Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 53

Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 53
ORRAHRÍÐIN í KRINGUM LANDSSÍMANN fyrirtækis án þess að fá krónu greidda umfram það sem þeir fá sem stjórnarformenn? Þetta eru spurningar sem hefðu átt að vakna. Stjórn Landssímans átti að spyijast fyrir um kjör Þórarins og sjálfur hefur Friðrik Pálsson fúslega viðurkennt það sem klaufaskap og yfirsjón af sinni hálfu að hafa ekki upplýst stjórnarmenn að fyrra bragði um að hann væri í ráðgjafarvinnu fyrir Símann að beiðni samgönguráðherra auk stjórnarfor- mennsku sinnar. Þess má geta að í kandídatsritgerð Halldórs Friðriks Þorsteinssonar í viðskiptadeild Háskóla Islands um hlutverk stjórna frá árinu 1993 kom fram að í meira en helm- ingi allra tilvika semja einungis stjórnarformenn við forstjóra um launakjör þeirra og í 78% tilvika voru launakjörin trúnaðar- mál á milli forstjórans og sljórnarformannsins. Jafnframt kom fram í könnun og ritgerð Halldórs að ekkert dæmi var um að stjórn hlutafélags legði mat á eigin frammistöðu. Það er því víðar pottur brotinn en hjá fyrrverandi stjórn Símans. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort þetta lélega upplýsinga- streymi á milli stjórnarmanna í þessum tveimur málum sýni að stjórnin hafi ekki tekið sig nægilega alvarlega og borið nægilega virðingu fyrir sjálfri sér. I þessum málum var nefni- lega ekki verið að fela neitt, hugsunin var bara sú að stjórn Símans kæmi þessa vinna ekki við og því hugkvæmdist mönnum ekki að upplýsa um hana. Ennfremur vakti það at- hygli að á stjórnarfundinum um ráðgjafavinnu stjórnarfor- mannsins, fundi sem var nánast í beinni útsendingu í sjón- varpi, að stjórnarformaðurinn viki ekki af fundi á meðan stjórnin áfyktaði um þetta mál. Halda má því fram að stjórn Landssímans hafi gert þau stóru „teknísku" mistök í upphafi að leggja ekki meiri áherslu á sjálfstæði sitt gagnvart forsæt- isráðherra og samgönguráðherra og reyna þannig að skera aðeins á hina stöðugu, nánast daglegu, pólitísku afskipta- semi. Þegar pólitíska valdið andar ofan í hálsinn á stjórnum fyrirtækja er hætta á að þær missi með tímanum frumkvæð- ið og sjálfstraustið. I Kastljóssþættinum nýlega kom t.d. fram hjá forsætisráðherra að hann hefði margoft rætt um stjórnun Símans við samgönguráðherra og lýst yfir óánægju sinni með hana. Engum duldist að það var forsætisráðherra sem tók af skarið varðandi uppsögn Þórarins og hreinsaði sömuleiðis gömlu stjórnina út á einu bretti til að lægja öldurnar og koma til móts við almenning sem var orðinn meira en mettur á þessu máli. Þess má þó geta að fulltrúar Samfylkingarinnar, Flosi Eiríksson og Sigrún Benediktsdóttir, höfðu sagt sig úr stjórn Símans í kjölfar umræðna um að stjórnarmenn hefðu ekki verið upplýstir um ráðgjafarvinnu stjórnarformannsins, heldur lásu þeir um hana í DV. Ekki virðist Flosi hafa misst trúnað fólks þrátt fyrir nokkurra ára stjórnarsetu í Símanum og augljósrar ábyrgðar þar á stefnu, ijárfestingum og öðrum stórum skuldbindingum fyrirtækisins, því aðeins nokkrum dögum eftir afsögn sína gjörsigraði hann í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Kópavogi vegna komandi bæjarstjórnar- kosninga. BH GÓð lexía: Meginhlutverk stjórna er að móta stefnu fyrirtækja, ráða forstjóra, meta frammistöðu hans og sinna eftirlitsskyldu sinni gagnvart forstjóranum og starfsemi fyrirtækisins. Abyrgðin er stjórnarmanna þótt húsbónda- valdið sé kannski annars staðar. En gleymið aldrei að við- skipti snúast um fólk, samskipti manna og streymi upplýs- inga þeirra á milli. Hver á að skrifa upp á reikninga? (Ráðgjafarvinna stjórnarformannsins) Venjulega er það svo að sá sem biður einhvern um að vinna fyrir sig þarf að borga fyrir verkið. Þess vegna kemur það spánskt fyrir sjónir að Ríkisendurskoðun, endurskoðandi Landssímans, hafi lagt blessun sína yfir að stjórnarformaður Landssímans, Friðrik Pálsson, sendi reikninga sína vegna ráð- gjafavinnu fyrirtækis síns, Góðra ráða, til samgönguráðu- neytisins, þar sem þeir yrðu samþykktir, og að ráðuneytið sendi þá síðan á skrifstofu forstjóra Símans sem annaðist greiðslu þeirra. Þetta var afar klaufalegt hjá Rikisendurskoðun. Fyrst samgönguráðherra bað Friðrik um að taka að sér ráðgjafastörf fyrir Landssímann utan hefðbundinna starfa sinna sem stjórnarformanns hvers vegna greiddi ráðuneytið þá ekki sjálft fyrir þessa vinnu? Menn sjá ennfremur að ef Landssíminn sjálfur hefði óskað eftir þessari ráðgjafarvinnu hefði það verið á skjön við allt að senda reikninginn í sam- gönguráðuneytið til greiðslu. Stóra málið er hins vegar að stjórn Símans hefði samhljóða átt að óska eftir ráðgjafarvinnu stjórnarformanns, það hefði verið leiðin. Besta leiðin hefði www.lyfja.is Opið alla daga 8-24 í Lyfju Lágmúla og Lyfju Smáratorgi AÐRAR VERSLANIR LYFJLI Laugavegí Opið virka daga kl. 9-19 og laugard. kl. 10-16 Smáralind Opið virka daga kl. 11-20, laugard. kl. 10-18 og sunnud. kl. 12-18 Kringlunni Opið virka daga kl. 10-19, laugard. kl. 10-18 Garðatorgi í Oarðabæ Opið virka daga kl. 9-18 og laugard. kl. 10-14 Setbergi i Hafnarfirðí Opíð virka daga kl. 10-19 og laugard. kl. 10-16 Spönginni Opið virka daga kl. 9-19, laugard. kl. 10-16 n [u LYFJA - fyrir heilsuna 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.