Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 94
Sigfus Sigfússon, stjórnarformaður Heklu.
Flaggað fyrir gestum
býður strax upp á tengsl og tækifæri til samskipta. Einnig hef
ég gert að reglu að flagga þjóðfána gestanna þegar þeir koma
hingaðsegir Sigfus. „Eg lærði það þegar ég fór að ferðast sem
ungur maður og kom til Bretlands í heimsókn. Þar var þá
íslenski fáninn dreginn að húni og mér þótti ósköp vænt um
það. Þá ákvað ég að taka þannig á móti mínum eigin gestum og
það hef ég gert síðan.“
Sigfús segist gjarnan bjóða gestunum heim til sín, sérstak-
lega ef um kunningsskap er að ræða á milli hans og þeirra.
, Auk þess býð ég gestum í sumarhúsið mitt til að leyfa þeim að
kynnast Iandinu,“ segir hann. „Smáferðir út á land þar sem gest-
irnir kynnast fegurð íslenskrar náttúru eru lika mjög algengar.
Stuttar ferðir á jökla, í útreiðartúra, auk sundferða og ferðar í
Bláa lónið eru dæmi um það sem Hekla býður gestum sínum.“
Hekla, eins og mörg önnur íslensk fýrirtæki, tekur á móti
ijölmörgum gestum. En á annað hundrað erlendra gesta
heimsækja Heklu árlega. Sigfús Sigfússon, stjórnarfor-
maður í Heklu, hefur því langa reynslu af þvi að taka á móti
gestum og hefur við það ákveðna siði. „Segja má að grunntónn-
inn í siðum okkar, hvað þetta varðar, sé að skapa okkur hér á
Islandi sérstöðu. Við erum lítill markaður og gestir okkar vinna
á flestum öðrum stöðum að mun stærri og arðbærari viðfangs-
efnum. Þrátt iýrir smæðina hefur okkur tekist að gera okkur
sýnilegri og eiga gestamóttökur okkar örugglega sinn þátt í því.“
Kynni landið „Við gerum okkur far um að taka vel á móti
erlendum gestum. Við byrjum á því að sækja þá til Keflavíkur.
Þetta er góður siður, m.a. vegna þess að klukkustundarakstur
Golfað að nóttu „Ég man eftir því að við héldum Evrópufund
með öllum umboðsmönnum Mitsubishi í Evrópu og á meðal
gesta voru 30 Japanir frá móðurfyrirtækinu," segir hann. „Það
var auðvitað mikið um fundahöld en Japanirnir voru mjög
áhugasamir um að komast í golf. Það leit þó ekki vel út þar sem
fundir stóðu langt fram á kvöld en við enduðum á því, þegar
síðasta fúndi lauk, kl. 11 að kvöldi, að fara með þá út á Sel-
tjarnarnes þar sem þeir fengu völlinn lánaðan. Þeir fengu ekki
bara völlinn heldur lánuðu kyliingarnir þar þeim kylfúrnar sínar
og svo spiluðu þeir bara í sínum „bisnessfötum og bisness-
skóm“ af miklum móð, um miðja nótt á bjartasta tíma ársins.“
„Það er afskaplega þýðingarmikið að vanda sig við móttöku
gesta. Svona í lokin spillir ekki iýrir að færa gestum litla gjöf
þegar þeir yfirgefa landið. Reykti laxinn stendur alltaf iýrir sínu
hvað það varðar,“ segir Sigfús að lokum. SS
Þjóðarsálin er í sundi
Hvað ætti ég helst að gera á íslandi?" spyr alsaklaus ferða-
maðurinn íslending sem situr við hlið hans í flugvélinni á
leið heim.
„Fara í sund,“ er líklegt að svarið verði og svo kemur loigjörð
til íslenskra sundlauga, hversu mikið sport þetta sé og að allir,
bókstaflega allir íslendingar fari í sund í hverri viku. Hversu
sannfærandi og ákafur íslendingurinn er fer kannski svolítið
eftir því hvað hann hefur verið lengi í burtu frá landinu og þar
með farinn að sakna þessara mjög svo sjálfsögðu gæða okkar en
vist er að í augum eyjaskeggja og þá kannski helst þeirra sem
búa á höfuðborgarsvæðinu, eru sundlaugar eitthvað sem
útlendingar verða að kynnast. Erlendir gestir eru dregnir í sund
og ekki hlustað á mótbárur, vandræðagangur þeirra sem aldrei
hafa vanist því að afklæða sig innan um fjölda manns, hvað þá
fara í sturtu með ókunnum, er hin besta skemmtun og víst er að
eftir fyrstu ferðina er viðkomandi ferðalangur með það á hreinu
að þessa upplifun vilji hann prófa aftur. 33
Erlendir ráðstefnugestir fara gjarnan í sund á Islandi.
Mynd: Geir Olafsson