Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 96

Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 96
Sérblað um Þyskaland Tæknilegir hringir „Það sem við hins vegar flytjum mest inn frá Þýskalandi eru skartgripir og þá einkum trúlofunar- og giftingahringir,“ segir Jón Sigurjónsson gullsmiður. landi sem er ekki í Pforzheim sem er eiginlega gull- smiðabærinn þeirra þarna. Sá bær var reyndar algerlega lagður í rúst á síðustu dögum stríðsins og segja illar tungur að bandamenn hafi verið að hefna sín á gullsmiðum fyrir að smiða fingerð stilfitæki því að ekki var um nein hernaðarmannvirki að ræða þar. Bærinn hefur aldrei náð sér verulega á strik útlitslega því þess var ekki gætt að halda sér- kennum hans og endurbyggja eins og hann hafði verið áður, líkt og svo oft er í Þýskalandi. Þannig er hann ekki eins sjarmerandi og margir aðrir bæir sem gaman er að skoða þarna.“ Jón Sigurjónsson gullsmiður í versluninni Jón & Oskar á Laugaveginum. Gull ersamofið sögu mannsins þarsem þad hefur í gegnum aldirnar þrýtt menn og muni. Lengi vel reyndu menn að búa til gull úrýmsum blöndum en líklega hefursú list farið forgörðum hina seinni tíma. Gullsmiðurinn Jón Sigurjónsson, hluti af tvíeykinu Jón og Oskar, sem hefúr síðustu þijá áratugina rekið úra- og gullsmiðaverslunina á Laugaveg- inum, segir það áberandi hvað íslendingar hafi fitla þekkingu á gulli og skartgripum samanborið við almenning í öðrum Evrópulöndum og þá sér í lagi í löndum eins og Frakklandi, Þýskalandi, ítafiu, Sviss og Spáni svo að eitthvað sé nefnt. „Blöð eru gefin út um úr, gull og gufismíðar og fólk drekkur i sig fróðleik frá unga aldri og þekkir vandaða skartgripi frá óvönduðum og á sama hátt úrin.“ 4. kynslóð Úra- og skartgripaverslun Jóns & Óskars er að sögn Jóns mjög hefðbundin verslun í þessum geira. „Þó hefur sú breyt- ing átt sér stað upp á síðkastið að við höfum bætt við okkur vönd- uðu þýsku postufini en það er nokkuð sem hefur fengið mjög góðar viðtökur," segir hann. „Það sem við hins vegar flytjum mest inn frá Þýskalandi eru skartgripir og þá einkum trúlofúnar- og giftingahringir. Þá fáum við frá litlu ljölskyldufyrirtæki sem heitir GWS-Weidner og er í litlu þorpi eða bæ sem heitir Schwabach, nálægt Núrnberg. Þetta fyrirtæki fundum við þegar við vorum nýbyrjaðir og höfum átt við það viðskipti allar götur síðan, en nú er 4. ættliður þar að taka við völdum. Það háttar svo skemmtilega til að þetta er eitt af fáum guUsmíðafyrirtækjum í Þýska- Tæknilegir hringir Hjá GWS-Weidner vinna um 50 manns og sérhæfing þeirra eru einbaugar af ýms- um gerðum. „Þeir nota mjög mikla tækni við vinnuna og gera mun vandaðri og flóknari hringi en við myndum td. geta gert,“ segir Jón. „I stað þess að bræða gufiið og móta úr því stöng sem soðin er saman til að mynda hring, stansa þeir hringina beint úr plötunni. Þannig verður hringurinn mun sterkari en ella. Fyrir- tækið, sem þó er frekar fitið á þýskan mæfikvarða, framleiðir um 350 hringi á dag og þrátt fyrir smæð íslands eru Jón og Óskar nokkuð stór viðskiptavinur. „Þeir framleiða meira að segja fyrir okkur sér- staka blöndu af gulli til að nota hér,“ segir Jón. „Það kom nefnilega í ljós að hitaveituvatnið oxideraði gullið og þannig urðu skartgripirnir ekki nógu fal- legir. Við sendum þeim sýnishorn og létum rannsaka ástæðuna og út úr því kom þessi blanda sem við notum nú með góðum árangri. Hefðbundið gull Þjóðverja er heldur gulara en okkar og er hefðbundið 14 karata gull en með þessu móti höfum við fengið mun betri árangur og skart- gripi sem haldast fallegir.“ Stál og gull í bland Jón segir þá félaga fara reglulega út til að skoða, bæði á hefðbundnar sýningar og svo í heimsóknir því að góð vinátta hafi tekist með þeim og eigendum GWS-Weidner. „Við erum þó einnig að flytja inn vörur frá fleiri fyrirtækjum og svo smíðum við sjálfir," segir hann. „Úrvalið þarf að vera fjöl- breytt og fylgja straumum tískunnar og ég held að við höfum náð því nokkuð vel. Við höfum orð á okkur fyrir að vera í fararbroddi með nýjungar í skartgripageir- anum og og núna er það nýjasta hjá okkur að blanda saman stáli og gulli í skartgripagerð. Með því að sinna þjónustunni vel lika höldum við okkar trygga við- skiptamannahóp en það er okkur mikils virði.“ S5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.