Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 82
Kristín S. Hjálmtýsdóttir er framkvœmdastjóri Þýsk-íslenska verslunarráðsins: ,,Þýskaland ergríðarlega mikilvægur markaður fyrir íslendinga,
ekki síst fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. “
Tjara, æðardúnn
Kristín S. Hjálmtýsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Þýsk-íslenska versl-
unarráðsins, sem stofnað var árið
1995. Það hefur að markmiði að auka og
efla viðskiptatengsl milli Þýskalands og
Islands og Kristín segir að viðskipti milli
landanna fari vaxandi og fyrirsjáanlegt
sé að framhald verði á því á næstu árum.
„Þýskaland er gríðarlega mikilvægur
markaður fyrir Islendinga, ekki síst fyrir
sjávarútveginn og ferðaþjónustuna.
Norður-Þýskaland, þ.e. borgirnar
Bremen, Bremerhaven, Cuxhaven og Hamborg, mynda
sennilega eitt mikilvægasta viðskiptasvæði íslendinga í heim-
inum og tengslin þangað eru miklu,
miklu meiri en flesta grunar, þau eru
ekki bara í gegnum fiskinn, heldur eru
t.d. flutningafyrirtækin íslensku
umfangsmikil á þessu svæði svo dæmi sé
tekið. Það nýjasta sem er að gerast er
umfangsmikill útflutningur lyfla frá
Islandi til Þýskalands og menn binda
vonir við að líftækni, hugbúnaður og
fleira tengt nýjum atvinnugreinum eigi
eftir að auka enn á viðskiptin."
Míkil vöruskipti Viðskiptin milli íslands og Þýskalands eiga
sér langa sögu sem teygja sig aftur í aldir, allt til miðrar 15.
Saga viðskiptatengsla Islands
og Þýskalands teygir sig langt
aftur í aldir. Þjóbverjar eru
pekktir fyrir áhuga sinn á
kaupmennsku og hafa löngum
farið um heimsins höfí leit að
hagstœðum viðskiptum.
Þýskaland er í dag næststærsta viðskiptaland Islands. Um 12% allra vöruskipta eru við
Þýskaland, markaðshlutdeild íslenskra sjávarafurða í Þýskalandi er nærri 10% og
íslendingar eru þar í fjórða sæti, 28% álframleiðslunnar fer á Þýskalandsmarkað og
íslenskir vikurframleiðendur anna 10% af vikurmarkaði í Þýskalandi.
82