Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 9

Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 9
„Fyrirtækið var stofnað fyrir rúmum fjórum árum og fyrstu mánuðina starfaði aðeins einn starfsmaður hjá dk hugbúnaði við undirbúning og þróun á kerfinu," segir Ragnar Bogason framkvæmdastjóri. „Upp úr miðju ári 1999 fóru svo hjólin að snúast hraðar og nú starfa 12 manns hjá fyrirtækinu sem sinnir sívaxandi hópi viðskiptavina úr öllum geirum þjóðfélagsins." Hannað af starfsmönnum Fjárhagskerfi dk hugbúnaðar er hannað frá grunni af starfsmönnum fyrirtækisins og hefur eiginleika sem ekki finnast í hugbúnaði stærri fyrirtækja, m.a. ýmis stjórnendaverkfæri þar sem upplýsingar eru framsettar á myndrænan hátt og auðvelda stjórnendum að sjá „stóru" myndina. „Sffellt fleiri fyrirtæki sjá sér hag í að fjárfesta i öflugum og notendavænum dk viðskiptalausnum með það að mark- miði að bæta upplýsingamiðlun og stuðla að betri og arðsamari rekstri. Nú er svo komið að rúmlega 500 fyrirtæki af öllum stærðum hafa tekið almennu útgáfuna af dk viðskipta- og upplýsingakerfinu í notkun," segir Ragnar. Viðskipta- og upplýsingakerfið sem um ræðir er fjölhæft. Það er að grunninum til fjárhagskerfi sem í eru ýmsir þættir sem tryggja gegnsæi og áreiðanleika kerfisins. Kerfið er heildstætt og notenda- viðmótið er samræmt á milli allra kerfishluta. Þannig nýtist reynsla og kunnátta notenda að fullu þegar nýr kerfishluti er tekinn í notkun en hægt er að bæta við kerfishlutum eftir þörfum hvers og eins. dkBúbót I samvinnu við Bændasamtök íslands var dk viðskipta- og upplýs- ingakerfið aðlagað að þörfum bænda og búnaðarsambanda og er því einkum ætlað að efla notkun bókhalds sem bústjórnartækis fyrir bændur, efla og styrkja upplýsingagrunn til áætlanagerðar í land- búnaði og auka og efla hagtölusöfnun og hagrannsóknir. Nýja kerfið hlaut nafnið dkBúbót. „Það er skemmst frá því að segja að viðtök- urnar hafa verið frábærar, enda er kerfið mjög þægilegt í notkun," segir Ragnar. „Þó ekki séu liðnir nema rúmir níu mánuðir frá því sala á kerfinu hófst eru vel á sjötta hundrað eintök þegar komin í notkun hjá bændum." Framtalskerfi Fyrsta afurð dk hugbúnaðar ehf. var kerfi sem félagið hannaði fyrir gerð skattframtala fyrir einstaklinga og fyrirtæki, svokallað dk framtalskerfi. Framtalskerfið einfaldar mjög allt ferli við gerð skatt- framtala og skattaútreikning. Yfirgnæfandi fjöldi skattframtala sem berast skattayfirvöldum er gerður í Framtalskerfi dk hugbúnaðar að sögn Ragnars. Hann segir hugbúnaðinn létta mjög vinnuna og umstangið við skattframtöl og uppgjör fyrirtækja og spara þannig endurskoðendum og öðrum sem vinna að gerð skattframtala gífur- lega mikla vinnu vegna þess. Mikill vinnusparnaður „Nýlega undirritaði dk hugbúnaður ehf. og Bandalag háskólamanna samning um hönnun og uppsetningu á svokölluðu Bókunar- og inn- heimtukerfi fyrir Bandalag háskólamanna, aðildarfélög þess og tengda sjóði," segir Ragnar. Um er að ræða heildstætt fjárhagskerfi ásamt félaga-, innheimtu-, sjóða- og launakerfi. Þetta mun hafa í för með sér gífurlegan vinnusparnað fyrir félögin og sjóðina og að auki miklu betri möguleika á að halda vel utan um allar upplýsingar um félagsmenn."®] Hugbúnaðardeild dk: Guðmundur Breiðdal, Jóhann ísfeld Reynissnn, Brynjar Hermannsson forstöðumaður og llflagnús Pálsson. Sölu- og þjónustudeild: Ágúst S. Eriksson, Sveinbjörn Sigurðsson, Magnús Axel Hansen, Marínó Flóvent, forstöðumaður söludeildar, Dagbjartur Pálsson, forstöðumaður þjónustudeildar, og María Björk Ifiðarsdóttir. dk hugbúnaður er til húsa að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. huqbúnaóur Hlíðarsmára 8-201 Kópavogur Sími 510 5800 ■ Fax 510 5812 www.dk.is ■ dk@dk.is 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.