Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 46

Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 46
■ - Þórólfur Árnason borgarstjóri galvaskur á leið í Ráðhúsið. Þórólfur hefur aldrei verið flokkspólitískt þenkjandi en margir vænta þess að hann hafi metnað til þess að vera pólitískur forystumaður Reykjavíkurlistans. Nýi leiðtoginn í borgarstlúrn Þórólfur Arnason - maðursem nýtur virdingar sem flinkur markaðsmaður oggóður forstjóri í viðskipta- lífinu - ætlar nú að hasla sér völl á hinum pólitíska velli og leiða meirihluta Reykjavíkurlistans næstu prjú árin. Við bregðum upp lýsingu á nýja borgarstjóranum. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson Tímamót áttu sér stað í Reykjavík um síðustu mánaða- mót þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir steig upp úr stól borgarsljóra og nýr maður tók við, nefnilega Þórólfur Arnason, fv. forstjóri Tals. Það kom mörgum á óvart að Þórólfur skyldi taka að sér starf borgarstjóra og það erfiða hlutverk að leiða þrjá flokka í Reykjavíkurlistanum, ekki síst vegna þess að ekki var vit- að til þess að hann hefði neinar sérstakar pólitískar skoðan- ir eða metnað á því sviði, þvert á móti. Þórólfur er vel þekkt- ur maður í viðskiptalífinu. Hann hefur orð á sér fyrir að vera sterkur markaðsmaður og hæfileikarikur leiðtogi sem á auðvelt með að sameina hóp og leiða hann til sigurs í erfiðri baráttu. Þeir sem til Þórólfs þekkja segja að hann sé kjörinn í forystu fyrir Reykjavíkurlistann en hann verði að taka póli- tíska afstöðu til að farnast vel í starfi og kannski hefur hann áhuga og metnað til þess. A æskuheimili Þórólfs var mikil umræða og vel fylgst með pólitík og þjóðmálum án þess að það væri flokkspólitískt. Þórólfur hefur lýst því yfir að hann hafi stutt menn, ekki flokka. Dæmi um það er stuðningur hans við Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunuml996. Við bregðum hér upp nærmynd af nýja borgarstjóranum. Uppruni Þórólfur Árnason er fæddur í Reykjavík 24. mars 1957. Foreldrar hans eru Arni Pálsson, fv. sóknarprestur í Kópavogi, og Rósa Björk Þorbjarnardóttir, fv. endurmennt- unarstjóri Kennaraháskóla Islands. Þórólfur á þijú systkini og er hann næstelstur. Elstur er Þorbjörn Hlynur, f. 1954, prófastur á Borg á Mýrum. Yngri systkinin tvö eru Anna Katrin, f. 1963, spænskukennari og starfsmaður fiskeldis- fyrirtækisins Sæsilfurs í Mjóafirði, og Árni Páll, f. 1966. Hann er lögfræðingur og sérfræðingur í Evrópurétti. Mikill, góður og jákvæður agi var á heimilinu í uppvexti Þórólfs og vel stutt við krakkana. Fjölskyldan er í dag mjög samheldin og samgangur er mikill. Æska Fjölskyldan flutti vestur á Snæfellsnes, nánar til- tekið að Söðulsholti, þegar Þórólfur var ljögurra ára gamall 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.