Frjáls verslun - 01.01.2003, Síða 62
Greinarhöfundur, Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, fjallar hér um sameiningar
fyrirtœkja og tvær bókhaldslegar aðferðir þeim tengdum.
Farið
hefurfé
betra!
Núna er bandaríska reikningsskilaráðið búið að
banna svonefnda samlegðaraðferð en hins vegar
er verið að lögleiða hana á Islandi. Hins vegar
má búast við að hún muni formlega fá að gilda í
mjögstuttan tima hér á landi; farið hefurfé betra.
Texti: Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi Mynd: Geir Ólafsson
Við bókhaldslega sameiningu fvrir-
tækja hafa lengst af tvær aðferðir
verið í boði til þess að koma þeirri
sameiningu við. Önnur aðferðin er kölluð
kaupaðferð (e. purchase eða acquisition
method) en hin samlegðaraðferð (e. pool-
ings-of-interest eða uniting-of-interest
method).
Nú hefur það gerst að bandaríska
reikningsskilaráðið (FASB) hefur ákveðið
að banna notkun samlegðaraðferðarinnar
svokölluðu og hefur það vakið talsverða
athygli í heimi reikningshaldsins. Raunar
er það svo, að í kjölfarið hafa aðrir reglu-
smiðir á sviði reikningsskila verið að
athuga þetta mál og nú liggja til dæmis
fyrir drög að staðli um bókhaldslega sam-
einingu fyrirtækja hjá Alþjóða reiknings-
skilaráðinu (IASB), sem sýnist í öllum
meginatriðum vera samhljóða hinum nýju
bandarísku reglum.
En hver skyldi nú vera ástæðan fyrir
þessu þanni? Hér á eftir verður leitast við
að svara þeirri spurningu, en einnig verð-
ur fjallað um stöðu þessa máls, eins og
hún er um þessar mundir í íslenskri
löggjöf og raunar jafnframt hvaða breyt-
ingar stendur til að gera samkvæmt því
frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ársreikninga,
sem nú liggur fyrir Alþingi. En fyrst fylgja nokkur almenn
orð um sameiningu fyrirtækja.
Almennt um samemmgu fyrirtækja Aðalástæða þess að
fyrirtæki sameinast öðru er að það vill ná fram vexti, auka
umsvif sín. Þessi tegund vaxtar er stundum nefnd ytri
vöxtur. Þessi aðferð er fljótvirkari en sú að auka umsvif með
eigin uppbyggingu sem nefnt er innri vöxtur. Reynslan
sýnir þó að affarasælla virðist vera að ná fram innri fremur
en ytri vexti. Aðrar ástæður sem tilgreindar hafa verið fyrir
ytri vexti eru: rekstrarlegt hagræði, skattalegt hagræði og
betri nýting á mannafla.
Þrjár megingerðir af sameiningu fyrirtækja eru
algengastar. í fyrsta lagi svonefnd lóðrétt sameining (e.
vertical business combination) en þá sameinast fyrirtæki
viðskiptavinum og/eða birgjum sínum. I öðru lagi lárétt
sameining (e. horizontal combination) sem þýðir að fyrir-
tæki sameinast fyrirtækjum í sömu atvinnugrein. Loks er
þriðja gerðin þar sem fyrirtæki í ólíkum rekstri sameinast
(e. conglomerate combination) og rökin fyrir þess konar
sameiningu eru einkum að fyrirtæki kýs að dreifa áhættu,
að hafa ekki öll egg í sömu körfu, ef svo má segja. Það mun
víst vera þessi síðastnefnda tegund af sameiningu sem þykir
líklegust til að mistakast.
Aðferðir við sameiningu eru einnig af nokkrum gerðum
og getur sameining annað hvort farið fram með friðsam-
legum hætti (stjórnir beggja eða allra félaga vinna saman í
málinu) eða verið óvinveitt eins og sagt er (e. hostile
takeover), en þá reynir stjórn þess fyrirtækis sem til stendur
62