Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 106

Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 106
m ■ # #♦ * FÓLK VIÐTflL og það gerum við sjaldnar. Annað áhugamál eru bækur og þá helst bækur sem varða mannrækt og hegðun fólks. Þær eiga greiða leið að mér, enda hef ég gaman af því að velta fyrir mér hegðun fólks og framkomu. Þess vegna fór ég í sálfræðina á sínum tíma.“ Það smitar út frá sér að umgangast þá sem sífellt eru í háloftunum og eitt árið ákvað Una að það gæti verið gaman að læra að fljúga. Hún dreif í því og tók bóklegt einkaflug- mannspróf en þótti heldur dýrt að halda áfram og lagði því flugið á hilluna. Nám- skeiðahald og símenntun hefur þó átt hug hennar allan í fiöldamörg ár, bæði þar sem hún vinnur við það að nokkru og svo af einskærum áhuga og hún fór þvi í frekara nám. Una Eyþórsdóttlr starfsmannastjóri Flugleiða Efdr Vigdísi Stefánsdóttur W Eg hef verið hjá fyrirtæk- inu í 26 ár og hef að und- anförnu unnið að starfs- mannamálum," segir Una Eyþórsdóttir. „Eg veitti starfs- þróunardeildinni forstöðu í mörg ár þannig að þetta er mjög tengt. Það var tekin ákvörðun um að sameina deildirnar og forveri minn í starfi tók að sér að vera lög- fræðingur félagsins og veita lögfræðideildinni forstöðu. Við starfið bættust í raun launaþróun og kjaramál. Hlutverk deildarinnar er fyrst og fremst að tengja starfsmannamálin saman við meginstefnu félagsins, aðstoða við ráðningar og starfsþróun og vera leiðandi í að byggja upp árangursmenn- ingu innan fyrirtækisins. 106 Byggja upp gott vinnuum- hverfi bæði félagslega og að- stöðulega og veita ráðgjöf til stjórnenda. Vaxandi þáttur í starfinu eru mælingar og að veita stjórnendum tölulegar upplýsingar sem tæki við ákvörðunartöku.“ Una er fædd og uppalin í Austurbænum og gekk í Breiðagerðis- og Réttarholts- skóla sem barn og unglingur. Þaðan fór hún í MH þar sem hún var i hópi fyrstu jólastúd- enta sem útskrifuðust úr MH. Hún hóf nám í sálfræði og ensku við HI og vann með náminu hjá Flugleiðum. Hún gifti sig 21 árs skóla- bróður sínum, Jóni Sigurðs- syni, og eiga þau hjón tvær dætur saman, Hjördísi 22 ára og Asdísi 13 ára, „tvö ein- birni“ eins og Una segir, en flölskyldan býr í Hlíðunum þar sem þau hafa verið undan- farin 16 ár. „Fjölskyldan hefur nokkur sameiginleg áhugamál," segir Una. „Meðal annars að ferð- ast, en við höfum ferðast víða, bæði innanlands og utan. Þó heldur meira innanlands og þá sérstaklega á sumrin. Við höfum líka gaman af því að fara á skiði og gerum nokkuð af því en það sem er nýjast hjá okkur, er að fást við golf- íþróttina. Reyndar eru það bara við hjónin því stelpunum finnst það ekkert spennandi. Við erum í golfklúbbnum Oddi hér uppi í Heiðmörkinni og vorum að minnsta kosti dugleg í sumar að fara. Við fundum það út að hæfilegt var að fara hálfan völlinn, 9 holur. Það tekur um það bil tvo tíma og það hentar okkur vel. Heill völlur tekur gott lengri tíma „Ég beið í mörg ár eftir því að hægt væri að stunda MBA- nám á Islandi með vinnu,“ segir hún. „Það bauðst svo haustið 2000 þegar MBA- nám var tekið upp við Háskóla Islands og ég sló til. Þetta er afskaplega skemmti- legt og kreijandi nám sem mætir vel mínum kröfum. Þetta er þó ansi mikið álag og á mörkunum að hægt sé að vinna fulla vinnu með því, hvað þá sinna ijölskyldu líka. En þetta hefur allt gengið þó svo það rynnu á mig tvær grímur og ég þyrfti að hugsa mig vandlega um í haust þegar mér bauðst þetta starf. Ég veit þó að tækifærin koma sjaldnast þegar manni hentar og ákvað að láta slag standa að taka við nýju starfi og halda áfram með námið,“ segir Una að lokum. 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.