Frjáls verslun - 01.01.2003, Page 107
LUNDUNAPISTILL SIGRÚNAR
Baráttan um Safeway að breytast í trylli Baráttan um Safeway
er að breytast í hinn mesta trylli, því að auk þess sem stóru
keðjurnar Tesco og Sainsbury takast á um tapþrungið
Safeway er stærsta verslanakeðja í heimi með í baráttunni.
Wal-Mart á þegar lágverðskeðjuna Asda, sem stefnir á
Safeway. Marga Breta hryllir við tilhugsuninni um meiri Wal-
ÍMart umsvif hér, bæði vegna stærðarinnar - keðjan selur
árlega fyrir 125 milljarða punda og á 4 þúsund búðir víða um
heim - en líka vegna slæms orðstírs hennar í aðbúnaði og
launum starfsfólks, auk ásakana um að nota þriðjaheims verk-
smiðjur með hörmulegum kjörum til að pína verðið niður.
Á bak við þá sex aðila sem beijast um Safeway eru tuttugu
bankar, sem hugsa sér gott til glóðarinnar þar sem samruna-
og kaupsamningum fækkaði um þriðjung í City í fyrra. Eini
stóri bankinn, sem ekki er með er Morgan Stanley, sem í
fyrra var reyndar á toppnum hvað varðar ráðgjöf í yfirtökum.
Þegar Green kom til sögunnar lét Tesco Merril Lynch róa
sem sinn ráðgjafa, því að bankinn var handgenginn Green í
Arcadiu-kaupunum, þai' sem Baugur kom við sögu.
Allir hafa áhuga á Baugi Markaðsrýnar hér hafa einmitt
augun á Baugi, því þeir eru búnir að sjá ákveðið mynstur í
kaupum Baugs hér: Þar sem Baugur ber niður dregur innan
skamms til kauptíðinda. Þess vegna spá menn nú í hvað gerist
með Sommerfield-kjörbúðakeðjuna, sem Baugur bauð í um
jólin. Miðað við uppruna Baugs eru verslanakaup rökrétt
framhald fyrirtækis sem fetar sig af litlum markaði með tak-
markaða vaxtarmöguleika yfir á stóran markað með himin-
^ víða möguleika. En kannski hafa Baugsmenn lært af Green:
Greet er einn af auðugustu mönnum Bretaveldis, býr
að mestu í Mónakó og hélt upp á sextugsafmælið
með „The Great Gatsby“ stæl.
í hug að fara í Iceland. Þegar ég stend á verslunargötu með
röð kjörbúða fyrir augunum dytti mér síðast í hug að versla í
Iceland, ekki bara út af nafninu, heldur af því að mér þykja
búðirnar einstaklega óspennandi.
Hvað gerlr Baugur við lceland-búðirnar? Baugur á ógnarverk
fyrir höndum og spurning hvort Baugsmenn, með 19,35%
hlut sinn í Big Food Group, sem á Iceland og Booker
búðirnar, velji Green-leiðina, einbeiti sér að því að búta
keðjuna niður og selja hinar 759 Iceland-búðir. Stórar keðjur
eins og Asda, Tesco og Sainsbury væru örugglega meira en
fúsir kaupendur. Markaðsrýnar hér geta sér til að hvað sem
Baugur hefur í huga muni þeir steíha að því síðar á árinu að
kaupa Big Food Group eins og það leggur sig. Gengið á
Iceland er í botni, 64% markaðsverðsins hafa gufað upp á einu
ári, þrátt fyrir víðáttumikil tílboð sem dembt hefur verið yfir
viðskiptavinina þar. Jólasalan var ekki góð.
Hvað sér Baugur við Sommerfield? En hvað ætlar Baugur
sér með Sommerfield? Hér er því spáð að þeir leiki Arcadiu-
leikinn, bíði eftir að tjárfestar kaupi Sommerfield, sem hefur
tapað ört undanfarin misseri, og selji í pörtum, sem væri
býsna ábatavænlegt. Markaðsrýnum þykir ekki sennilegt að
Baugur ætli sér að nota Sommerfield til að auka í Big Food
Group.
Grimsey er framkvæmdastjóri Það er ekki ein báran stök
með Icelandnafnið. Framkvæmdastjóri Big Food Group
heitir... Bill Grimsey! Hann dró nýlega að sér ijölmiðlaathygli,
þegar hann útilokaði markaðsrýninn Paul Smiddy írá fundi
um afkomu fyrirtækisins því að hann var ósáttur við skrif
hans. Smiddy hafði bent á að verð hlutabréfa í keðjunni ættu
að vera 20% undir skráðu verði. Grimsey sagði hann fara
rangt með staðreyndir. En hann var kannski líka ósáttur við
að í haust skrifaði Smiddy í skýrslu sinni að Big Food Group,
sem veittí ekki af að spara, notaði 400 þúsund pund á ári í að
reka einkaþotu. Grimsey segir þetta ranga tölu. Kostnaðurinn
sé aðeins 250 þúsund pund.
Smiddy yppti bara öxlum En í huga Smiddy snýst þetta ekki
um pund og pens heldur sýni að Big Food Group hugsi eins
og stórfyrirtæki án þess að vera það. En hvað sagði Smiddy
um að komast ekki á fundinn? Hann ypptí bara öxlum og
sagði: „Það þarf nú ekki annað en að virða fyrir sér hvers
konar fyrirtæki hafa áður gripið til svona ráða.“ 35
Nota verslanaumsvif aðeins til að ávaxta sitt pund, leggja
áhersluna á fasteignahlutann og kaupa því til að selja seinna.
Iceland búðarkeðjan Það er óneitanlega undarlegt fyrir
íslendinga að sjá Iceland sem heiti á búðarkeðju og
Iceland.co.uk sem vefsíðu. Nafnið þótti snjallt þegar keðjan
hóf rekstur því áherslan var á frosinn mat. í búðunum voru
rekkar frystiskápa og allt gekk út á lágt verð. Þannig er það
enn þó að ferskmeti hafi bæst við og búðirnar líkist nú meira
venjulegum kjörbúðum.
Um tíma reyndi keðjan að keppa við keðjur eins og Tesco
og Sainsbury, sem slógu sér upp á lífrænum mat, en sú tilraun
tókst ekki. Þeir sem leita lága verðsins höfðu engan áhuga að
fara að kaupa dýrari mat og þeir sem leita gæðanna datt ekki
Baugur á ógnarverk fyrir höndum og spurning hvort þeir
Baugsmenn, með 19,35% hlut sinn í Big Food Group, sem
á lceland og Booker búðirnar, velji Green-leiðina, ein-
beiti sér að því að búta keðjuna niður.
Mjög er núna fylgst með því sem Jón flsgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs, er að sýsla í Bretlandi.
Fjölmiðlarnir meta stöðuna svona: Þar sem Baugur ber
niður dregur innan skamms til kauptíðinda.
107