Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 56
ORRAHRÍDIN í KRINGUM LANDSSÍMANN 8Hvers konar krísustjórnun átti að beila? (Fjölmiðlaumræðan gagnvart Símanum) Landssímamálið verður örugglega skráð á spjöld sögunnar sem ein helsta frétt ársins í íslensku viðskiptalífi. Allt byij- aði þetta á því að forstjóra fyrirtækisins, Þórarni V. Þórar- inssyni, var sagt upp í byrjun desember á síðasta ári eftir að hafa verið settur í „tímabundið leyfi“ sl. haust. Sérfræðingar í almannatengslum, sem kallaðir eru á vett- vang þegar krísa kemur upp í fyrirtækjum, eins og gerðist hjá Símanum í kjölfar uppsagnar forstjórans og síðar vegna ummæla formanns einkavæðingarnefndar, leggja til að stjórn- endur vinni með fjölmiðlum frá fyrstu mínútu. Þeir leggja áherslu á að mál séu kláruð á fyrsta sólarhringnum, fyrstu 24 klukkustundunum, með því að gefa út eins miklar upplýsingar um mál að fyrra bragði og mögulegt er. Fram þarf að koma að þetta hafi gerst, þetta hafi verið gert til að bregðast við, þetta standi til að gera og nánari upplýsingar verði veittar um leið og frekari ákvarðanir liggi fyrir. Þeir leggja áherslu á að mál séu kláruð strax og allt útskýrt, ekki 1% skilið eftir, því þá lifi þau sjálfstæðu lífi eftir það í ljölmiðlum og fimmdálka-fréttunum linni ekki, dag eftir dag, viku eftir viku. Þeir líkja krísustjórnun við slökkvistarf eða lækni sem gefur sjúklingi sínum kröftugan skammt af pensilíni á fyrsta sólarhringnum til að vinna á mein- semdinni. Sérfræðingar í almannatengslum benda jafnframt á að smá- atríðin skipti fjölmiðla miklu máli og því eigi ekki að skilja nein smáatriði eftir í upphaflegu frásögninni. Ef menn skilji 1% eftir af málinu þá verði þetta eina prósent aðalatriðið, ijölmiðlar grafi það upp og velti sér upp úr því. I máli Símans var aðalatriðið að einkavæða fyrirtækið, selja helming hlutafjárins í því í tveimur áföngum fyrir um 20 millj- arða, en verðmiðinn á öllu fyrirtækinu var 40 milljarðar. Gífur- legir fjármunir eru í húfi og viðskiptalífið bíður spennt eftir því að stjórnvöld séu ekki að keppa í fjarskiptum eða bankageir- anum við einkafyrirtæki. Hvað sem hver segir þá er Síminn firnasterkur á fjarskiptamarkaðnum og helsta eign hans, við- skiptavinirnir, afar verðmæt. Fyrirtækið er öfundað af keppi- nautum sínum vegna styrks síns. ímynd Símans er sömuleiðis afar sterk og viðskiptavinir hans halda tryggð við hann. Það eru viðskiptavinir Símans sem gera hann 40 milljarða virði. Umræðan hefur hins vegar gengið út á 37 milljóna króna starfslokasamning við forstjórann sem hann átti fullan rétt á miðað við þann samning sem við hann var gerður og rúmlega 5 milljóna króna ráðgjafalaun til handa stjórnarformanninum, vinnulaun sem hann átti líka fullan rétt á miðað við þann samn- ing sem samgönguráðherra gerði við hann. Vinnan var innt af hendi og greitt fyrir hana. Áður hefur verið rækilega bent á klúðrið í kringum þessi mál sem var auðvitað góður frétta- matur ásamt trjáplöntum, bensínreikningum og ýmsu öðru tengdu málinu. Mesta umræðan hefur hins vegar verið um „litla Landssímamanninn“ sem fékk samstarfsmann sinn til að fara inn í bókhaldskerfi Landssímans og ná í upplýsingar um 56 laun fyrir ráðgjafavinnu stjórnarformannsins og fékk „litli Landssímamaðurínn“, hversu niðrandi sem sú nafngift annars er, eðlilega bágt fyrir. Hann hefði verið rekinn í öllum fyrir- tækjum. Það sem læra má i almannatengslum og krísustjórnun af þessu máli er þau mistök að hafa ekki tilgreint strax ástæðuna fyrir því að Þórarni væri sagt upp. Þar með fór boltinn að rúlla. Segja má að 1% hafi ekki verið skilið eftir heldur hafi allt verið skilið eftir. Réttast hefði auðvitað verið að hætta við sölu Símans sl. sumar áður en einkavæðingarnefnd ýtti söluferlinu af stað. En fyrst það var ekki gert hefði almannatengslamaður sagt í desember, þegar Þórarni var sagt upp, að senda ætti út 7 til 10 blaðsíðna fréttatilkynningu um uppsögnina; um sölu- ferlið; um mikil verðmæti Símans; um þá miklu eign sem við- skiptavinirnir væru; um það að formaður einkavæðingar- nefndar væri ósammála stjórnuninni á Símanum og hefði gagn- rýnt hana við ráðamenn; um það hve vel hefði tekist til við að breyta fyrirtækinu í markaðsdrifið fyrirtæki; um það hvað hefði tekist vel undir stjórn Þórarins og hvað illa; hvaða ijár- festingar hefðu heppnast vel og hverjar væru líklegast glat- aðar; um ráðgjafavinnu stjórnarformannsins og hve mikið hefði mætt á honum umfram hefðbundin formennskustörf; um það að stjórnin væri samstíga í aðgerðum sínum og að hagn- aður þessa árs yrði svo og svo mikill. Útskýrið hlutina í botn og segið aðeins sannleikann. 33 Góð lexía: Ef mál eru ekki kláruð strax og allt útskýrt, þ.e. ekki 1% skilið eftir, þá lifa þau sjálfstæðu lífi eftir það í ljölmiðlum og fimmdálka-fréttunum linnir ekki. 9Munurinn á stjórnar- formennsku í ríkisfyrirtæki og einkafyrirfæki? (Húsbóndavaldið innan stjórnar eða utan?) Treystir þú þér til að taka að þér stjórnarformennsku í ríkisfyrirtæki eftir það sem á undan er gengið í Lands- símamálinu? Flestir verða eflaust undrandi á svona spurningu. En hún á fyllilega rétt á sér. Ástæðan er sú að ráðherrar í ríkisstjórnum Islands hafa óvenjumikil bein af- skipti af ríkisfyrirtækjum sem heyra undir þá og breytt hefur verið í hlutafélög. Þetta eru hlutafélög með sjálfstæð- ar stjórnir sem stýra félögunum og bera ábyrgð á þeim á milli aðalfunda. Eflaust má færa rök fyrir afskiptasemi ráð- herra, æðsta fulltrúa eiganda fyrirtækjanna, þjóðarinnar. Eigandi fyrirtækisins ræður jú ferðinni og í engu fyrirtæki, hvorki ríkisfyrirtæki né einkafyrirtæki, fara stjórn eða for- stjóri gegn vilja hans. Það er ekki flóknara en svo. Ráðherr- ar fara með eigandavaldið og skipa stjórnir fyrirtækjanna. Grunnhugmyndin með hlutafélögum er auðvitað að hluthaf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.