Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 51
ORRAHBÍÐIN í KRINGUM LflNDSSÍIVIflNN
vita. Segið frá því ef þið teljið t.d. að forstjórinn hafi gert mistök í
fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum og hafi rekið fyrirtækið eins
og óábyrgan hlutabréfasjóð; gert mistök við kaup og sölu fast-
eigna; óhlýðnast skipunum ykkar um að segja sig úr stjórnum líf-
eyrissjóða eða stjórnum annarra fyrirtækja, eða verið klaufi í
mannlegum samskiptum.
Fram kom í viðtali við forsætisráðherra í Kastljóssþætti
nýlega að megn óánægja hafi verið af hans hálfu með störf Þórar-
ins og stjórnun Símans talsvert áður en honum var sagt upp. Svo
rammt kvað að þessari óánægju að Þórarinn óskaði sl. vor eftir
sérstökum fundi með Davíð til að útskýra sín mál. Varla er hægt
að segja að skoðun stjórnar Landssímans á vinnubrögðum og ár-
angri Þórarins í starfi hafi komið fram. Enda var það ekki stjórn-
in sem sagði honum upp - og þar var hún ef til vill samkvæm
sjálfri sér því hún réð hann í raun ekki í starfið. Það veittu því all-
ir athygli þegar uppsögnin var tilkynnt að notast var við orðalag-
ið að þetta væri sameiginleg niðurstaða eiganda félagsins, (þ.e.
ríkisstjórnarinnar), einkavæðingarnefndar og ráðgjafans í Lund-
únum sem önnuðust söluna - sem svo raunar varð aldrei neitt af.
Það kom hins vegar í hlut stjórnar Landssímans að „vera sendi-
boði“ og gera starfslokasamning við Þórarin, ganga í mál sem
aðrir höfðu tekið ákvörðun um.
Ræðum örlítið um aðdraganda að uppsögnum forstjóra og
annarra starfsmanna, þ.e. gulu spjöldin svonefndu. Sú skoðun
hefur margoft komið fram í Frjálsri verslun á undanförnum árum
að ef eigandi fyrirtækis og forstjóri finna að þeir ná ekki lengur
saman þá eigi þeir að setjast niður og ræða opinskátt um fram-
haldið, t.d. hvort þeir geti komið sér upp eðlilegum samskipta-
máta þar sem traust ríki á milli þeirra þótt þeir finni að þeir séu
ekki alltaf sammála. Eða þá að þeir komi sér saman um að leiðir
muni skilja eftir ákveðinn tíma, enda blasi við hvert stefni, og
ræði málin af einurð og gagnkvæmri virðingu, þeirra og fyrirtæk-
isins vegna. Ef forsljóri vill hætta þá á hann að koma því áleiðis til
eigandans með góðum fyrirvara. Og öfugt. Það hefði átt að ræða
við Þórarinn fyrir meira en ári síðan og gefa honum gula spjaldið
og segja honum að ekki yrði beðið með að veita honum rauða
spjaldið áður en nýr eigandi, hinn fyrirhugaði kjölfestuijárfestir
með 25% hlut í félaginu og þrjá menn af fimm í stjórn, tæki við.
Það var alls ekki hvetjandi fyrir Þórarin að segja sjálfur upp því
hann hafði ráðningarsamning til fimm ára og hefði ekki fengið 37
milljónir króna við starfslok. Enda valdi Þórarinn þá leið að
pressa á það að hann yrði settur aftur í starfið efdr hið „tíma-
bundna leyfi“, vitandi af óánægju forsætisráðherra og einkavæð-
ingarnefndar með störf hans og að þessir aðilar gætu ekki fallist
á að hann kæmi aftur. Úr því sem komið var setti hann þá pressu
á að annaðhvort yrði sér formlega sagt upp, svo rétturinn yrði
Styrkleiki
16D þús. fastlfnutengingar.
148 þús. farsfmanotendur tGSM).
26 þús. NMT-áskrifendur.
50% af Internetviðskiptum einstaklinga.
32% af Internetviðskiptum fyrirtækja.
Reynslumikið starfsfólk.
Veihleiki:
Þörf er á frekari niðurskurði í útgjöldum.
Skuldir hafa meira en tvöfaldast á þremur árum.
hans megin í starfslokasamningnum, eða hann yrði settur í
starfið aftur.
Raunar hefur það vakið mikla athygfi hvað Þórarinn hefur
verið yfirlýsingaglaður og fyrirferðarmikill í tjölmiðlum um mál-
efni Símans eftír að hann hvarf út stófi forstjóra; jafnvel svo að
spyrja má sig að því hvort það hafi ekki skaðað hann. Að vísu
hefur að honum verið vegið og eðfilega hefur hann orðið að bera
hönd fyrir höfuð sér; koma sínum skoðunum að. Og tæplega áttu
nokkrir von á einhverri heiðríkju í kjölfar uppsagnar hans. 33
Góð lexía: Sýnið ekkert hik og útskýrið uppsögnina ná-
kvæmlega í fréttatilkynningu, klárið málið. Þannig sendi
Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa, út fréttatilkynn-
ingu um brotthvarf sitt frá fyrirtækinu nýlega. Hann lagði spil-
in á borðið og útskýrði hvers vegna hann væri að láta af störf-
um. Það var trúverðug tilkynning og fyrir vikið kom hann út
sem mikill prinsippmaður; maður sem væri með allt á hreinu.
Hann kláraði málið.
Eigið fé (í milljörðum króna)
í árslok
1998 1999 2000 2001
Skuldir (í milljörðum króna)
Hagnaður (í milljonum króna)
1.800
(Áætlun)
1.044 140 1.039
i __J
1999 2000 2001 2002
51