Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 98

Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 98
Sérblað um Þýskaland Eygló Gísladóttir og Margrét Pétursdóttir. Margrét er annar eigenda Tískuverslunarinnar Guðrúnar. „Við flytjum allar okkar vörur inn sjálfar oggœtum þess að vera eingöngu meðfatnað sem er vandaður og hentar vel íslenskum markaði," segir Margrét. kvæmisfatnað. Við kaupum frábærar buxur með margskonar sniði og lögun frá Michéle og síðast en ekki síst ýmsar vörur frá Ariori og Janard sem framleiða vörur sem hentar fremur yngri aldurshópnum. Margrét segir þýsku fötin smekk- leg og vönduð og í stærðum sem henta íslenskum konum. „Við höfum reynt að fara til annarra landa að leita að vörum en alltaf lent aftur í Þýska- landi. Það er einhvern veginn þannig að þær vörur henta okkur best og þá er auðvitað eðlilegt að við endum þar aftur og aftur,“ segir hún. „Við gætum þess einnig að panta ekki of mikið af hverri tegund heldur látum eitt stykki í stærð duga - nema auðvitað af hversdagsfatnaði eins og buxum og peysum. Þar pöntum við meira.“ A sama stað í hálfa öld Þessa ágætu búð reka þær Margrét Pétursdóttir og Ester Jóhanns- dóttir og hafa gert síðustu níu árin með miklum ágætum. „Við Ester höfum þekkst lengi,“ segir Margrét og brosir um leið. „Við unnum saman á St. Jósefsspítala um margra ára skeið, ég sem röntgentæknir og hún sjúkraliði, og okkur féll ákaflega vel að vinna saman.“ Það er nú ekki hefðbundinn grunnur undir verslunarrekstur að --------- vinna á sjúkrahúsi en þær stöllur fengu upp í hendurnar tæki- færi sem þær vildu ekki sleppa. „Ég frétti af því að það ætti að fara að loka versluninni og mér þótti það vondar fréttir," segir Margrét. „Því var það að ég bar undir Ester þá hugmynd að við keyptum verslunina saman og hún sló til.“ Þar með voru þær orðnar verslunareigendur og lögðu ótrauðar af stað á þessa nýju braut. Tískuverslunina Guðrúnu á Rauðar- árstíg 1 þekkja allir. Hún hefur verið kyrr á sama stað i tæplega hálfa öld, eða 49 ár, ogþriðja kynslóð farin að kaupa þar vandaðan þýskan fatnað sem alla tíð hefur verið aðalsmerki verslunarinnar. Skemmtilegt starl Það virðist litlu breyta fyrir tiskuverslunina Guðrúnu þó að verslunarkjarnar opni hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. En fmnur Margrét ekkert fyrir samkeppninni? „Það er lítið,“ svarar hún. „Okkar viðskiptavinir þekkja okkur vel og einhvern veginn er það svo að það er ekki mjög mikið um samskonar verslanir og því er samkeppnin ef til vill ekki eins mikil og maður myndi halda. ------- Auðvitað er hún fyrir hendi en við höldum okkar striki og viðskiptavinum og þeir kunna vel að meta það sem við bjóðum upp á. Með árunum höfum við komið okkur upp lista yfir viðskiptavini sem við sendum bréf þegar við bjóðum sérstök tilboð í stað þess að auglýsa þau mikið. Það skilar sér vel en svo erum við auðvitað með hefð- bundnar útsölur tvisvar á ári líkt og aðrar verslanir." ÞýSkll fötin vönduð „Við erum með fatnað fyrir konur á öllum aldri en leggjum aðaláhersluna á að vera með vörur fyrir konur á aldrinum frá um það bil 30 ára og uppúr,“ segir Margrét. „Við flytjum allar okkar vörur inn sjálfar og gætum þess að vera ein- göngu með fatnað sem er vandaður og hentar vel íslenskum markaði. Fyrirtækin sem við verslum við eru öll þýsk og við förum tvisvar á ári út til að kaupa inn á vörusýningum en þess á milli kemur fyrir að við þurfum að skreppa til að bæta ein- hverju við.“ Merkin sem verslunin Guðrún leggur mesta áherslu á eru til að mynda Trumpf, en þeir framleiða t.d. blússur, toppa og boli undir merkinu Tru og dragtir, staka jakka, buxur og pils undir merkinu DUO. Einnig má nefna Janard sem framleiðir sérlega vandaðar dragtir og staka jakka og ekki síður Murek + Murek með fallegan spari- og sam- Tískan framundan Tískan er síbreytileg og það er að æra óstöðugan að halda í við hana. Margrét gerir þó lítið úr því og segir ganga vel að fýlgjast með. „Við fáum auðvitað talsvert mikið upp í hendurnar þegar við förum á sýningar,“ segir hún. „Svo hjálpar það að vörurnar okkar eru mjög klassískar og því ekki eins miklar breytingar og hjá þeim sem skipta mánaðar- lega. En auðvitað breytast bæði litir og snið reglulega og við fylgjum því.“ - Og hvernig skyldi svo sumartískan verða? „Það verður mikið um gallaefni, bæði í buxum og blússum, vestum og jökkum og svo sjáum við talsvert koma af köflóttu og rósóttu. Skyrtur og blússur taka mikið til við af bolunum sem hafa verið undanfarið en auðvitað hverfa þeir ekki alveg,“ segir Margrét og lætur þetta duga af spádómum fýrir sumarið.SH 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.