Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 66
Anna Karen Liljeroth, svæðisstjóri vínsamsteyþunnar Beringer Blass á lslandi og Norðurlöndunum: „Islendingar kunna vel að meta ávaxta-
keim og ferskleika Beringer-vínanna. “
„Bestir i Ástralíu o
„Besti ástralski vínframleiðandinn 2001“ og „Besti bandaríski vínframleiðandinn 2001“.
Vínframleiðandinn Beringer Blass státar af þessum tveimur glæsilegu viðurkenningum. Anna Karen
Liljeroth, svæðisstjóri vínjyrirtækisins Beringer Blass á Islandi og Norðurlöndum, var hér á ferð
nýlega og ræddi við Frjálsa verslun. Þá var jyrirtækið útnefnt nýlega sem vínframleiðandi ársins í
Bandarikjunum aftveimur tímaritum vestanhajs.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson
að er okkar markmið að kynna sem best vínin frá Berin-
ger og Mildara Blass og um leið sýna hvernig mismun-
andi jarðvegur og veðurfar hefur áhrif á vínin,“ segir Anna
Karen Liljeroth sem er svæðisstjóri á Islandi iyrir Beringer
Blass vínsamsteypuna en hún kom hingað til lands í nýlega.
Fijáls verslun hitti hana á Hótel Holti og ræddi við hana.
„Islendingar kunna vel að meta ávaxtakeim og ferskleika
Beringer-vínanna. Við höfum nú upp á enn meira úrval að
bjóða þar sem við höfum sameinast Mildara Blass, en þaðan
koma enn fleiri tegundir vína í hæsta gæðaflokki. Við stefn-
um nú að því að koma áströlskum vínum meira inn á markað-
inn en þau hafa verið fremur lítið áberandi hér.“
Mest seldu vínin Beringer Blass hefur nýlega unnið til tvennra
verðlauna í alþjóðlegum keppnum um vín í Astralíu. Fyrirtækið
fékk titilinn „besti ástralski vínframleiðandinn 2001“ og fékk
einnig fyrstu verðlaun fyrir bæði rautt og hvítt vín árið á undan.
„Það að fá viðurkenningu sem besta vínframleiðslufyrirtækið
hefur gríðarlega mikið að segja fyrir okkur,“ segir Anna Karen.
„Við framleiðum nokkur af mest seldu vínum heims í Ástralíu
Beringer framleiddi fyrsta vínið 1876
í Kaliforníu og ræktaði þá þrjár tegundir
vínberja á 28 ekrum lands. í dag framleiðir
fyrirtækið 34 mismunandi tegundir víns og
hefur yfir 2600 ekrum að ráða.
66