Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Page 49

Frjáls verslun - 01.01.2003, Page 49
NÆRMYND ÞÓRÓLFUR ÁRNASON alltaf verið stutt í léttleikann. Hann undirbúi alla viðburði mjög vel. Einhvern tímann ku Þórólfur hafa sagt: „Maður lætur ekki hlutina gerast einhvern veginn, maður ákvcður hvernig maður vill að þeir gerist" Gylfi Rútsson, framkvæmdastjóri íjármála- og rekstrar- sviðs Pharmanor, sem starfaði með Þórólfi hjá Tali sem framkvæmdastjóri fiármálasviðs segir: „Þórólfur er að mínu mati mjög alhliða sterkur stjórnandi, sem fyrir utan sína rnarkaðsþekkingu og styrkleika í mannlegum samskiptum, hefur mikla fiármálalega vitund og tilfinningu fyrir fiár- málum og er fljótur að setja sig inn í mál. Þegar hann hóf störf hjá Tali þá hjálpaði starf hans í stjórn Islenska járn- blendifélagsins á Grundartanga honum við að setja sig inn 1 þau fiármálahugtök og skilgreiningar sem hinir erlendu eigendur Tals notuðu mikið. Jafnframt er hann mikill per- sónuleiki og heiðarlegur maður.“ Þórólfi líður vel í sviðsljósinu. Hann á auðvelt með að fyrirgefa. Gallar Þórólfur er ör, óþolinmóður og stundum skap- bráður og fljótfær, maður sem er fljótur upp en líka fljótur niður aftur. Hann vill „tækla hlutina strax“. Þetta eru gallar sem hann veit af og hafa slípast með árunum. Guðjón segir að stundum láti hann tilfinningarnar taka völdin og Árni Páll Segir að Þórólfur megi helst gæta sín á því að ®tla sér ekki um of í greiðvikni við aðra. Ahugamál Sveitamennska, útivera og knatt- spyrna, bæði þátttaka og áhorf. Þórólfur er alinn upp í Kópavogi og þess vegna slær hjarta hans með Blikunum. Hann spilaði knattspyrnu með meistaraflokki Breiðabliks á yngri árum en meiddist snemma og varð að hætta. Hann er samt rogginn af árunum í boltanum og vill raeina að hann hefði getað náð lengra. Þórólfur hefur gjarnan spilað með Blikum 40 ára og eldri a pollamótum fyrir norðan og getur þá orðið „alveg trítilóður, jafnvel svo að liggur við slags- aiálum.“ Hann er stuðningsmaður Manchester United og spilar vikulega með félagsskap aiiðaldra karla sem kalla sig Lunch United. Einnig hefur hann leikið fótbolta með gömlum Elikum í félagsskap sem kallaður er Augnablik. hórólfur er mjög virkur í félagsmálum og hefur tekið að sér fiölda trúnaðarstarfa, ekki síst í for- eldrastarfi í leikskóla, skóla og íþróttafélögum, bd. hjá Val. Hann hefúr stundum mátt passa sig a því að taka ekki of mikið að sér. Fjölskyldan á sumarhús á Mýrum, í nágrenni við æskuslóðir hórólfs, og þar hefur Þórólfur gaman af að ganga á fiöll og fara á ijúpu. Þórólfur hefur ahuga á listum; tónlist, bókmenntum og mynd- hst. Hann hefur ekki verið áhugamaður um sfiórnmál eða gengið í neinn stjórnmálaflokk °g alls ekki viljað tengjast stjórnmálum. Það kom því mörgum á óvart þegar hann tók akvörðun um að setjast í borgarstjórastólinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þórólfur var í framkvæmdastjórn for- setaframboðs Olafs Ragnars Grímssonar en leit ekki á það sem stjórnmál, heldur persónukosningu. Félagar Þórólfur er vinmargur maður og fiölskyldu hans er gott heim að sækja, um það eru allir viðmælendur Fijálsrar verslunar sammála. Of langt mál yrði að telja upp alla þá samstarfsmenn og vini sem Þórólfur hefur eignast í gegnum tíðina en að öðrum ólöstuðum má nefna Davíð Lúðvíksson, verkfræðing hjá Samtökum iðnaðarins, Asgeir Sigurvinsson, knattspyrnuráðgjafa hjá KSI, Höskuld Sveinsson arkitekt, Rúnar Oskarsson, verkefnastjóra hjá Ax hugbúnaðarhúsi, Hafliða Loftsson, eiganda Verkfræði- stofu Hafliða Loftssonar, Jón Georg Ragnarsson, eiganda JGR heildverslunar í Borgarnesi, Pál Valdimarsson verk- fræðiprófessor, Hauk Sveinbjörnsson bónda, Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Hæfis, Friðfmn Finn- bogason, kaupmann í Vestmannaeyjum, Pál R. Sigurðsson verkfræðing, Bjarna Valtý Guðjónsson, frænda og vin úr Borgarnesi, og séra Sigurjón heitinn Einarsson, fv. prófast á Kirkjubæjarklaustri. ffl 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.