Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Qupperneq 78

Frjáls verslun - 01.01.2003, Qupperneq 78
Arni Guðmundsson, forstöðumaður öryggisgœslusviðs Securitas. Það má ekki fara á milli mála hver á að hafa aðgang. Yfirsýn - forsenda fyrir öryggi Aðgangsstjórnun inn á sýningar og ráðstefnur eru hluti af nauðsynlegri yfirsýn. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson ■ ■ Oryggismálin eru orðin að áhersluatriði við skipulagningu sýninga og ráðstefna á íslandi - eins og víða í nágranna- löndum okkar. Áður var algengt að fýrirtæki létu góða og trausta starfsmenn, sem oft höfðu unnið hjá viðkomandi fýrir- tæki í einhveija áratugi, enda starfsferil sinn hjá fyrirtækinu á því að vakta fyrirtækið á nóttunni. Viðkomandi fékk sjaldnast tilsögn eða þjálfun, hvað þá að til væri skipulag sem fylgja átti ef út af bæri í öryggislegu tilliti. Þetta fyrirkomulag gerði í raun ekki annað en að skapa viðkomandi starfsmanni talsvert óöryggi og viðkomandi fyrirtæki algjört falsöryggi. Því miður eru til dæmi um sorgleg og ómarkviss viðbrögð á neyðarstundu þar sem fyrirkomulag af þessu tagi var viðhaft. Sambærilega mynd er hægt að draga upp í tengslum við sýn- ingar og ráðstefnuhald hér á árum áður - öryggismálin voru ein- faldlega ekki á dagskrá. Þetta viðhorf gat hugsanlega viðgengist á meðan innbrot og önnur afbrot voru tilfallandi. Forsendurnar eru allt aðrar í dag. Innbrot og önnur afbrot eru oft þaulskipu- lögð og menn mæta með réttu tólin og tækin á vettvang. „Við erum í þessu eins og öðru að upplifa sama umhverfi og víða erlendis, en erum nokkrum árum á eftir,“ segir Árni Guð- mundsson, forstöðumaður öryggisgæslusviðs Securitas. „Þar sem áður var um svokölluð tækifærisinnbrot að ræða, er nú í sumum tilvikum um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Við getum nefnt nýlegt dæmi þar sem brotamennirnir stálu ákveðnum bíl til þess að geta ekið upp á gangstétt og þaðan í gegnum rúðu á verslun þannig að þeir voru komnir inn á gólf í viðkomandi verslun um leið og viðvörunarkerfið fór í gang. Þeir þurftu þá bara nokkrar sekúndur til þess að sópa verð- mætunum ofan í poka og bruna svo í burtu á bílnum. I þessu tilviki var kerfið tengt Securitas og öryggisverðir okkar voru komnir á staðinn á um 30 sekúndum, enda erum við með bíla víða um borgina á nóttunni. Öryggisverðir veittu meintum brotamönnum eftirför ásamt lögreglu, sem leiddi til þess að þeir náðust í kjölfarið. Þessir menn voru klárlega búnir að undirbúa þetta innbrot í einhvern tíma, enda átti hámarks- árangur að nást, þ.e. að ná sem mestum verðmætum á sem skemmstum tíma.“ Hver má vera hvar? Aðgangsstjórnun inn á sýningar og ráð- stefnur eru hluti af nauðsynlegri jrfirsýn. Þegar farið er af stað með að skipuleggja fundi, ráðstefnur eða sýningar gildir að vinna með fagaðilum á sviði öryggismála, þannig að kylfa sé ekki látin ráða kasti. „Það má ekki fara á milli mála hver á að hafa aðgang, hversu lengi viðkomandi á að hafa aðgang og að hveiju. Semja verður skriflega handbók fyrir öryggisgæsluna vegna verkelhisins. I henni verður að koma fram allt er tengist reglum vegna umgengni og frágangs, neyðarviðbrögð ef eitthvað ber útaf, upplýsingar um öryggiskerfi og rekstrarbúnað, vatnsinntak, raf- magnstöflur, neyðarútganga, flóttaleiðir o.s.frv. Það þarf að liggja ljóst fyrir hvað gera skal ef eitthvað fer úrskeiðis þvi í raun reynir aldrei á öryggisgæslu fyrr en út af ber í öryggislegu tilliti og þá skilur á milli þess að vera með vel skilgreint og skipulagt verkefni og hins sem ekki er eins vel skipulagt. Öryggisgæsla er nýtt fag á íslandi. Hjá Securitas starfa um 140 öryggisverðir, en þeir fara á námskeið þar sem kennt er bæði bóklega og verklega og eiga þeir að því loknu að vera færir um að stunda faglegt fyrirbyggjandi eftirlit og að bregðast mark- visst við óvæntum uppákomum. Fagsvið - viðskiptavinurinn settur í öndvegi ,Á þeim aldarfiórð- ungi síðan Securitas á íslandi var stofnað hefur þróun öryggis- mála verið gríðarleg. Fyrst í stað læddust starfsmenn með veggjum og voru hálffeimnir við búninginn, en nú hefur þetta fagsvið hlotið ákveðinn staðal og teljum við okkur standa jafn- fætis erlendum starfsbræðrum okkar á þessu sviði, enda hafa úttektir erlendra sérfræðinga staðfest það. Við fylgjumst grannt með því sem er að gerast á þessu sviði og gerum okkur far um að bjóða viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, ávallt nákvæmlega þær lausnir sem viðkomandi þarfnast. Hvorki of né van. Við viljum að viðskiptavinurinn geti treyst því að það fyrirkomulag sem lagt er upp með sé að skapa það öryggi sem um er rætt og að hann sé jafnframt að njóta bestu kjara með hliðsjón af umfangi viðskipta við fyrirtækið." E 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.