Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 80
Borgmeister (bæjarstjórinn) í Stupferich sem er úthverfi í Karlsruhe fær sérfyrsta bjórinn á götuhátíð ásamt kollegum sínum úr nœstu hverfum.
Myndir: Vigdís Stefánsdóttir.
Þýskaland með
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur
Sumir elska Frakkland. Aðrir elska Spán eða Mexíkó eða
jafnvel Austurlönd og allt þar á milli. Mér leið eins og ég
væri komin heim eftir langt ferðalag þegar ég kom fyrst til
Þýskalands. Þetta var skrítin tilflnning og kannski enn skrítnari
fyrir það að alla ævina fram til þess hafði ég þráð að heimsækja
þetta land, sjá með eigin augum alla kastalana, sólblómin, útihá-
tíðirnar og skemmtilegu gömlu steinhúsin með trérömmunum.
Allt þetta og miklu meira fann ég í Þýskalandi.
Baharí 09 apótek Flestir kannast við Köln og Hannover, tvær
ólíkar stórborgir í norðurhluta landsins. í gegn um Köln
rennur Rín og yfir hana eru margar brýr. Sumar ótrúlega
fallegar, eldgamlar og anda frá sér sögu. Aðrar bara venjulegar
brýr sem skila sínu og enginn tekur eftir.
Dómkirkjuna í Köln þarf varla að kynna. Hún stendur í
miðborginni - auðvitað eins og góðum dómkirkjum sæmir. í
kring um hana liggja gamlar götur sem margar hveijar eru
göngugötur. Þar er að finna vinaleg lítil kaffihús eða bakarí sem
bjóða þvílíkt úrval af brauðum og kökum að manni stendur ekki
á sama. Og kemur mörgum kílóum þyngri heim fyrir vikið.
Reyndar er það tvennt sem er áberandi allsstaðar í Þýskalandi.
Það er annars vegar Jjöldi bakaría og hins vegar apótekin sem
eru bókstaflega allsstaðar. Mjög er mismunandi hvað selt er í
apótekunum og sum þeirra sérhæfa sig í náttúrulyijum á meðan
önnur eru algerlega sótthreinsuð og bjóða eingöngu hávísinda-
lega innpökkuð lyf sem afgreidd eru af starfsfólki í hvitum
sloppum með alvarlegan andlitssvip. Enda ekkert gamanmál að
selja kannski rangt lyf og eiga þar með á hættu að viðkomandi
veikist. Það er algengt að íbúar í Köln vinni í Bonn og öfugt. Um
það bil 20 mínútur tekur að komast á milli sé farið í hraðlest en
það getur tekið allt að klukkustund ef farið er í lest sem stoppar
á öllum stöðvum. Þvi eru lestirnar á milli oft þétt setnar fólki sem
er að fara í vinnu eða úr og jafnvel skólakrökkum sem eru í skóla
á öðrum hvorum staðnum en búa annars staðar.
Þar sem allir eru jafnir Borgin Bielefeld, sem liggur miðja
vegu milli Hannover og Köln, lætur ekki mikið yfir sér. Enda er
svo sem ekkert sérstakt við hana annað en að þetta er borg í
norðurhluta Þýskalands, borg sem er á stærð við Reykjavík og
býður upp á margskonar afþreyingu. Þó er eitt þar sem hvergi
annars staðar finnst. Það er útborgin eða úthverfið Bethel sem
byggir á rúmlega 100 ára gamalli hugsjón aðalsmannsins von
Bodelschwing. Sá mæti maður sá fyrir sér stað þar sem allir
væru jafnir, öllum væri gert kleift að búa og vinna og síðast en
ekki síst, þeim sem sjúkir væru og vanmáttugir ættu sér þar
hæli. Hann bað, sníkti og kvartaði ásamt því að leggja sjálfur til
fé þar til draumurínn rættist. Bethel varð til á landsvæði sem er
hæðótt, fullt af trjám og liggur upp af miðborg Bielefeld. Er
raunar í göngufjarlægð frá miðborginni. í Bethel eru allir jafnir.
Það er svo einfalt. Þar er algengast að sjá saman fatlaða og heil-
brigða og allir hafa möguleika og eru raunar skyldugir til að
leggja sitt til samfélagsins. Vinna í bakaríinu, búa til snæri,
afgreiða í búðinni sem selur notaða hluti eða aðstoða slátrar-
ann. Þeir sem ekkert geta annað en verið til vegna mikillar
fötlunar, eru það bara. Og um þá hugsar fólk sem veit og skilur
að maður er alltaf maður. Þó hann geti sig hvergi hreyft og jafn-
vel ekki gert sig skiljanlegan. Nú er í Bethel miðstöð rannsókna
og lækninga flogaveikra og læknar og hjúkrunarfólk kemur
allsstaðar að til að taka þátt í þessu ævintýri.
Það var frábær upplifun og raunar ein af dýrmætari minn-
ingum mínum frá Þýskalandi að hafa fengið að taka þátt í Haus-
fest, hátíð sem haldin var í einu sambýlishúsanna þar sem búa
um 300 manns, 2/3 af þeim fatlaðir á einn eða annan veg. Og
finna hvað allir skemmtu sér vel - frá minnstu börnunum til
elstu karlanna.
80