Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 49
(Ráðning Þórarins)
ORRAHRÍÐIN í KRINGUM LflNDSSÍIVIflNN
knu Sl
Eigandi Símans komst að þeirri niðurstöðu eftir tveggja og
hálfs árs starf Þórarins V. Þórarinssonar sem forstjóra
Landssímans að hann væri ekki rétti maðurinn í starfið; að
valið á honum hefði verið mistök. En hvernig mynduð þið
finna og velja rétta einstaklinginn? Einu getum við lofað, það er
meira verk en þið haldið. Yfirleitt stendur valið á milli innan-
hússfólks eða einhvers utanaðkomandi. Samkvæmt könnun
Fijálsrar verslunar fyrir nokkrum árum komu ijölskyldutengsl
við sögu í um þriðjungi allra forstjóraráðninga hjá 100 stærstu
fyrirtækjum landsins. Ráðningar tengdar „hausaveiðum",
pólitík, valdahópum og innanhússfólki komu þar á eftir. I að-
eins tíu prósent tilvika var auglýst eftir forstjóra.
Þórarinn Y. Þórarinsson, þá stjórnarformaður Landssímans
og ffamkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands, var
ráðinn forstjóri Landssímans um Jónsmessuna árið 1999, nánar
tiltekið föstudaginn 25. júní það ár. Þetta var pólitísk ráðning.
Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráðherra, lofaði
Þórarni stöðunni og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var
að efna það loforð þegar hann lét Friðrik Pálsson, stjórnarfor-
mann félagsins, ganga frá ráðningu hans á fyrsta stjórnarfundi
Friðriks í félaginu. Fram hefur komið að kunnir þungavigtar-
menn úr röðum vinnuveitenda mæltu sérstaklega með Þórarni
í starfið.
Þótt ráðning Þórarins hafi ekki komið á óvart, það hafði
verið kvittur um hana um nokkurt skeið, vafðist það fyrir
ýmsum hvers vegna starfið skyldi ekki vera auglýst og sömu-
leiðis hvers vegna framkvæmdastjóri samtaka vinnuveitenda
til þrettán ára með mjög verðmæta reynslu af kjaramálum og
samningum á vinnumarkaði, en enga reynslu af að stýra fyrir-
tæki og hvað þá fyrirtæki í samkeppni, yrði fyrir valinu. Ráðn-
ing hans var hins vegar rökstudd með því að yfirgripsmikil
reynsla hans hjá vinnuveitendum myndi nýtast honum vel við
að stýra Símanum og að hann hefði mikinn metnað til að reka
öflugt símafyrirtæki í almenningseign sem til stæði að einka-
væða. Flestir féllust á þessi rök og ekki varð neinn hvellur í fjöl-
miðlum eða vandlæting hjá almenningi yfir því að Þórarinn
fengi starfið og að Guðmundi Björnssyni, þáverandi forstjóra,
sem skilað hafði góðum árangri í rekstri fyrirtækisins, yrði
sagt upp. Þórarinn hafði jú verið fastagestur á heimilum fólks í
gegnum fjölmiðla í áraraðir og nánast hvert mannsbarn þekkti
hann.
Hvernig á
að velja
forstjóra?