Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 92
Sérblað um Þýskaland
Giroingar
og
hlió
Þýsk gæöi fra Adronit
SIIMDRI
Klettagöroum 12 -104 Reykjavík • sími 575 0000 • www.sindri.is
Kröfur um
þjónustu
og gæði
Sindri hefur árum saman boðið viðskiptavinum
sínum vandaðar vörur sem margar hverjar eru
fluttar inn frá Þýskalandi enda framleiðendur
þarþekktir að því að gera kröfur.
Nýbygging Sindra-Stáls í Klettagörðum myndar hæfilega
umgjörð um þær vörur sem Sindri hefur á boðstólum. í
flestum tilfellum er um þungavöru að ræða og staðsetn-
ingin í Klettagörðum því mikilvæg þar sem öll stærstu flutn-
ingafyrirtæki landsins eru í næsta nágrenni og aðkoma við-
skiptavina greið. Sindra-Stál flytur inn ijölbreytt úrval af stáli
og málmum, vélum og verkfærum og byggingarvörur ýmiss
konar, sem reyndar eru flestar úr stáli og málmum. Mikið af
þessum vörum á uppruna sinn í Þýskalandi. „Sindri hefur alltaf
lagt áherslu á að bjóða vandaðar vörur og góða þjónustu. Á
þetta ekki síst við um byggingadeild okkar.“ segir Jón Emil
Halldórsson, sölustjóri byggingadeildar Sindra. „Þessar
áherslur hafa leitt til þess að við höfum leitast við að eiga sam-
skipti við þýska framleiðendur byggingavara."
Jón Emil segir ákaflega gott að eiga viðskipti við þýsk fýrir-
tæki. „Við höfum um árabil flutt inn klæðningaefni úr kopar og
sinki frá KME og RheinZink og girðingar og hlið frá Adronit.
Þessir framleiðendur gefa sig ekki út fyrir að vera þeir ódýr-
ustu á markaðinum. En gæði vöru og þjónustu er í hæsta
flokki. Þegar upp er staðið og unnið hefur verið með efnin þá
er niðurstaðan oftar en ekki sú að heildarkostnaður er síst
hærri en ef valin hefðu verið ódýrari efni. Stöðugleiki þýskra
fyrirtækja, þegar kemur að afhendingum og þjónustu allri, er
okkur einnig mikilvægur. Margir viðskiptavinir eru háðir
ströngum tímaáætlunum á verkum. í byggingariðnaði er því
einkar mikilvægt að hægt sé að treysta afhendingartíma
pantana.“
Þýsk gæði bekkt á íslandi „í ljósi reynslu okkar höfum við í
auknum mæli horft til Þýskalands þegar við leitum eftír nýjum
vöruflokkum," segir Jón Emil. „Nú nýverið höfum við t.d. tekið
upp samstarf við fyrirtækið Laukien sem staðsett er í Kiel en
Laukien framleiðir ótrúlega flölbreytt úrval af utanhúsklæðn-
ingum úr málmi. Islendingar eru mjög meðvitaðir um mikil
gæði þýskrar framleiðslu. Vara sem hlotið hefur hina virtu