Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 65

Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 65
SAMRUNAR AUGLÝSINGASTOFA Gallup framkvæmdi og kynnt var á AAA hátíðinni, en þar var spurt um það hverskonar þjónustu fyrirtækin væru að kaupa af auglýsingastofunum og hvernig hún nýttist þeim. I þeirri könnun kom fram að menn eru auðvitað að kaupa auglýsinga- gerð og birtingar iýrst og fremst en nú gerðist það í íýrsta sinn að markaðsráðgjöf fór yfir 50% sem bendir til að stækkunin hafi áhrif og að burðarmeiri stofur hafi getað ráðið til sín sterkara markaðsfólk." Birtingarhús Nýlega var sett á stofn sérstakt birtingarhús sem er nýjung hér á landi þó að það þekkist mætavel erlendis þar sem markaðurinn er talsvert stærri og flóknari en hér. Deila má um þörfina og ágæti þess en rökin eru þau að birt- ingar séu allt önnur fræði en auglýsingagerð og því muni borga sig til lengdar að vera með sérstök fyrirtæki í þeim geira. „Það er væntanlega dýrara að vera með sérstakt birt- ingarhús án tengsla við auglýsingastofur," segir Ólafur. „Hinu má þó ekki gleyma að þetta er sérfræðiþjónusta sem ef til vill er ekki nauðsynlegt að sé til staðar á stofunum. Sumir telja hugsanlega betra að stofurnar geta einbeitt sér fýrst og fremst að auglýsingagerðinni. Sjálfur tel ég að langbest sé að höndla markaðs- og auglýsingamálin í heild á einum stað og birt- ingarnar þar alls ekki undanskildar. Eg held að okkur hafi tekist þetta ágætlega hér á íslensku auglýsingastofunni og sjáum þess vegna enga sérstaka þörf fyrir breytingu." Beint samband veltu og mannalla Ólafur segir fækkun á starfsfólki auglýsingastofa nú fyrst og fremst til komna vegna þess að óþarflega miklar væntingar hafi skapast þegar vel gekk árið 2000. „Stofur voru að vaxa mjög hratt og þessi geiri er þess eðlis að hann er mjög viðkvæmur. Það er beint samband á milli veltu og mannafla og um leið og velta minnkar eða eykst þarf að breyta fjölda starfsfólks. Árið 2000 komu inn margir nýir viðskiptavinir sem tengdust tölvugeiranum og urðu sumir mjög hratt að stórum auglýsendum, en gufuðu svo jafn hratt upp. Skýrasta dæmið um þá erfiðleika sem þetta leiddi af sér var gjaldþrot Mekkanó. I dag sitja svo allar stofurnar uppi með alltof háan kostnað og verða þess vegna að finna leiðir til þess að hagræða í rekstrinum.“ Ólafur segir að menn verði að átta sig á því hver ástæða kreppunnar sé. „Væntingarnar voru einfaldlega of miklar eins og best hefur sést á hlutabréfa- markaðnum. Svo koma að auki inn atburðir eins og 11. september sem hafði gríðarleg áhrif og ekki síst í ferðaheiminum. Það hefur bein áhrif á auglýsingastofur. Nú hefur fólki verið fækkað nokkuð. Það fólk sem minnsta hefur reynsluna og þekkinguna fer auðvitað fyrst og eftir situr að fyrirtækin eru jafnvel sterkari en áður. Þó eru auðvitað takmörk fyrir því hversu sameiningarnar geti orðið margar því markaðurinn hér er mjög lítill og árekstrar geta auðveldlega orðið á milli viðskiptavina." Samstarf eða sameining „Auglýsingaiðnað- urinn hefur þróast mjög hratt á undanförnum árum. Það eru aðeins þijátíu ár síðan fyrstu nú- tímaauglýsingastofurnar urðu til á Islandi,“ segir Sverrir Björnsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins. „Frá þeim tíma hefur þróunin verið ör þar sem þekking á eðli og gerð auglýsinga sem og mark- aðs- og sölufræðum hefur fleygt fram. Við störfum í þekkingariðnaði og í dag er það þekking og leikni í að beita henni sem skilur á milli feigs og ófeigs. Umrótið sem verið hefur á auglýsinga- markaðnum undanfarið er hluti af eðlilegri þróun. Við sjáum það víða í viðskiptalífinu að fyrirtæki leitast við að ná fram eins mikilli hagkvæmni í rekstri og þeim er unnt. Stærri einingar eru sterk- ari en þær minni. Sumir kjósa að sameinast alveg á meðan aðrir velja samstarf eins og við höfum gert með íslensku auglýsingastofunni. Þar eru tvær sjálfstætt starfandi stofur sem reka sameigin- lega tjölmiðla- og birtingarhús en eru að öðru leyti óháðar hvor annarri." BH „Þó eru auðvitað takmörk fyrir því hversu sameining- arnar geti orðið margar því markaðurinn hér er mjög lítill og árekstrar geta auðveldlega orðið á milli við- skiþtavina," segir Ólafur Ingi Olafsson, formaður SIA. 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.