Frjáls verslun - 01.01.2003, Qupperneq 78
Arni Guðmundsson, forstöðumaður öryggisgœslusviðs Securitas.
Það má ekki fara á milli mála hver á að hafa aðgang.
Yfirsýn - forsenda fyrir öryggi
Aðgangsstjórnun inn á sýningar og ráðstefnur
eru hluti af nauðsynlegri yfirsýn.
Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson
■ ■
Oryggismálin eru orðin að áhersluatriði við skipulagningu
sýninga og ráðstefna á íslandi - eins og víða í nágranna-
löndum okkar. Áður var algengt að fýrirtæki létu góða og
trausta starfsmenn, sem oft höfðu unnið hjá viðkomandi fýrir-
tæki í einhveija áratugi, enda starfsferil sinn hjá fyrirtækinu á
því að vakta fyrirtækið á nóttunni. Viðkomandi fékk sjaldnast
tilsögn eða þjálfun, hvað þá að til væri skipulag sem fylgja átti ef
út af bæri í öryggislegu tilliti. Þetta fyrirkomulag gerði í raun
ekki annað en að skapa viðkomandi starfsmanni talsvert
óöryggi og viðkomandi fyrirtæki algjört falsöryggi. Því miður
eru til dæmi um sorgleg og ómarkviss viðbrögð á neyðarstundu
þar sem fyrirkomulag af þessu tagi var viðhaft.
Sambærilega mynd er hægt að draga upp í tengslum við sýn-
ingar og ráðstefnuhald hér á árum áður - öryggismálin voru ein-
faldlega ekki á dagskrá. Þetta viðhorf gat hugsanlega viðgengist
á meðan innbrot og önnur afbrot voru tilfallandi. Forsendurnar
eru allt aðrar í dag. Innbrot og önnur afbrot eru oft þaulskipu-
lögð og menn mæta með réttu tólin og tækin á vettvang.
„Við erum í þessu eins og öðru að upplifa sama umhverfi og
víða erlendis, en erum nokkrum árum á eftir,“ segir Árni Guð-
mundsson, forstöðumaður öryggisgæslusviðs Securitas. „Þar
sem áður var um svokölluð tækifærisinnbrot að ræða, er nú í
sumum tilvikum um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Við
getum nefnt nýlegt dæmi þar sem brotamennirnir stálu
ákveðnum bíl til þess að geta ekið upp á gangstétt og þaðan í
gegnum rúðu á verslun þannig að þeir voru komnir inn á gólf
í viðkomandi verslun um leið og viðvörunarkerfið fór í gang.
Þeir þurftu þá bara nokkrar sekúndur til þess að sópa verð-
mætunum ofan í poka og bruna svo í burtu á bílnum. I þessu
tilviki var kerfið tengt Securitas og öryggisverðir okkar voru
komnir á staðinn á um 30 sekúndum, enda erum við með bíla
víða um borgina á nóttunni. Öryggisverðir veittu meintum
brotamönnum eftirför ásamt lögreglu, sem leiddi til þess að
þeir náðust í kjölfarið. Þessir menn voru klárlega búnir að
undirbúa þetta innbrot í einhvern tíma, enda átti hámarks-
árangur að nást, þ.e. að ná sem mestum verðmætum á sem
skemmstum tíma.“
Hver má vera hvar? Aðgangsstjórnun inn á sýningar og ráð-
stefnur eru hluti af nauðsynlegri jrfirsýn. Þegar farið er af stað
með að skipuleggja fundi, ráðstefnur eða sýningar gildir að
vinna með fagaðilum á sviði öryggismála, þannig að kylfa sé
ekki látin ráða kasti.
„Það má ekki fara á milli mála hver á að hafa aðgang, hversu
lengi viðkomandi á að hafa aðgang og að hveiju. Semja verður
skriflega handbók fyrir öryggisgæsluna vegna verkelhisins. I
henni verður að koma fram allt er tengist reglum vegna
umgengni og frágangs, neyðarviðbrögð ef eitthvað ber útaf,
upplýsingar um öryggiskerfi og rekstrarbúnað, vatnsinntak, raf-
magnstöflur, neyðarútganga, flóttaleiðir o.s.frv. Það þarf að
liggja ljóst fyrir hvað gera skal ef eitthvað fer úrskeiðis þvi í raun
reynir aldrei á öryggisgæslu fyrr en út af ber í öryggislegu tilliti
og þá skilur á milli þess að vera með vel skilgreint og skipulagt
verkefni og hins sem ekki er eins vel skipulagt.
Öryggisgæsla er nýtt fag á íslandi. Hjá Securitas starfa um
140 öryggisverðir, en þeir fara á námskeið þar sem kennt er
bæði bóklega og verklega og eiga þeir að því loknu að vera færir
um að stunda faglegt fyrirbyggjandi eftirlit og að bregðast mark-
visst við óvæntum uppákomum.
Fagsvið - viðskiptavinurinn settur í öndvegi ,Á þeim aldarfiórð-
ungi síðan Securitas á íslandi var stofnað hefur þróun öryggis-
mála verið gríðarleg. Fyrst í stað læddust starfsmenn með
veggjum og voru hálffeimnir við búninginn, en nú hefur þetta
fagsvið hlotið ákveðinn staðal og teljum við okkur standa jafn-
fætis erlendum starfsbræðrum okkar á þessu sviði, enda hafa
úttektir erlendra sérfræðinga staðfest það. Við fylgjumst grannt
með því sem er að gerast á þessu sviði og gerum okkur far um
að bjóða viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru einstaklingar
eða fyrirtæki, ávallt nákvæmlega þær lausnir sem viðkomandi
þarfnast. Hvorki of né van. Við viljum að viðskiptavinurinn geti
treyst því að það fyrirkomulag sem lagt er upp með sé að skapa
það öryggi sem um er rætt og að hann sé jafnframt að njóta
bestu kjara með hliðsjón af umfangi viðskipta við fyrirtækið." E
78