Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 59
VIÐTflL REKUR PÖBBfl í FRAKKLANDI
vera vel varðir. Við lentum aldrei í neinni hættu nema þá
helst þegar foreldrar mínir voru eitt sinn handteknir af Rúss-
um ásamt öðrum vestrænum diplómötum. Frelsissviptingin
stóð ekki lengi yfir enda byggð á „rússneskum misskiln-
mgi“. I Líbanon, þar sem faðir minn var sérlegur erindreki
aðalritara Sameinuðu Þjóð-
anna, var borgarastyijöldin í
fullum gangi og daglegt líf
°ft erfitt og hættulegt," segir
Thor Hallgrímur Ragnars-
son Guðmundsson, forstjóri
hrogpubs-keðjunnar
Frakklandi.
Thor er íslendingum lítt
bekktur enda hefur hann
htið búið á föðurlandinu ef
frá eru skildir nokkrir fyrstu
mánuðir ævinnar. Hann er
feddur í London árið 1963,
sonur Ragnars Guðmunds-
sonar, sem starfaði lengi á
Vegum Sameinuðu þjóð-
anna, m.a. Unesco, víða um
heim, lengst af í Paris, og
frhnu Hallgrímsson hús-
nioður. Ragnar er sonur
Guðmundar Karlssonar,
afyinnurekanda á ísafirði, og
Onnu Baldvinsdóttur, versl-
unarkonu í Reykjavík. Móðir
frhors, Elína Hallgrímsson,
er dóttir Hallgríms Friðriks Hallgrímssonar, fv. forstjóra
Skeljungs, og Margrétar Thors, dóttur Thors Jensen.
Enskir pöbbar í Frakklandi Thor gekk í barnaskóla og
menntaskóla í Frakklandi nema þau tvö ár sem ijölskyldan
hjó í Taílandi. Hann lærði hagfræði við London School of
Economics, LSE, tók framhaldsgráðu við Sciences Po í
hrakklandi, fór svo aftur til London að vinna fyrir japanska
tjárfestingabankann Nomura 1985-1991. Þá hélt hann aftur
heim til Frakklands og tók þar MBA-gráðu í Insead-
skólanum í Fontainebleau. Hluti af því námi var verkefni,
Sem Thor vann með kunningja sínum, um að korna á fót
uýju fyrirtæki. Það fólst í því að opna í Frakklandi enska
PÖbba sem brugga bjórinn á staðnum. Verkefnið fékk
góðar viðtökur, þeir töldu það raunsætt og að það ætti að
geta skilað góðum hagnaði svo að þeir ákváðu að skoða
hetur möguleikann á því að opna svona pöbba.
„Þetta var frekar vinsælt í Englandi og var að ná vin-
sa&ldum í Bandaríkjunum. Við töldum að þetta gæti gengið
ágætlega í París. Það tók okkur um það bil eitt ár að finna
goðan stað, fá Jjármögnun og byggja pöbbinn. Við vorum
'l(f leita að stað í miðborg Parísar, nálægt kauphöllinni og
öðrum fjármálafyrirtækjum þar sem flestir útlendingarnir
eru. Við fundum góðan stað, að vísu ekki nákvæmlega þar
sem við ætluðum okkur, en góðan stað engu að síður. Húsið
hafði svipað útlit og margir pöbbar í London og því var
auðvelt að breyta. Okkur fannst útlitið skipta máli. Við
opnuðum fyrsta staðinn í október 1993 og þá var lítið af
útlenskum pöbbum í París. Frakkar höfðu ekki lært að fara
á pöbba á þessum tíma heldur sóttu frekar diskótek og slíka
skemmtistaði en smátt og smátt hefur þróunin verið sú að
Frakkar fara meira á bari og krár,“ segir Thor.
Ódýrt að brugga sjálfur
Ensku pöbbarnir hafa
áunnið sér svo miklar vin-
sældir í Frakklandi að
bandaríska viðskiptablaðið
Fortune þótti ástæða til að
taka viðtal við forsprakka
Frogpubs. Enska bjórfyrir-
tækið Guinness hefur eytt
töluverðum peningum í að
kynna bjórmenninguna fyrir
Frökkum og hafa margir
pöbbar verið opnaðir. Þegar
Frogpubs-fyrirtækið hóf
starfsemi sína 1993 voru 12-
13 enskir pöbbar í París og
einn eða tveir með amerísku
yfirbragði. I dag eru
pöbbarnir 80 í París einni
saman. Frogpubs bauð í
upphafi upp á bæði
Guinness og franskan
Kronenburg til viðbótar við
bjórinn, sem fyrirtækið
bruggaði sjálft, en þróunin
hefur verið sú að framleiða allan bjór á staðnum, ekki síst
vegna þess að þekkingin innan fyrirtækisins á bjórfram-
leiðslu hefur aukist og svo er ódýrara að brugga sjálfur
þegar magnið er komið um og yfir 80 þúsund lítra á ári.
Fyrsti Frogpubs staðurinn gekk vel frá upphafi og komst
framleiðslan yfir þetta mark strax á fyrsta árinu og hefur
aukist stöðugt síðan. Tegundirnar eru nú 14; Darkitaine,
Trenta Wheat, Maison Blanche o.s.frv.
,Á hinum stöðunum hefur þetta líka gengið mjög vel.
Staðirnir eru nú Jjórir í París, tveir í Bordeaux og Toulouse
og svo höfum við opnað einn stað í Lissabon í Portúgal.
Portúgali, sem hafði unnið fyrir okkur, fluttist aftur heim til
Portúgals. Hann hafði áhuga á frekara samstarfi svo að við
gripum tækifærið og stofnuðum fyrirtæki með honum,
fundum stað og opnuðum í júní á síðasta ári. Reksturinn
hefur farið frekar hægt af stað. Þó að veturinn sé ekki sá sami
í Portúgal og hér þá verður oft grátt og mikið rok og rigning
í Iissabon á þessum árstíma. Kráin er á mjög veðurbundnum
stað þannig að við bíðum efdr vorinu til að sjá hvort rekstur-
inn fer ekki að ganga betur," segir Thor og minnir á að kaup-
mátturinn sé ekki sá sami í Portúgal og í Frakklandi, Bret-
landi eða á Islandi. Það verði því að sýna þolinmæði.
Tveir á ári næstu árin Uppbygging Frogpubs-keðjunnar
hefur gengið hratt og vel. Fyrsti pöbbinn var opnaður 1993.
Pöbb númer tvö var opnaður þremur árum síðar því að
erfiðlega gekk að finna rétta húsnæðið. Þriðji pöbbinn var
Thor og kunningi hans, Paul Chantler, unnu saman verkefni sem
miðaði að því að koma á fót nýju fyrirtæki í Frakklandi, enskum
pöbbum þar sem bjórinn er bruggaður á staðnum.
Verkefnið fékk góðar viðtökur. Thor og Paul töldu sig eiga mögu-
leika á að hrinda því í framkvæmd og fá góðan hagnað. Það
reyndist rétt vera.
59