið stjórnarformaður Baugs hf. frá 1999, Allianz íslands hf. frá 2001 og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. frá 2001. Eftir hann liggur fjölda greina í ýmsum ritum. Vinir og samstarfsmenn Æskuvinur úr Vestmannaeyjum og skólafélagi úr MH er Árni Sigfússon, fv. borgarstjóri i Reykjavík. Aðrir úr hópi skólafélaga eru Bjarni Ingvarsson, sálfræðingur á Landspítalanum, en hann er bekkjarbróðir Hreins úr Víghólaskóla. Páll Torfi Önundarson læknir er skólabróðir úr MH, sömuleiðis Jóhann Magnússon, forstöðu- maður í íslandsbanka, Lýður Friðjónsson, fv. framkvæmda- stjóri Vífilfells, Kristján B. Ólafsson, ijármálastjóri Eurocard, og Sverrir Arngrímsson hjá Allianz. Friðjón Örn Friðjónsson hrl. er gamall félagi Hreins úr lagadeild Háskóla Islands. Meðal gamalla samstarfsmanna má nefna Ólaf Jóhannsson, starfsmann LÍÚ, af Morgunblaðinu; Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, vann með Hreini í viðskiptaráðuneytinu og Gunnar Pálsson, sendiherra í Brussel, er gamall félagi úr utanríkisráðuneytinu. Af öðrum fyrrverandi samstarfsmönnum, sem tilheyra vinahópi Hreins, má nefna Skarphéðin B. Steinarsson, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Meðeigendur og samstarfsmenn Hreins í gegnum tíðina á Höfðabakka eru Vilhjálmur Árnason hrl., Eiríkur Tómasson prófessor, Árni Vilhjálmsson hrl., Ólafur heitinn Axelsson hrl., Brynjólfur Kjartansson hrl., Jóhannes Rúnar Jóhanns- son hdl., Þórður S. Gunnarsson hrl, og meðal gamalla full- trúa á stofunni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingis- maður, en hún starfaði þar um skeið. Sem gamla pólitíska samheija má nefna Hannes Hólm- stein Gissurarson prófessor, Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra UVS, Jón Kristin Snæhólm, sagnfræðing og stjórnarformann ísvár, og Sigurð M. Magnússon, forstöðumann Geislavarna ríkisins. Úr hópi lögmanna má nefna Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. en þeir Hreinn hafa stundum varið hvor annan á opin- berum vettvangi. Einnig má nefna Örlyg Þórðarson, yfirlög- fræðing Landsvirkjunar, sem er náinn samstarfsmaður Hreins, og Jón Sveinsson hrl. úr einkavæðingarnefnd, en þeir unnu náið með leiðtogum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks við myndun ríkisstjórna 1995 og 1999. Gamlir yfirmenn Hreins eru Matthías Á. Mathiesen, fv. utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Aðrir samstarfsmenn Hreins nú um stundir eru Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, sem situr með Hreini í stjórn Baugs og TM, feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson, sem kenndir eru við Bónus, Tryggvi Jónsson, aðstoðarfor- stjóri Baugs, Árni Gunnar Vigfússon, framkvæmdastjóri Allianz íslands, auk samstarfsmanna hans á lögmannsstof- unni, þeirra Þórðar Bogasonar hdl., Margrétar Völu Kristjánsdóttur hdl., Ástríðar Gísladóttur hdl., Gunnars Þórs Þórarinssonar lögfr., Berglindar Jónsdóttur og Sigríðar Baldursdóttur. 33 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.