Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 58

Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 58
ORRAHRÍÐIN í KRINGUM LANDSSÍMANN ar hafi völd í samræmi við eign sína og kjósi sér stjórnir til að fara með þessi völd á milli aðalfunda. I almenningshlutafélögum (einkafyrirtækjum) er það yfir- leitt svo að „raunverulegir eigendur“ (hirðar eigin ijár) raðast í stjórnir fyrirtækjanna og verða þær fyrir vikið beinskeyttari og ábyrgari. Hið eiginlega húsbóndavald er innan stjórna fyrir- tækja. Flestir hugsa betur um eigið fé en annarra. Landssíma- málið hefur varpað kastljósinu á að það er talsverður munur á stjórnarformennsku í ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki. Munurinn liggur í þvi að í ríkisfyrirtækjum verða stjórnir að lúta í einu og öllu vilja ráðherra. í einkafyrirtæki veita hluthafar stjórninni vald til að stýra fyrirtækinu fram til næsta aðal- fundar, en hafa sig ekki mikið í frammi þess á milli. Landssímamálið hefur kennt mönnum það enn og aftur að á hinu háa Alþingi reyna þingmenn að slá pólitískar keilur hver í kapp við annan komi upp vandræðamál í opinberum stofn- unum og hlutafélögum í eigu ríkisins. Klúður og vandræði verða illu heilli vatn á myllu þeirra stjórnmálaafla sem ekki vilja einkavæða og selja opinber fyrirtæki. Þessar hörðu umræður á Alþingi gera þingið að helsta fjölmiðli landsins í slíkum málum og sömuleiðis einum þeim dómharðasta. Uj Góð lexía: Hugsið ykkur vel um áður en þið takið að ykkur stjórnarformennsku í ríkisfyrirtæki sem er mikið í fréttum. Það getur verið eins og að lenda ofan í ljónagrytju þegar orrahríðin hefst á Alþingi um fyrirtækið og þingmenn reyna að slá pólitískar keilur. Hvernig metið þið virði fyrirtækja? (Verðið á Landssímanum) Munið að verð er það sem þið greiðið, verðmæti fáið þið í staðinn. Það eru til margar aðferðir við að verðmeta fyrirtæki. Flestir horfa á hagnað viðkomandi fyrirtækis eftir skatta. Eða þá hagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (svonefnda EBITDU), sem og veltufé frá rekstri. Mjög margir horfa jafnframt á það hver sé forstjóri viðkomandi fyrir- tækis, hvernig stjórnin sé skipuð og hvort fyrirtækið sé í atvinnugrein sem hafi möguleika á að vaxa. Vinsælt gildi hjá flestum við verðmat á fyrirtækjum og kaupum á hlutabréfum er svonefnt V/H gildi, þ.e. markaðs- verð fyrirtækis deilt með hagnaði. Með öðrum orðum; á hve mörgum árum á fjárfestingin að borga sig upp? Eftir því sem V/H gildið er lægra því ódýrara er fyrirtækið. Við kaup á hluta- bréfum miða margir Jjárfestar við að V/H gildið sé alls ekki mikið hærra en 15 til 20 ella sé ekki mikil hagnaðarvon í Jjár- festingunni. Verðið á Landssímanum er 40 milljarðar króna. Það er það verð sem ríkið vill fá fyrir fyrirtækið. Helstu eignir þess eru við- skiptavinirnir; um 148 þúsund GSM-áskrifendur, um 160 þús- und fastlínutengingar, um 26 þúsund NMT-áskrifendur (gamla farsímakerfið) og um helmingur af öllum Internetviðskiptum einstaklinga á íslandi, en samkvæmt könnunum eru um 70% heimila með Internettengingu, og um 32% af Internetnotkun fyrirtækja. Auðvitað eru viðskiptavinir Símans ótrúlega verð- mæt eign, allir vita hvað kostnaðurinn við að afla nýrra við- skiptavina er mikill. Auk þess hefur Síminn á að skipa mjög reyndu starfsfólki. Það fer ekkert á milli mála að Síminn er góð eign og auðvitað á ekki að selja hana í einhverri örvæntingu. Síminn hagnaðist um tæpa 1,3 milljarða á síðasta ári af farsímakerfinu. Auk þess var um söluhagnað eigna að ræða. Miðað við að hagnaður eftir skatta á síðasta ári hafi verið rúmur 1 milljarður má spyrja sig að því hvort önnur viðskipti Símans en farsímaviðskiptin séu rekin með svona miklu tapi. Ef svo er þá gæti það bent til þess „að enn sé fyrir hendi ein- hver fita til að skera af ‘ og svigrúm til að laga frekar til í rekstr- inum, eins og Hreinn Loftsson, fyrrverandi formaður einka- væðingarnefndar, ýjaði að. Aætlaður hagnaður Símans eftir skatta á þessu ári er um 1,8 milljarðar. Hagnaður Símans eftir skatta var rúmur 1 milljarður í fyrra, um 149 milljónir árið 2000 og um 1,1 milljarður árið 1999. Fyrirtækið fékk á sig 5 milljarða bakreikning frá ríkis- sjóði snemma á árinu 2000 vegna vanmats á virði fýrirtækisins þegar það hóf starfsemi árið 1998. Þessum bakreikningi var mætt með lántökum. í árslok 1998 voru skuldirnar um 8,2 milljarðar en voru komnar í 17,6 milljarða í lok síðasta árs. Skuldirnar hafa því meira en tvöfaldast á þremur árum með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Þrátt fyrir stóraukinn Jjármagnskostnað hafa margir ljár- festar enn trú á því að hægt sé að reka Símann með a.m.k um 2,0 milljarða króna hagnaði á ári eftir skatta á næstu árum og því samsvari markaðsverð upp á 40 milljarða króna V/H gildi upp á 20. Sömuleiðis er bent á að EBIDTAN hafi á síðasta ári verið um 6,9 milljarðar og um 6,5 milljarðar á árinu 2000. Ýms- ar þumalfingursreglur eru til um að óhætt sé að margfalda EBIDTUNA með um 5 til 6 til að fá út raunverulegt markaðs- verð. Slíkar reikningskúnstir gæfu um 35 til 42 milljarða verð- mat á Símanum. Virði Jyrirtækja verður hins vegar aldrei meira en það sem markaðurinn er tilbúinn til að greiða fyrir þau, hvaða kúnstum sem menn beita. Sala Símans mistókst. Hvers vegna? Almenn- ingur er afar brenndur af hlutabréfaviðskiptum og er enn að sleikja sárin eftir að hafa gengið í gegnum Jyrstu íslensku hlutabréfakreppuna. Nú, og sumum fannst eflaust verðið á Símanum of hátt, það þarf víst líka að greiða símreikninga. [H Góð lexía: Verð er það sem þú greiðir, verðmæti færðu í staðinn. Þrátt fyrir V/H gildi, EBIDTU og alls kyns reiknikúnstir, er virði fyrirtækja aldrei meira en það sem markaðurinn vill greiða fyrir þau. Virði fyrirtækja verður hins vegar aidrei meira en það sem markaðurinn er tilbúinn til að greiða fyrir þau, hvaða kúnstum sem menn beita. Sala Símans mistókst. Hvers vegna? Almenningur er afar brenndur af hlutabréfaviðskiptum og er enn að sleikja sárin eftir að hafa gengið í gegnum fyrstu íslensku hlutabréfakreppuna. 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.