Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 61
VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐUR
ástæðulausu. Hann er afar hagstætt sparnaðarform vegna mót-
framlags ríkis og launagreiðanda - en þó ekki síður vegna þess
skattaafsláttar sem hann veitir.
Skyldusparnaðurinn, hinn lögbundni lífeyrissparnaður, er
10%. Þar af greiðir launþeginn 4% en atvinnurekandinn 6%.
Núna getur viðbótarlífeyrissparnaðurinn hins vegar numið 6,4%
að hámarki sem skiptist þannig að launþeginn sparar 4% til við-
bótar, atvinnurekandinn kemur með 2% mótframlag og ríkið
með 0,4%. Þetta þýðir einfaldlega að heildarsparnaðurinn verð-
ur 16,4% af launum.
Mikilvægt er að fólk kanni það hjá sínu stéttarfélagi hvernig
háttar til með viðbótarlífeyrissparnaðinn þar sem öll stéttarfé-
lög eru ekki með samninga sem kveður á um 2% mótframlag at-
vinnurekandans.
Hjón með 200 þúsund krónur hvort á mánuði og 6,4% viðbót-
arlifeyrissparnað lækka staðgreiðslu skatta hjá sér um 74 þús-
und krónur á ári með sparnaðinum, auk þess sem heildarsparn-
aðurinn vegna viðbótarlífeyrisins er orðinn um 4,2 milljónir
króna eftir 10 ár (m.v. 6% ávöxtun) en um 25 milljónir eftir 30 ár.
Könnun Frjálsrar verslunar sýnir hins vegar að enn er
óplægður akur á markaði viðbótarlífeyrissparnaðar, um
60% eru ekki með viðbótarlifeyrissparnað. 25
á jOOL \.
tj V